19.2.2008 | 17:00
Allt gekk mjög vel.
Kom heim rétt eftir hádegið og ákvað að vera stillt og fór beint í rúmið og náði að sofa aðeins. Karlinn farin með börnin á handboltaæfingar, þannig að nú er smá ró og næði, bara ég og unglingurinn heima að spjalla og hlusta á tónlist.
Aðgerðin gekk bara mjög vel, hnéið hreinsað af bólgum og flygsum frá rifnu liðþófunum, þannig að nú á allt að vera komið í lag. Svo framalega sem ég fari rólega næstu daga og noti hækjurnar og sleppi öllum leikfimisæfingum og hoppi
Mamma er búin að hringja tvisvar eftir hádegið til að athuga hvort ég er ekki örugglega að hvíla mig og taka því rólega. Reyndar er síminn búin að hringja ansi oft, fjölskyldan og vinir að athuga hvernig gekk, það versta er að maður á að reyna að hvíla sig eftir aðgerðina og sværfinguna, en það er bara frekar erfitt að hvíla sig og sofa þegar síminn hringir stöðugt
Jæja, held að ég fari að henda mér aðeins aftur upp í rúm, alla vega fram að kvöldmat. Vildi bara láta vita ykkur vita að allt gekk mjög vel.
Elsku bloggvinir, takk kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur, þið eruð öll æðisleg. Kíki á ykkur, þegar hausinn fer að virka betur.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
DROPPAÐI INN TIL AÐ SEGJA HÆ.BIÐ AÐ HEILSA KARLINUM ÞEIM ÓVIRKA HEHE
Ólafur fannberg, 19.2.2008 kl. 17:20
Frábært að allt gekk vel, mér líst vel á að þú eyðir tíma í rúminu. Farðu vel með þig Ingunn mín.
Linda litla, 19.2.2008 kl. 21:12
Æ hvað ég er fegin að þetta gekk vel. Ég held þú ættir að reyna að slökkva á símanum eða í það minnsta biðja hina í fjölskyldunni að svara og vera ekki að trufla þig. Þú þarft hvíldina krúsin mín. Svo er bara að muna að fara varlega. Það er alveg ástæða fyrir því að læknarnir gefi þau ráð ókei? Knús á þig
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:21
Mikið er nú gott að allt gekk vel. Þú átt að gera eins og ég með símann, stilli hann bara í gemsa bóndans og þá fæ ég frið. Farðu varlega elskan mín og vonandi lukkast þetta núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:07
Frábært hvað aðgerðin gekk vel Ingunn mín Vertu nú dugleg að hvíla þig elskan knússsss
Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:28
Alveg frábært að heyra að allt gekk vel. Nú er bara að sleppa öllum hoppum og svoleiðis
Knús og bestu slökunarkveðjur til þín Ingunn mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.