4 ár fyrir 3 nauðganir, eða 5 ár fyrir eina.

Hvað er hægt að segja við svona dómi, þvílíkt og annað eins, 4 ár fyrir 3 nauðganir gegn þremur stúlkum og þjófnaðarbrot.

Tveir Litháar voru dæmdir í seinasta mánuði fyrir að nauðga einni konu og hlutu þeir 5 ár hvor. Eftir þann dóm fór ég að vona að nú færu dómarar loks að taka harðar á þessum hrottalegum brotum sem nauðgun er. En nú er maður dæmdur í 4 á fyrir að nauðga 3 STÚLKUM. Er líf og heilsa þriggja stúlkna minna virði en einnar konu eða liggur munurinn í þjóðerninu?????

Ég bara spyr. 


mbl.is Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Godur punktur... mjøg godur punktur.

Ms.Curry Jones (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Kjartan D Kjartansson

Hæ bestasta vinkona, það á að hreinsa allt þetta hiski og fjölskyldur þeirra úr landi strax eftir að svona mál komast upp.

Kjartan D Kjartansson, 5.2.2008 kl. 12:50

3 identicon

Munurinn liggur ekki í þjóðerni, það er fráleitt að halda það. sýndist það líka á nafninu sem var birt í fréttinni að hann væri ekki íslenskur, rétt eins og þeir er fengu 5 ár.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Ísdrottningin

Bellere systkynin eru íslensk.  Ég held að ástæðan fyrir erlendum nöfnum þeirra sé erlendur faðir en þau ólust upp í vesturbænum í Reykjavík.

Ísdrottningin, 5.2.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Aðalmálið í þessu finnst mér vera að maðurinn nauðgar 3 stúlkum og fær 4 ár, hinir 2 nauðguðu 1 konu og fengu 5 ár. Er magnafsláttur í íslensku dómskerfi???? Erlendis mundi maður fá margfaldan dóm fyrir að nauðga 3 stúlkum, ekki eitthvern afslátt.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 14:17

6 identicon

Já ég var einmitt að vona að hinn dómurinn gæfi fordæmi fyrir hærri dómum á Íslandi fyrir nauðgun. Það virðist koma fram í fréttinni að þessi sem er dæmdur er síbrotamaður rétt alveg eins og útlendingarnri sem voru dæmdir í 5 ára fangelsi um daginn. Sé engan mun á þeim og þessum, nema þessi braut gegn þrem stúlkum og það mjög ungum. Skv. mínum bókum gerir það 5 ár*3 + eitthvað meira vegna ungs aldurs fórnarlamba.

Sonja (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:57

7 identicon

Mér finnst reyndar eðlilegt að harðar sé tekið á hópnauðgun en ef einn er að verki, enda glæpurinn hrottafengnari. Engu að síður finnst mér frekar mikil "nauðgaðu tveimur - færð þriðju frítt" lykt af þessu.

Valdís (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:30

8 identicon

Afsláttur af dómum er hvergi stundaður jafn mikið og á Íslandi,,Síbrotamenn fá mestan afslátt, þeir eru gjarnan búnir að brjóta 10 - 20 sinnum af sér þegar dómara loks tekst að ljúka máli,, svo virðist að sá háttur sé hafður á að sameina mál og semja við sakborning og verjanda um afslátt til að ljúka sem flestum málum með sem minstum tilkostnaði,, UNDANTEKNING ER BÓNUSMÁliÐ;; Og kannski Hafskipsmálið,, Síðan fá menn afslátt vegna ungs aldurs og er hann verulegur,,Algengt , vægur dómur á skilorði,, Þá eru útlendingar með sérstakan afslátt , vegna fjarlægðar frá heimalandi. Hugsanlega er líka gerður greinamunur á því hvert fórnarlambið er,,T.d. bankar eru sérlega óhagstæð fórnarlömb,,  Þessi maður á að fá minnst 10 ár að mínum dómi...........

bimbó (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:30

9 Smámynd: Ólafur fannberg

alltaf sami afslátturinn á dómum í svona málum

Ólafur fannberg, 6.2.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband