5.2.2008 | 13:13
Sól, snjór og Norðurljós
Prinsessan fór á sitt fyrsta handboltamót á föstudaginn, þurftum að sækja skutluna fyrr úr leikskólanum og sú var svo montin að segja öllum að hún væri að fara að keppa í handbolta. Hún keppti í Kársnesskóla og salurinn var á annari hæð, þannig að um kvöldið var hnéið orðið tvöfalt og fullt af vökva, tröppur greinilega ekki það besta fyrir mig í augnablikinu. Allir fengu medalíu eftir að mótinu lauk og það var sofið með hana.
En þrátt fyrir stærðina á hnénu þá lét mig hafa það að fara út um kvöldið til að taka myndir af norðurljósunum. Ég er komin í svo mikil fráhvörf að komast ekki út að taka myndir reglulega að ég er að bilast Fór út í 17 stiga frosti og svei mér þá það fraus á hnénu, mig sárlega vantaði frostlög á hnéið eftir að vera úti í þeim kulda, en hann fékkst hvergi. Hef smellt af nokkrum myndum fyrir utan hér heima og þegar ég hef farið á bílnum, en kemst ekki alveg straks í almennilega göngutúra og myndaferðir.
Norðurljósin á föstudagskvöldið
Sólarupprás og snjókoma við Úlfarsfellið í janúar.
Garðhúsgögnin á kafi í snjó í garðinum.
Sólsetur við Kringluna í Janúar.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís. FLottar myndir. Er hnéið alveg að drepa þig??? ég er í pásu í tiltektinni, vinn í 20 mín hvíli í 20 mín, þannig hefst þetta. Annars hvorki skúra ég eða þurrka af, þrífukonan kemur í fyrramálið að gera það, ég er bara að gera klárt í solleiðis. Hafðu það gott elskan mín og þegar snjóa leysir hittumst við pottþétt. Knús til þín mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:15
Hæ, Ásdís mín, já verð að viðurkenna það að hnéið er að ganga frá mér, Gauti kemur að utan í lok vikunnar og ég fer í segulómunina á föstudaginn, þannig að ég vona að hann geti tekið mig í viðgerð sem fyrst. Já vona að við getum farið að hittast sem fyrst. Kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 15:30
Rosalega fallegar myndir hjá þér. Norðurljósin eru algerlega ótrúleg, ég fyllist alltaf jafnmikilli lotningu að sjá þessi dansandi ljós á himninum. En hefur aldrei tekist að mynda þau. Ertu með einhverja spes stillingu og tíma eða....?
Ég vona að þú farir að fá lausn með hnéð, þetta er ansi þreytandi til lengdar.
knús og huggs
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:21
Fallegar myndir hjá þér, sérstaklega þessi af norðurljósunum! Farðu vel með þig og hnéð
Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 21:47
Glæsilegar myndir hjá þér eins og ávallt Ingunn mín. Vildi að það væri bara hægt að "kyssábáttið" en Gauti er líklega bestur í því Farðu eins vel með þíg og hægt er
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:09
flottar myndir...settu bara frostlög á hnéð þá kemur þetta
Ólafur fannberg, 6.2.2008 kl. 14:05
Þetta eru alveg geðveikar myndir hja þer, þu ert snillingur a myndavelinni það er ekki spurning.
Leiðinlegt að heyra hvað það gengur erfiðlega með hneð, það þyðir vist litið fyrir mig að segja þer að fara varlega. En farðu samt varlega og vel með þig.
Linda litla, 6.2.2008 kl. 14:15
Hæ! Litla dúllan að sofa með medalíuna sína,,,,,,svo sætt.
Myndirnar þínar eru stórkostlegar.
Skrambans hnéð.....vertu stillt.
Solla Guðjóns, 7.2.2008 kl. 00:12
Mér finnst þessi af símalínunni vera alveg svakalega flott... þú ert virkilega fær ljósmyndari
Brynjar Jóhannsson, 7.2.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.