Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Öfgar í veðrinu

Mér finnst fréttirnar í dag hafa verið jafn ömurlegar og veðrið, þannig að ég hef ekki nennt að blogga í dag.  ÞunglyndislegtSick

Veðrið í gær. 

512_IMG_6350

Veðrið í dag 

512_IMG_6366

Það er skammt öfganna á milli, veðrið í gær alveg Guðdómlegt en veðrið í dag minnti mig á veðrið eins og það er oft í Færeyjum, ohhhh mig langar þangað að hitt fjölskylduna, 3 ár síðan víð fórum þangað seinast.


Myndir úr Borgarfirðinum

Hjálparfoss

Við Barnafossa

Við Barnafossa

Við Barnafossa

Við Barnafossa

Nokkrar náttúrumyndir sem ég tók í Borgarfirðinum í júlí í sumar. Íslenska náttúran er svo falleg. 


Þvílík bilun

Í blaðinu 24 stundir var frétt á forsíðunni með fyrirsögninni "SJÖTTA ÞYKKASTA VESKIÐ" Átti þessi frétt að sína fram á það hvað Íslendingar hafa það gott? Ráðstöfunartekjur eftir skatta 1,8 milljón á ári, það samsvarar 150.000 kr á mánuði, eða 300.000 kr hjá hjónum. En það kemur líka framm í fréttinni að bak við þessar tölur eru Íslendingar að vinna sem samsvarar 25% fleirri vinnutíma en hinar þjóðirnar, sem er það sama og ein auka vinnuvika á mánuði.

Þannig að miðað við þessa frétt getur ekki nokkur Íslendingur keypt sér þak yfir höfuðið, sérstaklega þegar við skoðum dæmið sem var í blöðunum í dag, hjón með 2 börn þurfa að hafa 680.000 kr í mánaðalaun til að kaupa þriggja herbergja íbúð. Að vísu kemur fram að hjónin voru greinilega ekki búin að spara saman neitt upp í útborgun á íbúð. En ef meðaltalslaunin eftir skatta til að ná því að vera í með sjötta þykkasta veskið eru heilar 300.000 kr, þá er það augljóst að það getur ekki verið auðvelt að leggja mikið til hliðar í sparnað.

Ég held að það fer ekkert á milli mála að þetta þjóðfélag er að fara til andskotans, með þessu áframhaldi, þá verðum við fátækasta landið í Evrópu. Við eigum í raun ekkert af því sem við þykjumst eiga. Við skuldum fyrir það allt saman.

Allt er verðtryggt nema launin, vsk-urinn var lækkaður á matvörum, en verðið er hægt og rólega að hækka aftur og fer að ná því sem það var fyrir lækkun á vsk. Við erum með hæsta verð bensín og dísel í heiminum.

Vextir á íbúðarlánum eru 5,3% hjá íbúðarlánasjóði og upp í 7,15% hjá bönkunum og svo verðtryggingin. 

Bílalán eru með 8,95% vext og verðtryggingu, óverðtryggð bílalán eru með 16% vexti.

Vísa lán og raðgreiðslur eru með 17,75% vexti og 2% lántökugjald.

Vextir á yfirdráttarlán eru frá 18,7% og upp í 24,5% eftir bankastofnunum. 

Stýrivextir Seðlabankans eru 13,75% og dráttavextir eru 24%

Stór hluti þjóðarinnar eru með raðgreiðslur, bílalán, yfirdráttarlán, íbúðarlán og á erfitt með að standa skil á þessu öllu og eru þar af leiðandi að greiða 25% dráttarvexti líka. 

Er það skrítið að Íslendingar eru endalaust að væla og kvarta hvað lífið er erfitt, tölurnar hér fyrir ofan eru staðreynd, en það stoppar ekki Íslendinga í þeirri verslunargleði og eyðslu sem er í gangi á Frónni. Launin hjá þeim sem eru lægstlaunaðir þurfa að hækka, en það þarf líka að hugsa um að spara, það gengur aldrei upp að meðalhjónin sem eru með 300.000kr útborgað á mánuði, en greiðslubyrðir og reikningar hjá sama fólkinu eru oft á tíðum komið langt upp fyrir útborguð laun.

Það eru ekkert skrítið að það er mikið um hegðunarvandamál því að börn ganga sjálfala, foreldrarnir hafa ekki tíma fyrir þau, það þarf að vinna allan sólahringinn til að rembast við að greiða fyrir alla hlutina sem allir þurfa að eiga og kaupa, til að vera ekki með minna en nágrannin sem býr við hliðina. 

Ég held ég fara að íhuga það að flytja af landi brott. 

 

 


680.000 kr í laun!!!!!!

Hvað er að gerast í þessu velferðarþjóðfélagi ? Launin þurfa að vera 680.000 kr til hjón með 2 börn geti keypt sér þriggja herbergja íbúð, og greiðslubyrðin af því yrði um 152.000 kr á mánuði.

Það er greinilegt að almennur verkamaður eða þess þó heldur lífeyrisþegar munu aldrei eignas þak yfir höfuðið. Talandi um lífeyrisþegana, bölvaða fíflið hann Helgi Hjörvar er greinilega ekki á götunni, né að rembast við að lifa bótum, að berjast fyrir því að Sjálfsbjörg selji nokkur hundruð íbúðir sem hafa staðið lífeyrisþegum til boða.

Það fer að enda með því að Íslendingar þurfa að fara að búa í hesthúsum, gömlum togurum og öðrum þvílíkum stöðum með þessu áframhaldi.

Afborganir af þriggja herbergja íbúð 152.000 kr á mánuði, ekki er neitt ódýrara að leigja sér íbúðir.

Hversu margar fjölskyldur ætli séu með 680.000 krónur í mánaðalaun? Lífeyrisþegar eru með um 125-150.000 kr á mánuð. Þá verða þeir greinilega bara að lifa á götunni.

Hvað með að taka aftur í skyldusparnað eins og var í gamla daga? Ég komst í gegnum mitt nám á þeim sparnaði og þurfti sem betur fer ekki að taka námslán til að geta menntað mig.

Íslendingar mega líka fara að læra að spara. Þeir eru flest allir útlærðir í miklli eyðslu og kunna þá list. Er ekki komin tími til að fara að kenna þeim sparnað að leggja fyrir, væri ekki sniðugt að kenna þá list strax í grunnskóla. Eða ætlum við að sökkva þessu landi á mettíma, eða leifa þessu fáu útvöldu að eignast allt?????


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarmenningin ;)

Þegar ég  var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og
þar var  kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með andlitið
upp í  baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með meikup-græjurnar í
sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu. Ég leit  fram á veginn   eitt
augnablik og næst þegar ég leit á hana  var bíllinn hennar á leiðinni yfir á
mína akrein og  samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á  roastbeefsamlokuna sem
ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu  við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég  stýrði með hnjánum, datt gemsinn
minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann  sem ég var með á milli
fótanna. Það varð til þess að  brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og
tvíburana tvo. Ég rak upp  öskur og missti við það sígarettuna úr munninum
og brenndi hún stórt gat  á sparijakkan og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv.  kellingum?

Ákvað að láta þennan flakka í tilefni mikillar umfjöllunar á umferðarómenningunniW00t


Í kvöld lokum við undirskriftarlistanum og gerum klárt í afhendingu

UNDIRSKRIFTARLISTANUM verður lokað í kvöld.  Ef þið þekkið einhverja sem eiga eftir að skrifa sig, vinsamlega fáið þá til að drífa í því. Nú verður listinn yfirfarinn af 4 manneskjum og passað upp á að allt standist.  Síðan vonumst við að komast sem fyrst til Jóhönnu og Guðlaugs, einnig stendur enn til að vera með sjónvarpsviðtöl, en það hefur tafist vegna anna á fréttastofum.

Ekki bara íslenskir bílstjórar

Er þetta einhver tískubylgja núna, klessa bílum inn í bensínstöðvar og flugvélum inn í veggi. Eru öll farartæki með bilaðar bremsur eða eru brjálaðir ökuníðingar á öllum farartækjum nú til dags?LoL

Náttúrulega hræðilegt með að svo margir skyldu slasast. 


mbl.is Klessukeyrði nýja Airbus-þotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Icelandair

Þetta finnst mér vera alveg æðislegt hjá Icelandair, að bjóða krabbameinssjúkum börnum í skemmtiferðir til Evrópu.  Icelandair er líka með klúbb á sínum snærum sem  heitir Vildarbörn, þar er hægt að sækja um  ferðir  erlendis fyrir landveik  börn.  Icelandair  á heiður skilið fyrir  að  þetta framtak þeirra. Foreldrar krabbameinssjúkra barna og langveikra barna, langar oft að geta farið í ferðir með sínum börnum en af fjárhagslegum ástæðum geta ekki veitt börnunum þá nauðsyn að komast til útlanda að slappa af og skemmta sér og gleyma veikindunum í smá tíma.

Ef ég ferðast erlendis þá fer ég nær eingöngu með Icelandair og mun halda því áfram, sérstaklega þegar ég sé að þeir nota part af gróðanum til svona góðra mála.

 


mbl.is Icelandair býður börnum með krabbamein í skemmtiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diskurinn hjá Páli Óskari er frábær

Ég keypti mér nýja geisladiskinn með honum Páli Óskari ALLT FYRIR ÁSTINA fyrir 2 dögum síðan. Hef haft hann í spilaranum stöðugt síðan ég keypti hann og hann verður betri og betri í hvert sinn.

Textarnir hjá honum Palla á þessum diski eru bara svo ofboðslega fallegir, fullir af ást og kærleika, eitthvað sem er nauðsynlegt að hlust á svona rétt fyrir jólin, og reyndar allan ársins hring, kærleikurinn tilheyrir ekki bara jólunum. Viðlagið í laginu Allt fyrir ástina er svo æðislegt.

ALLT FYRIR ÁSTINA.

EINA SEM ALDREI NÓG ER AF.

MENNIRNIR ELSKA, FÓRNA,

KVELJAST, ÞJÁST OG SAKNA.

ALLT FYRIR ÁSTINA.

SAMA HVAÐ LÍFIР GÆFI MÉR,

ÉG SEGÐI: ÚT MEÐ HATRIÐ

INN MEÐ ÁSTINA   

Þessi texti finnst mér vera svo fallegur að ég varð að leifa öðrum að sjá hann, svo er diskurinn svo poppaður að það er alveg frábært að hlusta á hann þegar maður er að skúra og taka til. Það verður allt bara svo gaman og auðvelt.Wizard

 


Þegar Guð skapaði manninn.

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel....getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn
svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

 

Þann þennan á Blogginu hjá Heiðari Austmann á FM957, fannst hann frábær.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband