Aftur!!!

Jæja doksi hringdi í gær og sagði mér hvernig segulómunin af hnénu kom út. Mér sem sagt tókst að rífa báða liðþófa með þessu frábæra áramótastökki og flótta undan brjálaðri rakettu sem hvergi fórWink, ég var ekki einu sinni búin að fá mér neitt sterkara að drekka en coca cola.

Þannig að doksi ætlar að munda hnífinn á hnéið aftur á þriðjudaginn, og þar með er aftur smá hækjutími í vændumW00t En ég er ákveðin í því að fikta ekkert með flugeldana eftir þessa aðgerðLoL reyni að vera róleg og stillt í smá tíma, svo ég fari nú að komast aftur á flakk með myndavélina og jafnvel geti farið að taka aftur smá þátt í handboltanum með börnunum. 

Það þýðir víst ekkert að röfla yfir því að þurfa að fara aftur í aðgerð, svona atvinnusjúklingar eins og ég er orðin svo vön þessu að þetta er næstum bara eins og að skreppa í búðinaWhistling Skreppi bara í aðgerðina um morguninn og er líklegast kominn heim fyrir hádegið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, mikið var þetta ergilegt. En vonandi verður allt gott eftir næsta skurð.  Farðu nú vel með þig dúllan mín. ÉG er enn að bíða eftir símtali frá Gauta, hann er að athuga málið. Kær kveðja til þín elsku Ingunn og farðu nú reglulega vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Kær kveðja og gangi þér vel Láttu nú allt hástökk vera hehehe...

Ólafur fannberg, 14.2.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Linda litla

Jæja góða, svo þér tókst að rífa báða liðþófana. Sko núna verður Linda reið..... það er eins gott fyrir þig að fara vel með þig eftir aðgerðina á þriðjudaginn. Ekkert hástökk, engin hlaup og bara enga leikfimi mín kæra, bara fara vel með sig.

Vonandi gengur aðgerðið vel á þriðjudaginn, og í guðanna bænum Ingunn mín, farðu vel með þig.

Kveðja frá Lindu litlu freku og stjórnsömu (sem er samt alveg meinlaus og góð)

Linda litla, 14.2.2008 kl. 11:13

4 identicon

Ja hérna megin!  Ég get ekki lýst því samt hvað ég er fegin að áramótin eru ekkert á næstunni, enginn rakettuflótti framundan   Elsku Ingunn mín, gangi þér ofsalega vel í þessu og ekkert fara að lengja þetta tímabil óþarflega í framhaldinu.....  Kossar og knús, Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 37901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband