Til hvers eru Byggingarreglugerðir???

Ákvað að blogga ekki á meðan ég væri reið út af málinu, gæti sagt eitthvað eða skrifað eitthvað sem er ekki prenthæft, né þorandi að segja opinberlega.

Í gær sagði ég lögfræðingnum mínum að ég sætti mig alls ekki við niðurstöðuna í Héraðsdómi Reykjavíkur og sagði að ég vildi og ætla mér að fara lengra með málið, ég er allt of þrjósk til að taka þessari ölmussu og samþykkja þversagnakenndan dóm í málinu. Lögfræðingurinn sagði mér að taka mér nokkra daga til að hugsa málið, og að hann ætlar að láta sína samstarfsfélaga lesa yfir dóminn til að ákveða framhaldið.

Í dag er ég búin að lesa yfir dóminn almennilega og lesa allar byggingarreglugerðir fram og aftur. Ég er búin að velta því mikið fyrir mér og er orðin alveg samfærð um að fara með málið fyrir Hæstarétt.

Til hvers eru byggingarreglugerðir????? Eru þær ekki settar til að framfylgja þeim??? Þurfa byggingarfélög ekki að fylgja þeim eða vinna eftir þeim????? Hver á að sjá um að þeim er framfylgt????

Hvernig getur dómari sýkna byggingarstjóra, byggingarstjóra sem á að bera ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við byggingarreglugerðir, en gerir það ekki?  Ef byggingarstjóri framfylgir ekki byggingarreglugerðum, eins og kemur fram í dóminum sem féll í gær, varðandi aðgengi fatlaðra fyrir utan húsið og á bílastæðinu, það er viðurkennt að það var ekki gert, mér voru dæmdar bætur vegna þess galla, en samt er byggingarstjórinn sýknaður og talinn hafa framfylgt byggingarreglugerðum. Þar af leiðandi á ég að greiða honum 600.000 krónur, út af því að hann var sýknaður. Dómarinn telur sem sagt allt í lagi að sá sem ber ábyrgðina á að þessum málum, fari ekki eftir byggingarreglugerðum.

Rakaskemmdirnar í íbúðinni, tel ég vera galli. Það eru allir sammála um það að rakaskemmdir teljast galli, en ég fæ ekki bætur út af þeim galla þar sem ég get ekki sagt né sannað hvaðan vatnið kemur. Það er mitt að sanna þann galla, hvers vegna vatnið kemur inn, það er víst ekki nóg að gallinn er í íbúðinni og hefur verið frá upphafi.

Ætli það sé vani hjá JB Byggingarfélaginu að setja mismunandi stærðir hurða í sömu íbúðina? Af hverju ætli það hafi verið gert? Voru ekki til nógu margar innihurðir í sömu stærð?  Þetta er staðreyndin í minni íbúð, mismunandi stærðir hurða, þetta fæ ég ekki bætur fyrir, þetta telja dómararnir greinilega vera eðlilegt. Kannski er þetta í tísku?Wink

Innréttignarnar í eldhúsinu og fataskápar eru ekki með þeim höldum sem við pöntuðum, við pöntuðum 15 cm höldur, en þeir setja 30 cm höldur á fyrir mistök. Þetta eiga þeir ekki heldur að borga okkur bætur fyrir, við eigum bara að sætta okkur við eitthvað annað en við pöntuðum. 

Það er svipað og ég færi og pantaði mér Bláan Bens, en fengi afgreiddan gulan Skoda. Ætti ég bara að sætta mig við það???? Mundir þú sætta þig við það????? Það var smá dæld í bílnum mínum þegar ég keypti hann, það var sko ekkert vesen eða mál út af því, það var bara lagað, strax. En bílinn kostaði bara 10% af því sem íbúðin kostaði.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta er örugglega einhver klíkuskapur hjá dómaranum

Ólafur fannberg, 28.2.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. skil ég að þú sért ergileg, ég væri hund pirruð.  Gauti hringdi í mig í dag, hann ætlar að sprauta deyfiefni inn í mjöðmina með astoð svæfingarlæknis og röntgentækis á skurðstofunni í Orkuhúsinu á næsta fimmtud.  Vonandi lagast ég eitthva. Góða helgi  Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ Ingunn, þetta er leiðindamál. Bæði er erfitt að sætta sig við ósanngjarnan dóm og líka hundleiðinlegt að fara aftur að standa í dómsmáli ef þú áfrýjar. Passaðu bara að stappa ekki niður fótum eða hoppa hæð þína vegna þessa ....

Bestu kveðjur Ingunn mín 

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið skil ég þig að vera pirruð!! ég myndi sko ekki sætta mig við þetta og ekki hætta fyrr en ég fengi þetta bætt en svo er bara svo erfitt að berjast við þessi byggingarfyrirtæki, þetta lið er allt með hvert annað í vasanum, það virðist allt ganga út á einhverja bitlinga í dag.

En gangi þér vel ef þú ákveður að halda áfram

Huld S. Ringsted, 29.2.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 1.3.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 37860

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband