Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
17.10.2007 | 23:32
Hjálpið lífeyrisþegurm með undirskriftarlistann
Var að frétta frá einum sem var að skrá sig á undirskriftarlistann, það eru komnar 224 undirskriftir. Það er svo misskilið að líf sem öryrki er eitthvað sældarlíf, það er reyndar fullt starf að vera öryrki. Það er endalaus barátta við kerfið um hverja krónu, baráttan við að halda heilsu og að reyna að útiloka eða hunsa verkina.
Ég er ekki öryrki af ég vill vera það, en slysin gerðu ekki boð á undan sér og það er reyndar fokdýrt að vera öryrki, lækniskostnaður, þjálfun, lyf og fleirra.
Þó að þú ert ekki lífeyrisþegi, þá kemur að þér að einhverntíman og þá væri mjög gott fyrir þig að það eru einhverjir sem eru búnir að berjast við þetta kerfi fyrir þig, þannig að þín undirskrift og aðstoð væri vel þegin.
Mín reynsla er sú að þú þarft næstum því að vera útlærður félagsráðgjafi til að standa í öllu því veseni sem fylgir því að vera lífeyrisþegi.
Ég fékk bréf eins og mörg hundruð aðrir öryrkjar sem stöndum í skuld við TR, ásamt því að lífeyrissjóðurinn Gildi ætlar að lækka lífeyrisgreiðslurnar mínar um 24.500 kr á mánuði. Vinnandi fólk getur þó farið og beðið um launahækkun eða unnið meira ef illa stendur á, það getum við ekki, heldur er verið að skerða okkar greiðslur alls staðar í einu og við höfuð lítið sem ekkert um það að segja.
Bloggvinir mínir hér til hliðar hún Heiða Björk http://fjoryrkjar.blog.is og hún Ásdís http://asdisomar.blog.is vöktu mína athygli á þessu í dag.
HJÁLPIÐ OKKUR OG SENDIÐ ÞETTA TIL ALLRA SEM ÞIÐ ÞEKKIÐ.
http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 16:02
Öryrkjar, Undirskriftarlisti
Kæru bloggarar, vil benda ykkur á nýjan bloggara sem heitir Heiða Björk og er öryrki sem er farinn af stað með undirskriftarlista í tengslum við haustkveðjurnar sem við lífeyrisþegarnir fáum á hverju hausti frá TR og sum okkar eru svo heppin að fá jafn skemmtilegt bréf frá lífeyrissjóðunum. Þannig að allt bendir til að allir leggjast á eitt að sjá til þess að lífeyrisþegar muni eiga æðisleg jól. Endilega kíkið á síðuna hennar og skrifið ykkur á undirskriftarlistann hjá henni. Bloggið hennar heitir http://fjoryrkjar.blog.is og undirskriftarlistinn hjá henni er á http://www.petitiononline.com/lidsauki/
ALLIR AÐ SKRIFA 'A UNDIRSKRIFTARLISTANN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2007 | 11:40
Gott hjá Degi, lausnin er launahækkun!!!!!!
Það er ekki alveg rétt hjá Degi að leikskólamálin hafi ekki fengið mikla athygli, því það er búið að vera að tala um þessi mál ansi mikið seinasta eitt og hálft árið.
Nú er bara komið að því að hætta að tala endalaust um þessi mál og fara að framkvæma og laga hlutina. Hækka launin og þá fara hlutirnir að breytast, það þýðir ekkert að tala bara um hlutina.
Ég er svo ótrúlega heppin að á leikskólanum hjá dóttir minni hefur aldrei verið nein mannekla, enda frábær leikskólastjóri og allt starfsfólkið æðislegt, það hefur mjög mikið að segja og ég treysti starfsfólkinu fyrir lífi og heilsu dóttur minnar. Ég verð bara að segja það að starfsfólki leikskólana eru ekki borguð laun í samræmi við þá ábyrgð sem það ber, það er lífi og velferð mörg þúsund barna á hverjum degi.
Borgarstjóri fundar um leikskólamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 01:01
Friðarsúlan virkar ekki í Reykjavík!!!!!
Guð minn góður hvað þetta er kaldhæðnislegt allt saman, þá á ég við allt þetta rugl varðandi Orkuveiturna, REI og allt það mál. Það var haldin stór athöfn í Viðey og kveikt á friðarsúlu og svo fer bara allt í bál og brand, greinilega of mikilli orku hleypt á þar. Reykjavík fór bara til fjandans við þetta. Friðarsúlan ekki að virka í henni Reykjavík.
Það virðist vera að þeir ríku verða ríkari og stela öllu steini léttara með aðstoð pólitískra vina, mig langar að eiga svona vini. En ég er bara öryrki og verð víst að sætta mig við það sem mér er rétt, á víst ekki nógu valda mikla vini, svo að ég verði rík
Það er ekki nokkur leið að vita hver er að ljúga og hver ekki, en mikið ofboðslega er mikil skítalykt af þessu öllu saman, það virðast vera að nokkri flokksbræður hans Bjössa í þessum hóp sem vilja ná sér í nokkrar auka krónur.
Ísland kemur vel út í alþjóðlegum könnunum varðandi spillingu, hver svara þeim könnunum? Hvernig eru þær gerðar, ég bara spyr? Þetta land er að verða svo spillt og siðblint að þetta er orðið ógeðslegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 23:45
Til hamingju.
Til hamingju með 5 ára afmælið.
Hjartanlega til hamingju með 5 ára afmælisdaginn, vona að þú hafir verið ánægð með afmælisdaginn þinn á leikskólanum og svo veislurnar hér heima í gær með allri fjölskyldunni og í dag með vinkonunum þínum af leikskólanum.
Geðveikt er stutt síðan þú komst í heiminn, en það er samt víst orðin 5 ár, þú ert nú meiri fjörkálfurinn og elskar að vera með fíflalæti og sýningar þannig að við hlægjum öll af þér, þú er yndisleg, og við elskum þig öll út af lífinu. En nú ætla ég að fara að hvíla mig, pínu þreytt eftir tveggja daga veisluhöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 14:05
Vona að hún standi sig í starfinu!!!
Ég vona svo sannarlega að Oddný Sturludóttir geri og framkvæmi eitthvað í nýju starfi, ekki veitir af. En ég verð að viðurkenna að flokksbróðir hennar hann Stefán Jón Hafstein stóð sig ekki vel hvað varðar leikskólamál og skólabyggingu hér í Staðarhverfinu. Korpuskóli sprunginn áður en hann var byggður og leikskólinn í bráðarbyrgðar húsnæði, þar sem leikskólinn átti að flytjast inn í Korpuskólann.
Það verður spennandi að sjá hvað Oddný ætlar að gera í þessum málum, og kannski að hún muni beita sér fyrir því að lesblindir fái þau hjálpartæki sem þeir þurfi á að halda til að geta lært og skilið það sem þeir eigi að læra samkvæmt lögum. Vona að Oddny sjá til þess að það verði lesblinduleiðrétting kennd í öllum grunnskólum í Reykjavík.
Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 11:41
Lesblinda er fötlun
Í gær skrifaði ég um umræður á alþingi varðandi lesblindu, þar sem Atli Gíslason leggur til að ríkið borgi fyrir lesblinduleiðréttingu. Ég hef lesið gunnskólalögin og þar stendur orðrétt varðandi:
HLUTVERK OG MARKMIÐ GRUNNSKÓLA
Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Grunnskólar eiga að taka við öllum börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt ogtilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburðargreind og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekktum byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Gunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi í grunnskólum og sveitarfélögum er skylt að sjá öllum nemendum fyrir viðeigandi námstækifærum.
Samkvæmt þessu tel ég að lesblindir eiga fá lesblinduleiðréttingu í skóla, það er skylda samkvæmt grunnskólalögunum. Þá er engin ástæða til þess að vera með einhverjar nefndir og framkvæmdarhópa til að vinna í þessum málum. Það á bara að framkvæma þá strax og hætta þessu bölvaða bruðli, því þessar nefndir og vinnuhópar kosta nú sitt. Það er engin ástæða að vera með einhverjar greiningar og gera svo ekkert í málunum.
Lesblinda er fötlun og hana þarf að vinna með og leiðrétta. Ekki eru umræður um það á Alþingi hvort ríkið eigi að greiða fyrir hjólastóla fyrir lamaða einstaklinga. Eða hvort það eigi að hafa blindraletur fyrir blinda og svo framvegis.
Lesblindir eru yfirleitt með mikið hærri greindarvísitölu en aðrir, en við erum að sóa þeim mannauði sem þau eru með því að neita þeim eða með því að veita þeim ekki þá kennslu sem þau þurfa á að halda. Þau eru með fötlun og fá ekki sín nauðsynlegu hjálpartæki.
Þarna er verið að brjóta á réttindum fatlaðra.
Þetta er brot á mannréttindum.
Þetta er brot á grunnskólalögunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 13:47
Lesblinda, kostar foreldra kvartmilljón
Ég var að lesa fréttablaðið og sá þar frétt um umræður á alþingi
Þingmaður vill að ríkið greiði kostnað vegna greiningar og leiðréttinga á lesblindu:
Kostar foreldra kvartmilljón
ALÞINGI. Ríkið á hiklaust að greiða kostnað við lesblinduleiðéttingu, og færa má rök fyrir því að það sé skylda grunn- og framhaldskóla að bjoða upp á slíkt, sagði Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna.
Atli vakti máls á lesblindu í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Hann spurði menntamálaráðherra hvort hún ætli að beita sér fyrir því að lesblindir nemendur í grunn- og framhaldskólum eigi kost á lesblinduleiðréttingu, sér og foreldrum sínum að kostnaðarlausu.
Kostnaður foreldra við greiningu og leiðréttingu fer nærri því að vera 250 þúsund krónur, sagði Atli. Mikilvægt sé að bjóða nemendum upp á leiðréttingu til þess að umbreyta náðargáfunni lesblindu í snilligáfu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að nefnd sem hún skipaði síðla árs í fyrra hafi lokið störfum, og framkvæmdahópur hafi í kjölfarið verið stofnaður til að koma tillögum nefndarinna í framkvæmd.
Ákveðið hafi verið að koma á fót heimasíðu um lestrarerfiðleika þar sem nemendur og foreldrar geta fengið upplýsingar. Auk þess hafi Námsmatsstofnun verið falið að breyta samræmdum prófum í grunnskóla þannig að þar sé skimað eftir lesblindu.
Alltaf þarf að skipa einhverjar nefndir og framkvæmdahópa sem kosta skattborgarana heilan helling, sem eru svo vita gagnslausar. Ákveðið var að koma á fót heimasíðu um lestrarerfiðleika, það er til mjög góð heimasíða um lesblindu og því er alveg óþarfi að gera aðra. Námsmatsstofnun falið að breyta samræmdu prófunum, hvaða gagn á að vera í því, þeir sem eru lesblindir geta ekki lesið og skilið þetta bölvaða próf. Þannig að það er alveg sama hvernig prófum, bókum og fleirra er breytt, þau eru verða lesblind með takmarkaðan skilning á því sem þau lesa, þar til lesblinduleiðrétting hefur farið fram.
Ég er búin að lesa mér mikið til um þetta, þó að ekkert af mínum börnum eru með lesblindu, og málið er bara það að við bókaormarnir erum of ferkönntuð til að skilja þá sem eru lesblindir og því tel ég að menntamálaráðherra ætti að kynna sér lesblinduna. Lesblindir eru yfirleitt með miklu hærri greindarvísitölu en við hin og það eru við læsa fólkið sem stöndum í vegi fyrir því að snilligáfa lesblindra komi í ljós. Allir kennarar eru bókaormar og skilja því ekki lesblinda nema þeir sem hafa lært lesblinduleiðréttingu. Lesblindir sjá allt í þrívídd og venjulegar hvítar bækur með svörtu letri, er það verst sem við látum lesblinda fá, stafirnir í bókunum eru á fleygiferð hjá þeim sem eru lesblindir og þess vegna eiga þeir erfitt með að vera kyrrir og lesa. Lesblindir eru snillingar með mikla náðargáfur en vegna skilningsleysis okkar hinna, þá líður þeim illa í skóla, hreint og beint hata skólagönguna og hætta í mörgum tilfellum eftir að skólaskyldunni líkur, og þó nokkrir þeirra hafa nú bara endað í vitleysu vegna vanlíða.
Það er okkar skylda að hjálpa lesblindum, það stendur nú bara í grunnskólalögunum, þannig að það er alger óþarfi að setja af stað nefndir og framkvæmdarhópa til að ræða þessi mál. Það á bara að borga fyrir lesblinduleiðréttinguna og það strax í dag, við eigum ekki að missa hugsanlega framtíðarsnillingana í dóp og vitleysu, út af nísku. Það eiga öll börn rétt á að fá menntun, og þá er tilgangslaust að láta lesblinda sitja í grunnskóla í 10 ár ef þeir fá ekki þessa nauðsynlegu leiðréttingu á lesblindunni.
Það er mannréttindarbrot af okkar hálfu að neita þeim um lesblinduleiðréttingu, svo að þau geti lesið og skilið það sem við eigum að læra í grunnskólum. Snilligáfan mun aldrei koma í ljós hjá þeim á meðan bókaormarnir neita lesblindum um þeirra hjálpartæki. LESBLINDULEIÐRÉTTINGU
Endilega kíkið á vefsíðuna http://www.lesblind.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 23:49
Frábært Framarar
Stelpur þið eruð frábærar, til hamingju með glæsilegan sigur.
Fram og Valur áfram í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 13:01
Conserta
Fyrir nokkrum árum síðan var ákveðið að senda elsta son minn í greiningu, honum gekk ekki nógu vel í skólanum og var oftast úti á þekju, og heima námið tók alltaf margar klukkustundir á dag og stundum fóru heilu helgarnar í heimanámið þar sem hann þurfti að vinna upp allt það sem hann kláraði ekki í skólanum. Umsjónarkennarinn hans ræddi við mig um þetta, hún var kennari af líf og sál sem hafði mikin áhuga á kennslunni, nemendunum og reyndar foreldrunum líka.
Ferlið fer í gang og byrjað er að vinna með drenginn, hann greinist með athyglisbrest, ég fer að lesa mér til um þetta allt saman, svo að ég sem móðir fari að skilja hvað er að hjá syni mínum og hvernig hann hugsar. Við vorum á mánaðarlegum fundum í skólanum og ræddum um hans mál og hvað var hægt að gera til að hjálpa honum svo að honum myndi ganga betur og líða betur í skólanum. Áþessum fundum var alltaf sagt að hann þurfti að fá stuðning og fara í sérkennslu til að vinna sig upp, en það var mjög takmörkuð aðstoð sem hann fékk, því alltaf var sama svarið EKKI TIL PENINGUR NÉ TÍMI. Umsjónarkennarinn hans tók hann í munnleg próf, þar sem honum gekk erfiðlega að koma sér í gang og halda athyglinni. Og einkunnirnar hans hækkuðu all hressilega, strákurinn kom heim með einkunnarblöðin um vorið og sagði "Ég er ekki heimskur" Guð minn góður, því líkt áfall fyrir mig að heyra hann segja þetta, þetta var sú tilfinning sem hann var búin að hafa fyrir sjálfum sér frá því að hann byrjaði í skólanum. Honum fannst hann vera HEIMSKUR OG LATUR.
Það tók tvö ár að komast að hjá sérfræðingi, ég var að vera geðveik á þessu öllu saman, en hringdi stöðugt og suðaði þar til hann komst loksins að. Ég og sonur minn vorum búin að ræða mjög mikið um athyglisbrest og ofvirkni og allt í tengslum við það. Hann var búin að taka þá ákvörðun að hann ætlaði ekki að láta setja sig á eitthvað DÓP eins og Rítalín, hann ætlaði ekki að enda sem einhver dópisti eins og hann sagði sjálfur, en umræðan í fjölmiðlunum á þeim tíma var alltaf sú að það var samhengi á milli þess að vera á Rítalíni og enda svo sem dópisti.
Sem sagt hann komst loksins að hjá sérfræðingi eftir langt ferli og ennþá lengri bið. Læknirinn spjallaði við okkur og talaði mikið við son minn og útskýrði sjúkdómin vel fyrir honum, svo var tekin sú ákvörðun að setja hann á lyf sem heitir Conserta. Það tók smá tíma að stilla hann af og finna rétta skammtinn fyrir hann.
Nú er hann búin að vera á Conserta í rúmlega eitt ár. Honum líður svo margfallt betur og gengur alveg frábærlega í skólanum, áður fyrr hataði hann skólann, nú hangir hann í skólanum í langan tíma eftir að skóldeginum lýkur. Hann hefur grennst um ansi mörg kíló, því eins og hann segir sjálfur þá er hann ekki lengur með þörf fyrir því að borða endalaust eins og áður, það er kannski ekki svo skrítið því hann var reyndar orðin þunglyndur á því að vera í skólanum, sitjandi þarna, með athyglina alls staðar annarsstaðar en við skólann og námsefnið. Oft sögðu kennarar við hann að vera ekki svona ferlega latur, en það voru kennarar sem höfðu engan skilning á ADD sjúkdóminum. Honum og reyndar allri fjölskyldunni líður bara svo miklu betur, honum finnst námið orðið svo auðvelt, það sést reyndar glögglega á einkunum hans, með yfir 8 meðaleinkunn. Núna er hann að stefna á það að taka samræmd próf í tungumálunum, ári á undan áætlun og hefur fulla getur til þess með einkunnir í tungumálum upp á 9,5
Conserta lyfið er alla vega að svínvirka á drenginn, og honum sjálfum líður svo miklu betur og sjálfsálit hans er oðið himinhátt, hann var niðurbrotinn, þunglyndur og fannst hann vera heimskur og latur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar