Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Thelma Rut varð önnur og mynd af Viktori?????

Ég var að skoða íþróttablað morgunblaðsins áðan og las fréttina um að Thelma Rut varð önnur fyrir æfingar á slá á Norður -  Evrópumótinu í áhaldafimleikum og hún varð í þriðja sæti í gólfæfingum. Til hamingju með góðan árangur Thelma.

Það sem sló mig og mér fannst svolítið skammarlegt er að fyrirsögnin segir "Thelma Rut varð önnur" og svo er mynd af Viktori Kristmannssyni. Á morgunblaðið ekki ekki mynd af Thelmu Rut og ef svo er ekki gætu ljósmyndarar mbl. þá ekki reynt að redda sér mynd af henni og hafa með fréttinni????? Væri ekki viðeigandi að hafa mynd af Thelmu þar sem fyrirsögnin er um hana.

Svo fór ég að skoða  íþróttablaðið betur og sá að af 22 myndum á íþróttasíðunum er 1 mynd af kvennmanniGetLost Ég er ekki feministi eða neitt svoleiðis, en mér finnst þetta alveg ferlega lélegt.

Morgunblaðið mætti alveg bæta úr þessu og hafa fleiri myndir af íþróttakonum í íþróttablaðinu. 


mbl.is Thelma Rut varð önnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar tími hlýtur að vera komin!!!!

Ég er ánægð með ÖBI og þann þrýsting sem þeir setja á stjórnvöld og lífeyrissjóðina.  Það er vonandi að stjórnvöld ætla loksins að fara að breyta og laga þetta flókna velferðarkerfi.

Helstu áherslur ÖBÍ eru að grunnlífeyrir (örorkulífeyrir) verði tvöfaldaður frá því sem nú er, en hann er í dag kr. 24.831 á mánuði. ÖBÍ vill að grunnlífeyririnn verði hækkaður upp í kr. 50.000 frá og með áramótum. Samanlagður grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag kr. 104.000 krónum en mundi eftir hækkun nema kr. 130.000. Þá er lögð áhersla á að skattleysismörk verði hækkuð upp í kr. 140.000 og að frítekjumark verði hækkað úr kr. 300.000 í kr. 900.000. Að lokum leggur ÖBÍ áherslu á að heilbrigðisþjónusta verði notendum að kostnaðarlausu.

Svo er bara spurning hvað lífeyrissjóðirnir ætla að gera. Á seinasta greiðsluseðli sem kom frá þeim stendur "Vinsamlegast athugið að síðasta óbreytta greiðsla á örorkulífeyri verður fyrir októbermánuð" það eina sem mér fannst vanta aftan við þessa tilkynningu frá lífeyrissjóðnum er "Vonum að þú megir svo eiga Gleðileg Jól"Angry  Október greiðslan er greidd 1. nóvember þannig að mín greiðsla verður tæpum 25.000 kr lægri þann 1.desember. Mig hlakkar svo til JólanaGrin

Örkyrkjar nú er bara um að gera að fara að láta heyra almennilega í sér. Það er alveg örugglega einhverjir öryrkjar, sem eru í þeim hópi að missa sínar íbúðir á uppboði í hverri viku. ÞRJÁR FJÖLSKYLDUR Á VIKU. 


mbl.is ÖBÍ fagnar stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Fram

Fórum í Safamýrina í gær og horfðum á Fram stelpurnar valta yfir Fylkir 30-18, þetta var frábær leikur og mjög skemmtilegur. Dómgæslan var svolítið spes en það breytti engu, Framararnir unnu og eru í efsta sæti.

Svo tóku strákarnir sig til í gærkvöldi og lögðu Stjörnuna með 31-28 og eru líka í efsta sæti deildarinnar.  

Svo er bara um að gera að halda efsta sætinu FRAMARARWizard


Hrokar í heilbrigðiskerfinu

Ég er búin að horfa á viðtölin við formann sálfræðingafélagsins Hr. Pétur Tyrfingsson, þar sem hann talar um kukl, skottulækningar og fjárploksstarfsemi. Þetta er nú meiri risaeðlan, hann heldur ábyggilega að jörðin er flöt. Þessi maður var sér og sinni stétt til háborinnar skammar.

En vandamálið í heilbrigðisgeiranum eru þau að þeir sem eru háskólamenntaðir telja sig vera yfir aðra hafna og vera alvitrir. Er hroki kenndur í Hákólanum?  Hroki er mjög algengt vandamál hjá læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 

Læknar og fleirri innan heilbrigðiskerfisins, telja að allt sem er ekki hægt að læra í Hákólanum á Íslandi er bara kukl, til dæmis nudd, höfuð,beina og spjaldhryggsjöfnun, hnykkur, nálastungur og fleirra. Í flestum löndum eru þetta viðurkenndar meðferðir og oft á tíðum eru þessar meðferðir notaðar inn spítalanna og mælt með því af læknum, eins og á norðurlöndunum.

Ef sálfræðingar væru svona gagnlegir, af hverju erum við Íslendingar með himin há útgjöld vegna þunglyndis- og geðlyfja? Eru sálfræðingar farnir að notast svo mikið við ÖMMUSÁlFRÆÐINA eins og Pétur Tyrfingsson segist gera, er ömmusálfræðin kennd í Háskólanum? Ef sálfræðingar eru svona færir, af hverju er þá svona margir Íslendingar á geðlyfjum?

Þetta er algengasta og þægilegasta og ofnotaðasta meðferðir hjá læknum, að hlusta ekki á sjúklingana og afgreiða flesta kvilla með lyfjum.

 Ég hef ekki heyrt um nein dauðsföll vegna óhefðbundinna lækninga, en mistök hjá læknum og öðru starfsfólki innan heilbrigðisstofnanna hafa valdið mörgum sjúklingum örorku og dauða.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband