Á að vigta nærbuxnakaupin við heimkomu??????

Nýjar reglur Tollstjórans í Reykjavík sem tóku gildi 1.febrúar stór auka álögur á ferðamenn.  Fram kemur í 24stundir í dag að ferðamenn mega koma með samtals heil 3 kíló af matvælum og fatnaði til landsins. Áður fyrr þurftu ferðamenn að greiða 125 krónur á hvert umfram kíló.  Nú eru hins vegar komnar nýjar reglur, nú greiða ferðamenn minsmunandi háa tolla fyrir minsmunandi vöruflokka.

Gjaldið á kjötvörum er orðið 991 króna, eða áttfallt hærra en það var, fyrir hvert umfram kíló.

Gjaldið á osta er orðið 757 krónur, eða sexfallt hærra en það var, fyrir hvert umfram kíló.

Gjaldið á fatnað er 745 krónur, eða rúmlega sexfallt hærra en það var fyrir hvert umfram kíló, þ.m.t skór.

"Hugsunin á bak við þetta er að allir borgi sambærilegt verð. Þeir sem flytja inn matvæli, kúnnar þeirra og þeir sem geta keypt sér matvörur í útlöndum og tekið með sér heim," segir Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri Tollgæslunnar á Suðurnesjum.

Ætla tollverðir í Leifsstöð að fara að vigta nærbuxurnar sem maður kaupir sér erlendis og rukka svo 745 krónur fyrir hvert kíló af nærbuxum ?

Þvílíkt helvítis okur og skatta kjaftæði, þetta er eingöngu gert til að vernda okurverslunarverð á skerinu. Bölvaðir verslunareigendurnir eða ríkið mega ekki alls ekki tapa á því að Íslendingar fari erlendis og versla sér fatnað sem er fjórum til sex sinnum ódýrari hér heima. Nei, nú á að fara að vigta allt draslið og rukka fyrir það, það mun taka helvíti langan tíma að koamst í gegnum tollskoðunina á Leifsstöð héðan í frá.

Íslendingar mega ekki vera hagsýnir og spara með því að versla erlendis. Nei, það væri nú algjör glæpur.

Ég man ekki betur en að í viðtali við Björgvin Guðna Sigurðsson viðskiptaráðherra í haust, var hann að tala um að það þurfti nú að fara að skoða þessar tollareglur upp á nýtt, með tilliti til fjárhæðar sem Íslendingum er leifilegt að versla fyrir erlendis, það er að segja 46.000 króna markið. Hvernig væri það nú að hann færi nú að standa við þau orð sín og gera eitthvað í þessum málum, ekki bara tala heldur framkvæma. Er þetta kannski breytingarnar sem hann var að tala um, fara bara að borga kílóverð á allt sem er í ferðatöskunum.

Sem dæmi; hjón fara til Bandaríkjanna að versla föt á fjölskylduna, hvort um sig má hafa með sér tvær ferðatöskur, sem hver má vera 23 kíló það gerir 92 kíló, svo mega þau hafa flugfreyju tösku með sér um borð sem má vera 6 kíló, það gerir 12 kíló. Þannig að samtals mega hjónin hafa  104 kíló meðferðis, en samkvæmt reglum má hafa 3 kíló af fatnaði hvort þá getum við dregið 6 kíló frá, þá eru eftir 98 kíló, og samkvæmt þessum nýju reglum þá þurfa þau að borga 745 krónur x 98 kíló, sem gerir samtals 73.010 krónur í tolla.

Hvernig á svo að afgreiða það mál að það eru tvær mismunandi tollareglur í gildi, þú mátt versla tollfrjálst fyrir 46.000 krónur án þess að greiða tolla, en þú mátt bara hafa 3 kíló af fatnaði meðferðis tollfrjálst. Verður það bara geðþótta ákvörðun tollvarða hvorri reglunni verður farið eftir?

Svo spyr ég, getur Tollstjórinn í Reykjavík og Tollgæslan  í Leifsstöð ákveðið að breyta tollareglum , án þess að það er samþykkt á Alþingi??????????????

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo ótrúlega asnalegt.  Verð bara reið að lesa þetta, hrikalega bjánaleg lög. Ef maður má hafa tösku með 20 kílóum og þar af 3 í fötum, á maður þá að vera með 17 kiló af dópi til að borga fyrir tollinn.?? Æ, þetta er eitt af því sem ég nenni ekki að skilja.  Var einu sinni að koma frá Amsterdam úr fríi með börnin þá tvö og allt of mikið af dóti, Óskar var þá 2ja ára og sat í vagninum með dótinu á og svo svona rétt áður en ég kom að tollhliðinu kleip ég hann í fótinn og hann orgaði og þeir vorkenndu mér svo mikið að ég rúllaði beint í gegn. Hef aldrei haft samviskubit út af þessu  en ég er viss um að einhverjum myndi þykja ég vond móðir, en ég er nú margbúin að bæta honum þetta upp, það sást ekkert á honum  Heart Glasses góða helgi elskið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 37860

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband