13.2.2008 | 11:08
Ofbeldi í handboltaleik Fram og KA
Fórum í gærkvöldið á handboltaleikinn hjá Fram í Safamýrinni þar sem þeir tóku á móti KA. Auðvitað vann Fram 27-24 og eru því komnir í úrslitin um Eimskipsbikarinn, sá leikur verður í Laugardalnum 1. mars og spila þeir á móti Val.
Það var rosaleg stemmning í Safamýrinni. Leikurinn var grófur og stundum langaði manni inn á og tala við blessuðu dómarana, sem oft á tíðum sáu ekki virkilega ljót brot og stundum dæmdu þeir brot sem ekki áttu sér stað.
Dómararnir gáfu Jankovich hjá KA rautt spjald fyrir að ýta og kýla Andra Berg undir lok síðari hálfleiks, en það skammarlegasta var að þeir dæmdu rautt spjald á Andra Berg líka. Ég skildi ekki þann dóm, að dæma rautt spjald á hann fyrir að vera kýldur.
Dómarar; Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson.
Eftirlitsdómari: Guðjón L. Sigurðsson.
Þetta eru dómararnir sem dæmdu leikinn í gær og reikna ég með því að Fram geri eitthvað mál út af þessum dómi. Það sem fer mest í mig er að fara með börnin mín á handboltaleik og þau þurfa að horfa upp á hreint og beint ofbeldi og óréttlæti á slíkum leik. Þetta brot hjá Jankovich var það gróft að mitt álit er það að hann á ekki að fá að spila handbolta meir, alla vega ekki hér á landi og vona ég að HSÍ geri eitthvað varðandi þetta brot hans. Brotið hans var hreint og beint ofbeldi og árás, sem á alls ekki að sjást í handbolta, nema að það á að fara að banna aðgang barna á slíka íþróttaleiki hér á Íslandi.
Hér er hægt að sjá videó af brotinu hjá Jankovich, þar sem hann fær réttilega rauða spjaldið og svo fær Andri Bergs hjá Fram rautt spjald honum til samlætis.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara harka í leiknum
Ólafur fannberg, 13.2.2008 kl. 11:47
Alltaf leiðinlegt að horfa á ofbeldisfullan leik. Ætla sko örugglega að horfa á Valur-Fram. Kveðja inn í daginn til þín vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:18
Þetta er ekki fallegt að sjá. Sendi þér góðar kveðjur mín kæra
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:36
Ljótt að sjá og á ekki að líðast.Ekki góð fyrirmynd
Fram-Valur verður eflaust eftirminnilegur leikur eins og fyrir tíu árum eða svo.Hlakka til að sjá hann.
Knús
Solla Guðjóns, 13.2.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.