Hugsið áður en þið framkvæmið

Það er greinilegt að Heilbrigðismálaráðherra hefur ekki hugmynd um það hvað það er erfitt og reyndar ómögulegt fyrir öryrkja og aldraða að lifa á þessum bótum sem eru undir fátækramörkum. Þessi ákvörðun hans um að fella niður komugjöld vegna barna og unglinga er mjög góð, en að velta kostnaðinum yfir á þá sem minnst hafa  er skammarlegt og ekki heil brú í þeirri hugsun hjá Gunnlaugi. 43% hækkun á lækniskostnaði hjá þessum hópi er alveg út í hött, margir lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að fara til læknis, höfðu ekki efni á því í fyrra og því síður núna eftir þessa hækkunn.

Svo er það Árni Matt, hann segir að það er ekki tímabært að lækka skatta á þá sem minnst hafa. Hvenær verður það tímabært???? Þegar búið er að svelta þá fátækustu til dauða ?????

Það er greinilegt að þessir 2 ráðherrar hafa aldrei þurft að lifa á lágum launum og lágum bótum. Ég skora á þessa háu herra að prófa að reka heimili og lifa á þessum greiðslum, og hafa afgang til að hugsa um heilsuna og komast til læknis.


mbl.is Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var hjá sérfræðingi á þriðjud. það kostaði 1,999 ég fæ afsl. v/örorku svo var ég upp á Heilsugæslu í gær það var 500,- og nú þarf að safna upp í 5.200 í stað 4.500 í fyrra til að fá afsl. kort og ég held að við borgum helming eftir það.  Já, já, bara pína okkur meira, ekki málið.

                        Lumpy 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Vel mælt hjá Heiðu Björk.

Að sjálfsögðu er gott að komugjald hafi verið afnumið hjá þessum aldurshóp en þessi millifærsla er skammarleg.

Hvað ætli vaki fyrir manninum?????? Eða ætli hann sé fáráður.......ARRGHHH

Solla Guðjóns, 11.1.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Um að gera að pína þetta lið sem síst lætur heyra í sér... en þar feila ráðamenn sko, því upp hefur risið hópur sem kallar sig Fjöryrkja! og við þegjum ekki  neitt!  Þetta er til skammar!  

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.1.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband