Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi búin og komin laugardagur. Dagurinn í gær var það langur að hann var vel nýttur, öllu stóðinu troðið inn í bíl ásamt myndavél og svo var brunað af stað austur á Þorlákshöfn. Þar var Zordís bloggari með stórglæsilega listasýningu og fjöldi bloggara á svæðinu. Mikið ofboðslega var gaman að sjá netvinina, þeir eru allir þrælhressir og ansi skemmtilegt að hitta loksins fólkið og spjalla við þá. Vorum aðeins sein í því og misstum af nokkrum bloggvinum sem hefði verið gaman að hitta. Eftir sýninguna keyrðum við meðfram sjónum og hleyptum stóðinu út að leika sér, ekki voru grislingarnir lengi að hlaupa niður í fjöruna og bleyta sig, en þau voru sæl og kát með að hlaupa undan öldunum og fíflast aðeins úti. Svo var kíkt í kaffi til Ásdísar bloggvinkonu og húsbandsins hennar á Selfossi, börnin kolféllu fyrir Bóthildi, það er kötturinn þeirra.

512_IMG_0810

 

 

Grislingarnir komnir í bílinn og stefnan tekin á Þorlákshöfn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_0827

 

 

Ég að spjalla við Zordísi, sem er æðisleg listakona.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_0835

 

 

 

 

Ég og Solla að spjalla, það tók smá tíma að kveðja bloggvinina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_0870

 

 

 

 

 Börnin þurftu aðeins að fá að hlaupa og leika sér og bleyta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_0878

 

 

 

 

Heima hjá Ásdísi og húsbandinu hennar, allir að horfa á Bóthildi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_0881

 

 

 

 

 

 

Ásdís að hjálpa Anítu að halda á Bóthildi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég sé að þetta hefur verið vel heppnaður dagur hjá ykkur.

Linda litla, 22.3.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég sem missti af öllu dem

Ólafur fannberg, 22.3.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta var snilladar dagur og virkilega gaman að hitta þig og fjölskyldu þína......

Við hefðum getað talað endalaust saman og gerum það seinna

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: www.zordis.com

Bestu þakkir fyrir komuna!  Hún Sollan okkar er alveg frábær kjéddling!  Gaman að hitta þig og ég var lengi að bræða með mér hver þú ert!

Frábært að hitta þig og fjölskylduna.  Verst hvað lítill tími gafst í spjall en það tek ég síðar, eða í sumar bara.

www.zordis.com, 23.3.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband