Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Það er varla þorandi að fara í bíltúr á kvöldin, þegar skrímslin yfirtaka borgina

Hverslags fyrirsögn er þetta eiginlega "Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð" Hvaða h... máli skiptir það þótt að bíllinn eyðilagðist, ég get ekki betur séð en að bensínstöðin eyðilagðist, ég tel það vera alvarlegra.

Nú verður eitthvað að fara að gerast í þessum málum, drykkjuhrútar og útúr dópað lið sem keyra eins og villimenn er að leggja alla borgina í hættu. Það þarf ekki einu sinni mikinn hraða til að drepa fólk í bílslysi eða örkumla það fyrir lífstíð.

Las grein í fréttablaðinu í gær varðandi áætlanir hjá Áströlum vegna ofsaaksturs þar í landi. Ástralar ætla að gera ökutæki dæmdra ökunýðinga upptæk og not þau í árekstrarpróf. Stjórnvöld ætla að stúta bílum þeirra og hægt verður að fyrlgjast með því á netinu. Stjórnvöld þar í landi eru greinilega búin að fá sig fullsadda af því að þessir ökuníðingar taka þátt í banvænum, eignaskemmandi og andfélagslegri hegðun og ætla því að snúa við blaðinu og ætla eyðileggja eigur þeirra.LoL

Mér þætti nú sniðugra að gera ökutækin upptæk og selja þau. Nota síðan ágóðan til að auka löggæsluna og í forvarnir til handa þessum geðsjúklingum.

Ég verð að viðurkenna að stundum er ég orðin hálf hrædd að fara að kvöldlagi á bílnum á einhverja á þessum aðalgötum í borginni sem eru notaðar sem hraðbrautir af brjáluðum ökuníðingum hvort sem þeir eru í vímu eða ekki. Þeir eru bara stórhættulegir og eru að leggja borgina undir sig, það er lífshættulegt að fara í bíltúr á kvöldin.


mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagsmálaráðherra byrjuð að laga kerfið?

Jæja þá er Jóhönnu tími kominn eins og hún sagði svo oft fyrir nokkrum árum síðan. Ég er alveg ofboðslega ánægð með það að Jóhanna er byrjuð að laga þetta kerfi, ekki veitir af. Það er alveg bráðnausynlegt að sjá til þess að foreldrar geta verið heima hjá sínum börnum sem eru veik. Ég væri alveg til í að sjá að greiðslurnar yrðu hærri en 130.000 en samkvæmt lögunum þá hefur ráðherra heimild til að fara fram á breytingu á þeirri upphæð ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum. Einnig að breyta því að foreldrar langveikra barna sem greindust fyrir gildistíma lagana fái greiðslur.

En Jóhanna er byrjuð að lagfæra kerfið og það er frábært, hálfnað verk þá hafið er.

Við fjöryrkjarnir erum svo að bíða eftir því að fá tíma hjá henni til að afhenda undirskriftarlistann og spjalla við hana um þetta kerfi allt saman. Sérstaklega allar skerðingarnar og þá vitleysu. 

Við höfum trú á þér Jóhanna og treystum á það að nú fari allt að breytast varðandi kjör langveikra barna, öryrkja og ellilífeyrisþega.

Vill bara minna enn og aftur á undirskriftarlistann "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra" Fjöryrkjar þakka góðar undirtektir. 


mbl.is Félagsmálaráðherra boðar úrbætur fyrir langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar svona ríkir ?

Ég var að lesa forsíðugreinina í Fréttablaðinu og þar stendur í fyrirsögninni "Nýlegir bílar skildir eftir á ruslahaugunum"   Bílar sem skilað er í endurvinnslu eru flestir sjö til átta ára gamlir.

Er þessi þjóð að ganga af göflunum ? Ofboðslega eru margir ríkir á íslandi. Er það skrítið að það er mikil þennsla hérna, háir vexti og mikil verðbólga ? Islendingar henda 7-8 ára gömlum bílum á haugana, bílar sem eru lítið bilaðir er hent í stað þess að láta gera við þá. Svo væla margir um ástandið á Íslandi, hvað allt er erfitt. Þurfa allir að eiga það nýjasta og flottasta af öllu?

Ég er fjöryrki það útskýrir það að bílinn minn er komin langt fram yfir seinasta neysludag, vá hann er  átta og hálfs árs gamall, alveg frá seinustu öldLoL Með því að þvo og bóna GAMLA bílinn minn þá lítur hann bara vel út miðað við aldur, svo er ég með gelgjuna á sumrin og set á hann spinnera, sem hneykslar marga, en mér er sama. 

Ég verð oft svo reið að hlusta á vælið í full frísku vinnandi fólki þegar það kvartar yfir því hvað lífið er erfitt. Er það skrítið, þegar að sá einstaklingur er kannski með 10-15 raðgreiðslusamninga, alla vega einn helst tvo nýja bíla fyrir utan, flottasta sumar skuldahalann í eftirdragi á nýja bílnum og kemur alltaf heim með alla innkaupapokana úr NÓATÚNI.

Eins og fram kemur að ofan þá er ég lífeyrisþegi, við erum láglaunafólkið og lifum á smánarbótum, sem eru undir fátækramörkum, með alsskonar skerðingar og kjaftæði. Auðvitað er fullt af fólki að vinna sem fær greidd skammarlega lág laun og það þarf að breyta því og hækka lægstu launin, og hækka skattleysismörkin, því það er það eina sem gagnast láglaunafólkinu, lækkun skatta prósenturnar gagnast hálaunafólkinu mest. 

En ég spyr er ekki komin tími til að stoppa þessa geðveiki hérna ? Þarf fólk ekki aðeins að fara að líta sér nær, þegar það kvartar undan öllu, er fólkið sjálft ekki að koma sínum eigin rassi í sjálfskaparvíti með þessu kaupæði, út með allt gamla draslið og allt keypt nýtt? 


Undirskriftarlistinn

Smá upplýsingar um undirskriftarlistann, það eru komnar 4.250 undirskriftir á listann, "LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA". FrábærtWizard

En á meðan verið er að reyna að fá tíma hjá ráðherrum þá verður listinn á netinu, ekki væri það slæmt ef þið munduð halda áfram að benda vinum og kunningjum á að hjálpa okkur í baráttunni við óréttlætið í kerfinu og endalausu tekjutengingar, endilega að halda áfram að safna undirskriftum á listann.

Linkurinn á undirskriftrlistann er hér

Saman stöndum vér, sundruð föllum vér.Wink


35.000 Íslendingar eiga við lestrarörðugleika að etja

Ég er búin að sitja hérna heima alveg brjáluð yfir áhugleysi og tómlæti heillar þjóðar varðandi lestrarörðugleika.

Nú er að byrja hið svo kallaða jólabókaflóð, og endalausar umfjallanir um bækur sem gefnar verða út hér á Íslandi fyrir jólin. Við erum svo ferlega stolt af því að kalla okkur BÓKAÞJÓÐ, á sama tíma og flestum viðist vera alveg skítsama um þá staðreynd að um  35.000 Íslendingar eiga við mismikla lestrarörðugleika að stríða. Djöfulsins Skömm.

Menntamálaráðherra heldur að það sé einhver lausn að setja á stofn vefsíðu, fræðasetur og virkja heilsugæsluna. ÞAÐ ERU EKKI TIL LYF SEM LAGA LESBLINDU. LESBLINDIR GETA EKKI LESIÐ OG SKILIÐ ÞAÐ SEM MUN VERA SKRIFAÐ Á VEFSÍÐUNNI. HVAÐA GAGN Á AÐ VERA Í ÞESSU FRÆÐASETRI ? Ég bara spyr.

Af hverju er verið að eyða tíma og pening í að send börn í greiningu, ef ekkert er gert varðandi vandamálið. Þeir sem eru lesblindir eru ekkert betur sett við það að fá einhverja pappíra sem staðfesta það að þau eru með lesblindu. Pappírinn er engin lausn á þeirra vanda. Lesblindir vilja ekki fá einhverja DIPLOMA á það að vera lesblindir, þau vilja og þurfa hjálp, aðstoð, skilning og kennslu við hæfi sem virkar. Það er þeirra réttur.

Hvernig væri það að allur vsk-ur sem lagður er á bækur fari í að kenna lesblindum, vsk-ur var lagður á bækur á sínum tíma til að byggja Þjóðarbókhlöðuna, hún er löngu risin og nú er komin tími til að láta þennan pening renna í eitthvað gott og gagnlegt eins og til lesblindra.

Eitthvað væru nú búið að heyrast um það ef að sjúklingar greindust með sjúkdóm og þeir fengu pappíra upp á það og svo yrði ekkert meira gert fyrir þá. Greining og enginn meðferð, alveg eins og hjá lesblindum, greining og svo engin meðferð.

Bloggarar og Íslendingar er þetta ásættanlegt????????????????? 


Lesblinda vs Sjúkdómar

Ég er mikið búin að vera að hugsa um lesblinda og það að lítið sem ekkert er gert fyrir þá sem hafa þessa fötlun. Þorgerður Menntamálaráðherra setti saman nefnd og þeirra lausnir og úrræði fyrir lesblinda er vefsíða, eitthvað fræðasetur og aðkoma heilsugæslunnar. Ég bara skil ekki hvaða árangur á að nást úr þessu lausnum?????  Það er alltaf sama sagan á öllu sem viðkemur menntun og börnum, það eru ekki til peningar og enginn segir neitt við því, það eru ekki margir að berjast fyrir minnihlutahópana.Angry BÖRNIN OKKAR OG FÓLK FRAMTÍÐARINNAR.

Það er svipað með lesblindu og sjúkdóma, það þarf að greina þá.

Ef ég færi til læknis vegna einhverra þreytu og kvilla, þá er ég send í rannsóknir og greiningu. Segjum sem svo að ég greindist með krabbamein, þá yrði ég send að öllum líkindum í meðferð og fengi hjálp, stuðning og skilning.

En ef grununr leikur á að barn eigi við námsörðugleika, þá er það líka sent í greiningu, en það er að vísu heljarinnar biðtími eftir því að koma barni að í greiningu.  Barnið fær greiningu og í ljós kemur að barnið er lesblint, og hvað gerist eftir það????? EKKERT, það fær að vísu einhverja aðstoð, en enga meðferð til að hjálpa og leiðrétta þessa fötlun. NEI ÞAÐ ER OF DÝRT. Foreldrarnir þurfa sjálfir að hafa pening og greiða það allt sjálft. Þannig að ef foreldrarnir eru ekki vel staddir fjárhagslega, þá er það bara því miður fyrir barnið. 

Hvernig í helvítinu getum við samþykkt það og þótt það vera í lagi, að barn sem er sent í greiningu og er lesblint fái enga meðferð. En ef um sjúkdóm er að ræða sem greinist þá er það alveg sjálfsagt og við sem þjóð eigum rétt og heimtingu á að fá meðferð við því.

Lesblindugreining og leiðrétting kostar ekki nema 250.000 kr. Með henni stuðlum við að því að nemendur með lesblindu, geti lært og komist áfram í lífinu og stuðlum að því að einstaklingar með háa greindarvísitölu og hugsanlegir frumkvöðlar í þjóðfélaginu komist áfram með því að veita þeim þessa þjónustu, sem ég tel eigi að vera sjálfsögð í öllum grunnskólum á landinu og reyndar framhaldsskólum líka.

En með því að veita þeim ekki þessa grundvallarþjónustu sem á að vera réttur hvers einstaklings, þá stuðlum við að því að þau hætta í skóla, þar sem þeim líður alveg ferlega illa, oft á tíðum enda þau í rugli og vitleysu, þar sem að þeim finnast þau vera heimsk og vitlaus. Með þessar fötlun fylgir yfirleitt hegðunarvandamál í skóla vegna vanlíðunar. Einhvers staðar hef ég lesið að stórt hlutfall þeirra sem eru á Litla Hrauni þjáist af þessari fötlun líka, þannig væri það ekki margfallt ódýrara og betra að eyða smá meiri pening í að hjálpa þeim og veita þeim kennslu við hæfi????  Virkja og hjálpa þeim sem eru með lesblindu, í staðinn fyrir að senda þau í greiningu og gera svo ekki neitt.

Þetta eru bara mannréttindarbrot sem við erum að fremja á börnum og fullorðnum með fötlun sem heitir lesblinda. Mörg vandamál myndu fækka með því að borga fyrir þessa leiðréttingu, minni hegðunarvandamál í skólunum, færri sem færu út í eiturlyfjaneyslu og hugsanlega fækkun á afbrotum.

Íslendingar vilja eiga gott heilbrigðiskerfi, þar sem þú færð meðferð þegar þú greinist með sjúkdóm.

En hvað með Menntakerfið????? Viljum við ekki vera stolt af því líka???? Er það ásættanlegt að nemendur eru sendir í greiningu en við tímum ekki að veita þeim tilhlíðilega meðferð við þeirra greiningu. Eða er bara betra að spara og loka augunum fyrir því að við erum ekki að standa okkur í því sem börnin okkar eiga rétt á. MENNTUN. Viljum við frekar spara krónuna og henda þúsundköllunum. 

 


Dagur og laun kennara

Ég horfði á fréttirnar um helgina og sá umfjöllunina um kennarana, launin þeirra og ölmusuna sem Borgarstjórinn er búin að senda þeim.

Skil það vel að kennarar eru móðgaðir yfir þessu fáranlega boði borgarstjóranns að bjóða kennurum frítt í sund, fjölskyldu og húsdýragarðinn og frítt bókasafnsskirteini. Það verða ekki margir saddir á þvíShocking .

Launin eftir 29 ára starf 270.000kr, hvernig dettur Degi í hug að senda kennurum þetta boð, það er bara komið að því að hækka bæði laun og bætur í þessu landi.

Við öryrkjarnir, lífeyrisþegarnir erum með fáranlega lágar bætur, og erum með sömu fríðindi og kennurum standa til boða, frítt í sund, frítt í fjölskyldu og húsdúragarðinn og frítt bókasafnsskírteini, en það er ekki það sem hjálpar okkur að borga, fyrir mat, reikninga, lyf og fleirra. Þetta er skömm, hvernig þetta þjóðfélag er að fara, foreldrar þurfa að vinna myrkrana á milli til að eiga nóg að bíta og brenna, kennarar eiga því að sjá um uppeldið á lélegum launum, en fá þessu frábæru fríðindi.

Dagur borgarstjóri er með margfallt hærri laun, hann fær bíl, greiðslur til að reka bílinn og launin hans ættu að duga fyrir reikningum og mat. Lífeyrisþegar eru með um 120.000 kr á mánuði, leiga á húsnæði kostar alla vega það, ef þú ert heppinn, við kaupum okkar eigin bíla, þótt margir okkar þurfum á sérútbúnum bílum að halda, getum að vísu fengið styrk upp á 250.000 kr til að kaupa bíl og rúmar 9.000 kr á mánuði til að reka hann.

Er ekki komin tími til að gera einhverjar breytingar í þessu þjóðfélagi og hækka launin og það eina sem hjálpar þeim lægst launuðu er að hækka skattleysismörkin, ekki fríkort í söfn, sund og fjölskyldugarðinn.

Ef kennarar hefu ekki samið af sér verkafallsréttinn, þá sæum við fram á verkföll og fjör eftir áramótin, sem er vel skiljanlegt. Kennarar eru með háskólamenntun og eru að fá rúmar 200.000 kr í byrjunarlaun. Þetta er skammarlegt. En þeir fá alla vega sömu fríðindin og lífeyrisþegarnir. 


Æðislegir Tónleikar

Í gærkvöldi fór ég á tónleikana í Grafarvogskirkju sem Lionsklúbburinn Fjörgyn á veg og vanda að. Þetta voru sjöundu tónleikarnir sem þeir skipuleggja til styrktar BUGLI, eða barna og unglingageðdeild LSH.

Alli tónlistarmennirnir og aðrir sem komu að þessum tónleikum gáfu sína vinnu, og voru þeir hver öðrum betri. Yngsti söngvarinn á tónleikunum var Árni Þór Lárusson aðeins 13 ára gamall, mikið ofboðslega söng hann vel.

Eins og ég sagði áðan þá eru þessir tónleikar til styrktar BUGLI og allir gáfu sína vinnu og flestir tónlistarmannana hafa verið með frá upphafi. En það er að vísu ekki öll upphæðin sem kemur inn á þessum tónleikum sem rennur til BUGLS, nei, STEF vill fá sín gjöld. Það er enginn sem virðist losna undan því að greiða gjöld til STEF, ekki einu sinni tónleikar til styrktar góðgerðarmálum. Nei, STEF vill sitt. Og ekki gleyma því að það er ekki ókeypis að halda tónleika í Guðshúsi, nei partur af því sem safnast þarf að fara í það að borga leigu til kirkjunnar í eigu ríkisins, þar er heldur ekki hægt að gefa neitt frítt, þótt verið sé að safna fyrir börn sem þurfa á hjálp að halda og ríkið á að sjá um að reka. Nei, það er ekki hægt að fá Guðshús lánað frítt til að styðja við og safna fyrir góðu málefni. Engin ókeypis góðgerðarmál í kirkjunni.

Lionsklúbburinn Fjörgyn á miklar þakkir skilið fyrir það mikla og góða starf sem þeir vinna að, FRÍTT. Einnig allir tónlistarmennirnir sem koma ár eftir ár og syngja og spila á þessum tónleikum, eins og margir þeirra sögðu í gær, þá finnst þeim þetta vera byrjunin á jólaundirbúningnum.

Eins og ég segi, er það skömm að STEF og kirkjan þurfi að taka leigu og gjöld af svona frábærum tónleikum, sem eru til styrktar góðum málum.


mbl.is Listamenn sungu fyrir BUGL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta Hækkun Á Borgarbúa komin.

Frábær byrjun hjá VG og SF í borginni. Hækka leikskólagjöldin og fæðisgjaldið líka. Ósköp var þetta stutt sem við fengum að njóta lækkananna sem Sjálfstæðisflokkurinn kom með. Þeir lækkuðu leikskólagjöldin í september í fyrra um 25% og svo lækkaði fæðisgjaldið þegar að vsk á matvælum lækkaði. En flokkarnir sem lofuðu gjaldfrjálsum leikskóla hrifsuðu völdin í borginni og þetta eru þeirra fyrstu verk, að svíkja loforðin sem þeir gáfu kjósendunumAngry Ég vona svo sannarlega að þið sem kusuð þessa lygara eru nú ánægð með ykkar fólk.

Það var augljóst að við borgarbúar fengjum skell frá þessu bölvaða liði sem situr nú við völd í borginni, Dagur var snöggur að reyna að bæta launin hjá leikskólastarfsfólkinu, sem á það fyllilega skilið og ríflega það, en það er greinilegt að sú hækkun skellur strax á foreldrana.

Ég er ofboðslega ánægð með leikskólann sem dóttir mín er í og hef alls ekkert yfir matnum að kvarta, hann er bæði hollur og góður, skil ekki alveg af hverju þetta lið sem ætlar að reyna að stjórna borginni segir að það þurfi að bæta það sem gott er.

En aftur á móti er maturinn í grunnskólanum ekki upp á sitt besta, ég er að borga fyrir heitan mat í hádeginu fyrir börnin, en einu sinni í viku er skyr og brauð, veit ekki til þess að það flokkast sem heitur matur, alla vega mundi ég ekki vilja borða heitt skyr.

En alla vega nú er ég farinn að bíða eftir fleirri fréttum að auknum hækkunum og álögum hjá borginn, fíflin eru komin við völd og við borgarbúar munum borga all hressilega fyrir það. 


mbl.is Leikskólagjöld hækka um 2,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38094

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband