14.2.2008 | 12:08
Nei, matarútgjöld hafa hækkað
Andrés Magnússon framkvæmdarstjóri FÍS segir að matvöruverð muni hækka í fyrirsjáanlegri framtíð. Það rétta er að matvöruverð er búið að hækka all verulega síðan um áramótin, eða reyndar byrjuðu framleiðendur að hækka vörur sínar aðeins í fyrra rétt fyrir lækkun á virðisaukaskatts lækkunni og hafa svo haldið áfram að hækka síðan þá.
Nokkrum sinnum hef ég farið í Hagkaup að versla það sem ég fæ ekki í Bónus og undanteknngarlaust er verðið á sumum vörum hærra á kassa en í hillum. Það munar ekki bara 1-3 krónum, nei, það munar 20 krónum. Svo er Hagkaup stundum með lækkun á kjötvörum og oft hef ég lent í því að sú lækkun eða afsláttur kemur ekki fram þegar komið er á kassa og þá þarf misgáfaða starfsfólkið á kassanum að fara að rembast við að reikna út afsláttinn handvirkt með vasareikni til að endurgreiða mér mismuninn. Þetta ferli getur alveg tekið allt að 10 mínútum, þar sem eins og ég segi að um misgáfað starsfólk er að ræða. Oft þarf maður að fara á þjónustuborðið til að fá vöruverð leiðrétt, ég held svei mér þá að starfsfólkið sem er þar hafa ekki lesið eða skilji bara alls ekki það sem stendur á skiltinu fyrir aftan það ÞJÓNUSTUBORÐ.
Það eru sumar vörur sem ég bara fæ ekki í Bónus og í gær ákvað ég að fara í Nettó í Mjóddinni þar sem ég veit að þar fæ ég þær vörur sem mig vantaði, nennti bara engann vegin að fara í Hagkaup. Þar skoða ég náttúrulega verðið eins og alltaf og þar þurfti ég ekki að láta leiðrétta neitt, það verð sem stóð á hillunum var enn það sama þegar ég kom á kassann. Sem dæmi um vörur sem ég keypti þar í staðinn fyrir í Hagkaup, var Hunts tómatsósa í dós í Nettó kostaði dósin 99 kr. en í Hagkaup kostar hún 139 kr, munar sem sagt 40 krónum, svo keypti ég súkkulaði Cappuchino sem kostaði 318 kr í Nettó en hilluverðið í Hagkaup segir 339kr en á kassa kostar það 359 kr.
Hagkaup mætti alveg taka sig á hvað varðar verðmerkingar. Ég er allavega alltaf á varðbergi þegar ég versla þar og fer alltaf yfir strimilinn, en hef tekið eftir því hvað það eru margir sem taka ekki einu sinni við strimlinum. Hvað ætli Hagkaup græði mikið á þeim viðskiptavinum. Það eru ansi margir 100 kallarnir sem þeir ná að stela af fólki með röngum verðmerkingum.
Matarútgjöld munu hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
allt hækkar nema launin
Ólafur fannberg, 14.2.2008 kl. 12:40
Matur, bensín og allt dótið hækkar um 5-20% en svo er verið að berjast fyrir 4-6% launahækkunn Sú launahækkunn er löngu farin í allar hækkanirnar áður en hún kemur í launaumslagið og gott betur enn það.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.2.2008 kl. 12:54
Maður finnur sko vel fyrir hærra matarverði og bara hækkunum á öllu nema laununum.
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 20:15
Það er eins gott að fylgjast vel með hillu og kassa verði, oft munur þar á. Þetta hækkar of mikið og allt gert til að reyna að plata kúnnann.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:44
Það er ótrúlegt hvað verslanirnar leyfa sér að hafa mismun á verði í hillu og kassa. Svo ef fólk er vakandi og vill fá að greiða rétt verð fyrir vöruna er það bara vesen. Fáir nenna að standa í veseni, allir að flýta sér, og þetta vita verslunareigendur. Þeir græða, hvernig sem á það er litið. Það er bara einn og einn svona eins og þú Ingunn mín sem nennir að standa í þessu. Annars sendi ég þér "high five" fyrir dugnað í þessum málum!!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.