DÓMUR: SÚR SIGUR Í GALLAMÁLINU GEGN BYGGINGARFÉLAGINU

Jæja, þá féll dómurinn í morgunn. Ég verð nú að segja það að mín tiltrú á dómskerfinu beið mikla hnekki í morgunn. Þetta var súr sigur og vægast sagt furðulegur dómur, þrátt fyrir að ég vann málið varðandi flest alla gallana í íbúðinni. Að mínu mati er dómsúrskurðurinn þversagnakendur. Mér voru dæmdar bætur vegna hinna ýmsu galla að upphæð 1.144.148 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 18.ágúst 2006, svo var byggingarfélagið dæmt til að greiða mér 800.000 krónur í málskostnað, en ég var dæmd til að greiða byggingarstjóranum 600.000 krónur í málskostnað þar sem hann var sýknaður af öllum kröfum. Þetta þýðir bætur og málskostnaður sem ég á að fá greitt nemur 1.944.148 og svo reiknast dráttarvextir á hluta kröfunnar, en frá þessu dregst svo málskostnaður sem mér ber að greiða byggingarstjóranu, þá eru 1.344.148 krónur eftir.

Matið á göllum á íbúðinni unnu 2 dómskvaddir matsmenn, það þýðir að Héraðsdómari skipar 2 menn til að meta gallana, þeim var sagt að gera ýtarlegt og faglegt mat. Sem þeir gerðu að mestu leiti. Sú matsgerð kostaði mig 737.040 krónur. Þeirra mat á göllunum hljóðaði upp á tæpar 2,2 milljónir, svo bættist við þá kröfu vegna þess að við fengum ekki réttar höldur á fataskápa og eldhúsinnréttingu, þannig að heildarkrafan hljóðaði upp á 2.646.947 krónur. Málskostnaður hjá mér vegna lögræðinga var komið rétt yfir 900.00 krónur,kostnaður vegna matsgerðar dómskvaddra matsmanna og annara aðila var komin í ásamt innheimtukostnaði sem ég greiddi, þegar þeir stefndu mér vegna lokagreiðslunnar var komin í tæpar 1.148.000 krónur. Heildarkostnaður hjá mér við málaferlið er því rúmar 2 milljónir.  Alls hljómaði krafan mín upp á 4.438.667 krónur, það eru bætur ásamt kostnaði og svo bætast dráttarvextir við.

Þannig að mér eru dæmdar bætur sem eru rétt um 43% af matinu vegna gallana. Og svo er málskostnaðurinn sem ég mun sitja eftir með þegar ég hef greitt byggingarstjóranum, heilar 200.000 krónur, sem er rétt um 10% af útlögðum kostnaði hjá mér við þetta mál.

Samkvæmt byggingarreglugerðum ber byggingarsjóri ábyrgð á því að húsið er byggt samkvæmt reglugerðum og samþykktum teikningum. En hann var sýknaður af öllum kröfum.

Í dóminum stendur á bls.5

"Stefnandi kveðst telja byggingarstjórann samábyrgan seljanda þar sem hann beri ábyrgð á því samkvæmt 2. mgr. 32. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir." 

Í lið 9. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða utanhús

" Samkvæmt byggingarreglugerð grein 203.1 skulu skábrautir fyrir umferð í hjólastól að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Matsmenn fundu út að kafli á bílastæði næst inngangi íbúðarinnar væri 1:8,7 og halli á gangstétt frá efri brún á kantsteini við götu og á móts við húshorn væri 1:9,8 en halli þaðan og á móts við útidyr íbúðar 1:27 eða minna" 

" Að þessu virtu er það niðurstaða dómsins að við gerð bílastæðis og gangstétt að húsi hafi verið gengið á svig við fyrrgreint ákvæði byggingarreglugerðar og því sé fasteigninni ábótavant að þessu leyti" 

Þarna kemur þversagnarkendi dómurinn inn í málið að minni meiningu, byggingarstjórinn sýknaður.

"Með hliðsjón af því sem að framan er rakið þykir ekki annað komið fram en að umrædd fasteign hafi verið byggð í samræmi við þessi ákvæði að því undandskyldu að því hefur verið slegið föstu að fasteigninni hafi verið áfátt að því leyti að halli á bílastæði og lóð hafi verið mun meiri en kröfur byggingarreglugerðar segja til um." 

Íbúðin var í byggingu þegar við keyptum hana, og þær teikningar sem við fengum og er samþykktar hjá Byggingarfulltrúa Ríkisins, eru þær að íbúðin á að vera fyrir fatlaða, það þýðir hurðir skuli ekki vera minni en 90 cm, við erum með 3 þannig hurðar en allar hinar eru minni. Þeir eru sýknaðir af þessari kröfu þar sem dómarar segja það óumdeilt að íbúð stefnanda er hönnuð með þessar þarfi í huga og verður ekki af gögnum málsins annað ráðið en að hana megi innrétta samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra.

Þetta finnst mér vera í hæsta máta fáránlegt, ég kaupi íbúð og fæ teikningar sem búið er að  stimpla og samþykkja að íbúðin sé fyrir fatlaða, þar af leiðandi þurfa hurðargöt að vera 90cm.  Eins og ég segi, eru 3 hurðar 90 cm breiðar hinar hurðarnar eru 80 cm og ein þeirra er 60cm. Þannig að ég kaupi íbúð fyrir fatlaða og það er svo mitt vandamál að fara að brjóta og stækka hurðargötin til að íbúðin verði eins og ég taldi mig hafa keypt hana. Þröskuldar eða uppstig í aðalútidyrum húss fyrir fatlaða skulu ekki vera hærri en 25mm, þröskuldurinn í útidyrahurð hjá mér mældist 60mm inni en 90mm utan frá. 

Hér er linkurinn á dómsúrskurðinn 

Eins og ég segji, jú ég vann málið, en djöfulli er þetta súr sigur.  Það er svo margt sem mig virkilega langar að segja, en það er ekki þorandi. Ég er alls ekki sátt við þennan dóm, sem er frekar  illa lyktandi, að mínu mati.  En ég er alls ekki hlutlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö.... er þetta ergilegt á margan hátt, súr sigur þegar maður í raun getur ekki fengið það sem manni var lofað.  Vona bara að þú jafnir þig með tímanum á þessum úrskurðu, en mikið ands. er þetta ergilegt.  Fyrirgefðu orðbragðið

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Kjartan D Kjartansson

Ja nú er bleik brugði  og hvað var þá endanleg upphæð í þinn vasa eftir allt og allt.

Kjartan D Kjartansson, 27.2.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Já er ferlega fúl yfir þessum sigri, ég er að pæla í að fara með þetta lengra. Heildarupphæðin yrði um 1.750.000 krónur, en útlagður kostnaður var rúmar 2 milljónir þannig að ég sit eftir með tap, en ekki sigur

Ingunn Jóna Gísladóttir, 27.2.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eftir lestur pistisins, segi ég er nokkuð vit í öðru en að halda málinu áfram alla leið í Hæstarétt.

Eiríkur Harðarson, 28.2.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm heldur betur súr sigur

Ólafur fannberg, 28.2.2008 kl. 06:57

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég á ekki til orð........þessi dómur segir manni nú bara að maður eigi að halda kj....og sætta sig við það sem maður þó hefur........Til hvers héldu þessir menn að væri verið að fara í mál.......Kannaðu að fara í hæstarétt.....

En knús á þig dúlla

Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband