10.1.2008 | 01:04
Þeytingur út um allt
Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga, stundum líður mér eins og leigubílsstjóra. Á mánudaginn var læknisferðin hjá mér og miðju barninu, og svo var æfing hjá unglingnum.
Í gær var svo farið með allt stóðið til tannlæknis, yngri strákurinn fór fyrst í stólinn, prinsessan fékk að fara með inn og fylgjast með, hún var svo áhugasöm að hún var næstum komin ofan í kok á bróður sínum. Yngri guttin verður 11 ára í ár og er bara búin að missa 4 barnatennur og lítur út eins og krúttleg kanína, hann er virkilega farinn að bíða eftir að missa barnatennurnar, enda er ekki mikið eftir af þeim, þær eru vel nýttar. Tannsi tók myndir og það sést í nokkrar fullorðinstennur, en þær eru bara ekkert að flýta sér niður. Hann ákvað að senda guttann í kjálkamyndatöku til að athuga hvort allar fullorðinstennurnar eru ekki örugglega þarna einhvers staða inni.
Svo var komið að prinsessunni sem er orðin 5, hún er ekki með neinar lausar tennur og allt leit mjög vel úr, hana langar að vera eins og hinir krakkarnir á leikskólanum og fá fullorðinstennurnar núna, en tannsi sagði við hana að fullorðinstennurnar hjá henni skemmast ekki eins og hjá hinum, það er bara mjög gott að spara þær og fá þær seinna, þannig að hún var bara mjög ánægð eftir það.
Nú var komið að unglingnum, hann er á þessu æðislega tímabili, þar sem tannburstinn er ekki mikilvægastur og á það til að gleyma að nota hann sérstaklega þegar það er frí. En hann fékk hrós, flottar tennur, engar holur og bara allt í góðu lagi. Sem betur fer erum við fjölskyldan komin með frábæran tannsa, sem er ekki með okur verð, þannig að ég þurfti ekki að setja tannsa reikninginn á Vísaraðgreiðslur.
Svo varð af hendast heim og skila part af liðinu og sækja nokkra stráka og koma þeim á handboltaæfinguna.
Í morgunn átti ég tíma hjá ofnæmissérfræðingi, fékk bráðaofnæmi fyrir nokkrum árum af Voltaren Rapid og er búin að vera á leiðinni í ofnæmispróf síðan þá. En mér tókst loks að sparka í afturendann á sjálfri mér og koma mér í ofnæmispróf. Hefði átt að sleppa því, doksi sagði mér að ég væri með áreynslu og ofnæmis Astma, það þýðir lyf allan ársins hring, ekki bara á vorin og sumrin eða þegar ég man eftir þeim. Arrrg, fleirri lyf.
Eftir hádegið átti ég og guttinn minn svo tíma í hnykk, þvílík sæla þegar búið er að hnykkja, verkirnir snar minnka og skapið verður mikið betra, hjá okkur báðum
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki eins og leigubílstjóri, þú ert eins og bíslstjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu. Ég hef samt ekki orðið vör við þig fyrir utan hjá mér.
Linda litla, 10.1.2008 kl. 01:23
innlitsheimsókn
Ólafur fannberg, 10.1.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.