Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Stjörnuspáin

Vatnsberi: Ekki vera hissa ef þú ert miðpunktur athyglinnar. Þú færð jafnvel tækifæri til að tala opinberlega um þitt fólk. Í kvöld er undir þér komið að hefja patíið.

Stundum kíki ég á stjörnuspána, í dag gat ég ekki annað en brosað þegar ég las hana.  Í dag í blaðinu 24stundir er partur af bloggfærslu sem ég skrifaði í gær birtur. Þar blogga ég um verslunarferðir Íslendinga erlendis í tengslum við umræðurnar um tolla og þær fáránlegu upphæðir sem við megum versla fyrir.

Varðandi partí hlutan í stjörnuspánni, þá er ég að fara á tónleika í Grafarvogskirkju sem Lionsklúbburinn Fjörgyn skipuleggur til styrktar BUGL, en ég ætla ekki að hefja það partí LoL


Fræðasetur, heimasíða og heilsugæsla vegna lesblindu?

Hversu mikin skilning hafði þessi blessaða nefnd á þeirri fötlun sem lesblinda er? Greinilega ekki mjög mikinn, ef þetta eru tillögurnar sem komu frá þessari nefnd.

„Ég skipaði hóp sem skilaði skýrslu í vor með tillögum að úrbótum. Þar kom tillaga um opnun fræðaseturs með áherslu á lesörðugleika og áhersla var lögð á opnun heimasíðu með upplýsingum fyrir kennara, foreldra og nemendur. Hún verður vonandi opnuð 16. nóvember. Þá hafa aðrar tillögur verið settar í farveg, m.a. varðandi samræmd próf og aðkomu heilsugæslunnar í tengslum við seinkaðan málþroska barna undir 6 ára aldri," segir Þorgerður, sem hyggst vinna markvisst að úrbótum.

Áhersla lögð á fræðasetur með áherslu á lesörðugleika.                                                             

Áhersla lögð á opnun heimasíðu með upplýsingum fyrir kennara, foreldra og nemendur.

Tillögur varðandi samræmd próf og aðkomu heilsugæslunnur í tengslum við seinkaðan málþroska.

Hvaða gagn á að vera af þessum tillögum?   Það eru til heimasíður um lesblindu, ein heimasíðann enn breytir ekki neinu. Hvaða gagn á að vera í heilsugæslunni.

Það er jafn mikið gagn í þessum tillögum og ef ég væri með bilaðan bíl og mér væri ráðlagt að fara með hann í bakarí, setja bensín á hann og bóna hann svo vel. Sem sagt gagnlaust. Þetta mundi ekki koma bilaða bílnum mínum í gang.

Fræðasetur, heimasíða og heilsugæsla eru ekki réttu hjálpartækin fyrir börn með lesblindu. Hvernig væri það að senda kennara og eða börnin sjálf sem eru lesblind í Davistæknileiðréttingu. Það er rétta hjálpartækið fyrir þau. Það væri alveg tilgangslaust að gefa blindum einstaklingi hækjur og jafn fáránlegt að gefa lömuðum blindrahund.

Ég hafði vonast eftir því að nefndin mundi nú koma með tillögur til að hjálpa lesblindum, ekki tillögur sem stuðla að meiri umræðum og spjalli um þessa fötlun.

 


mbl.is Lesblindir verði settir í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af börnunum í vetrarfríinu

512_IMG_6083
 

 

 

Unglingurinn að leika sér í vetrarfríinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_6090

 

 

 

 

 

 

 Mið drengurinn að leika sér og herma eftir þeim elsta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_6087

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er það prinsessan sem vill vera eins og bræðurnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stundum er ég að pæla í því hvað maður er að eyða peningum í alls konar dýrt dót, þegar börnin virðast stundum skemmta sér ofboðslega með svona fáranlega hluti eins og einnota hanskaTounge

Kannski sniðug hugmynd að jólagöfShocking


Verslunarferðir erlendis

Já, við húsmæðurnar erum alveg stór hættulegar þegar við komum með fullar ferðatöskur af fötum og dóti frá útlöndum, við stofnum íslenskum verslunum í stór hættu, gætum valdi mikilli kreppu og átt sök á því að íslenskir verslunar menn færu á hausinnDevil

Fyrir tveimur árum fór ég með systir minni og mömmu til Minneappolis, vorum aftarlega í röðinni að innritunarborðinu þegar við vorum að koma heim eftir all hressilegan verslunarleiðangur. Flugvélin stútfull af hressum kellum sem voru búnar að versla frá sér allt vit fyrir jólin, eftir lendingu hér heima kemur í ljós að allar okkar ferðatöskur urðu eftir í USA, þannig að það var ekkert hægt að skoða eða tolla okkar smyglvarningTounge Tveim dögum seinna koma loksins töskurnar okkar, starfsfólkið hjá Flugleiðum sá um að keyra þær heim að dyrum, og ríkið fékk ekki krónu í vsk eða ofurtolla af því sem við versluðum.

Kannski að þetta  sé besta leiðin að losna við að greiða íslenska ríkinu fyrir ódýru jólagjafir sem keyptar eru erlendis, vera aftarlega í röðinni þannig að farangurinn ykkar komi ekki með sömu vél og þið. Að vísu fúllt fyrir börnin að koma tómhentur heim úr verslunarferð, en í staðinn er ekki hægt að tolla verslunarvarninginnGrin


mbl.is Ólíkar reglur um tollfríðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesblinda og nám.

Mér finnst það frábært hjá henni Guðnýju að vera tilbúin að koma fram og ræða um lesblindu og erfiðleika tengda náminu.

Börn jafnt sem fullorðnir einstaklingar sem eru með lesblindu eru yfirleitt niðurbrotið fólk, það er svo mikið skilningsleysi gagnvart fólki með námsörðugleika, að það getur gert mann brjálaðan að horfa upp á þá lítilsvirðingu sem því er sýnt.

Það eru til hjálpartæki fyrir fólk með lesblindu en það er engin sem er til í að borga fyrir það, alla vega ekki ríkið. Hver er tilgangurinn með því að senda skólabörn í greiningu???? Þau fá greiningu og svo ekki söguna meir. Davistækni og Davisleiðrétting  virðist vera frábær leið til að hjálpa lesblindum en það er á höndum foreldra að greiða fyrir það. Ég tel Davistæknina vera hjálpartæki fyrir lesblinda en það er hvergi hægt að fá styrk eða niðurgreiðslu fyrir það hjálpartæki fyrir fólk með þessa fötlun.

Menntamálaráðherra er búin að setja á laggirnar nefnd til að vinna í málefnum lesblindra, en hvað kemur út úr þeirri vinnu. Líklegast ekkert, frekar en vanalega. Hvernig væri það að sleppa því að setja nefndina í að vinna með þessi mál og setja peninga í það að veita lesblindum hjálpartækið, þetta á að vera hægt að kenna Davistækni  í öllum grunnskólum. Greining og Davisleiðrétting kostar um það bil 250.000 kr en það virðist of há upphæð fyrir það opinbera til að veita lesblindum það hjálpartæki sem þau þurfa á að halda. Þar sem lesblindir virðast ekki geta fengið hjálpartæki við sinni fötlun, þá gefast þeir upp og hætta í öllu námi. Þvílík  sóun  á frábærum mannauði.Frown

Svona er það víst með alla minnihlutahópana, þeim er ýtt út í horn og ekkert gerist í þeirra málum. Lesblindir eru flest allir með hærri greindarvísitölu en við hin, en það fer forgörðum þar sem þeim er ekki kennt á réttan hátt. 


mbl.is Hrökklast úr námi vegna lesblindu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korpúlfsstaðarvegurinn er orðin að hraðbraut

Eftir að Korpúlfsstaðarvegur var tengdur við Vesturlandsveginn, þá breyttist hann í hraðbraut.

Við foreldrar í hverfinu erum marg oft búin að kvarta undan umferðarhraðanum og er það bara gott að lögreglan er farinn að vera með hraðamælingar hérna. Stórir vörufluttningarbílar og sorpubílarnir fara um þennan veg mörgum sinnum á dag, og þeir eru ekki að aka á 50 km hraða. Svo eru ansi margir ungir ökumenn sem fara hér í gegnum hverfið á fleygiferð.

Ég keyrir um þennan veg daglega og keyri yfirleitt á löglegum hraða í kringum 50 km hraða, það er ansi oft sem bílstjórarnir fyrir aftan verða alveg brjálaðir og taka fram úr við fyrsta tækifæri.

Korpuskóli er við hliðina á veginum, foreldrar bíða eftir því að það verður alvarlegt slys á þessum vegi, bæði vegna gífurrlegs hraða og allra stóru fluttningarbílana sem nú keyra í gegnum hverfið okkar. 


mbl.is Þriðjungur ökumanna á Korpúlfsstaðavegi ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4001 undirskriftir

Jæja, þá eru undirskriftirnar orðnar 4001.

Fyrir þá sem vita ekki hvaða undirskriftir er verið að tala um, þá er undirskriftarlisti í gangi sem heitir LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA .

Endilega skrifið undir og hjálpið okkur í baráttunni. Innilegar þakkir til þeirra 4001 sem hafa þá og þegar skrifað undir, en það er ennþá pláss fyrir fleirri.

 Undirskriftarlistinn.


Bölvuð spilling og siðblinda í þessu þjóðfélagi

Það er alveg ótrúlegt, hvað hægt er að fá háar greiðslur fyrir að mæta á tvo fundi í mánuði. Þetta útskýrir hækkandi rafmagnsreikninga hjá landsmönnum, það þarf að borga fyrir HÖLLINA OG STJÓRNARMENNINA.

Svo komast þeir upp með það að neita að gefu upplýsingar um launagreiðslurnar til handa æðstu mönnum hjá fyrirtækinu, almenningur á þetta, en okkur kemur bara ekki ras... við hvað þeir fái að hirða mikið af okkar eigum.

Á forsíðunni hjá fréttablaðinu í dag er skrifað um það að fatlaður einstaklingur fái greiddrar heilar 4.200 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína á Bjarkarási.

Þetta þjóðfélag er svo ógeðslega spillt og siðblint, níðumst á þeim sem minnst mega sín, sveltum þá. En herramennirnir sem vinna hjá OR, þeir skulu ekki svelta, það sést nú bara á þeim myndum sem sést af þeim alls staðar, þeir eru sko ekki að svelta.

Hvernig væri það að almenningur færi nú að standa upp og mótmæla þessu helvítis óréttlæti, það er verið að berjast fyrir því að fá lægstu launin hækkuð upp í 150.000 kr. á meðan hinir háu herrar fái þær greiðslur fyrir að mæta á 2 fundi.  Ætlum við að sætta okkur við það að þetta ofalda lið steli og ræni eigum landsmanna. Fjandakornið látið í ykkur heyrast, eða eru þið sátt við það að lepja dauðann úr skel á meðan nokkrir útvaldi taka ykkur aftan frá.


mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA

Jæja kæru bloggarar, hvernig væri það að þið hjálpuðuð okkur nú varðandi undirskriftarlistann og sendið hann áfram til vina og kunningja.

Undirskriftirnar eru orðnar 3.954 en við viljum gjarnan fá miklu fleirriWink

Þetta varðar ykkur öll, þið hljótið að þekkja einhverja sem þurfa að lifa á  og berjast við þetta kerfi endalaust, og það er sko alls ekki skemmtilegt.

LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA

HÁLPUMST AÐ OG SÍNUM SAMSTÖÐU. 


Fórnalambið fær minnst

Hver er það sem er fórnalambið hér. Málskostnaðurinn er 234.000 krónur, sem lögfæðingarnir fá. Ríkissjóður fær 180.000 krónur. Ég bara spyr fyrir er ríkissjóður að fá greitt? Og að lokum fær fórnalambið 100.000 krónur fyrir líkamsárásinaShocking

Sem sagt ríkissjóður fær greiðslur þegar einhver er laminn og dómur fellur í því. Af hverju fær ríkissjóður meira en fórnalambið?  Svo fá náttúrulega lögfræðingarnir mest. Hvað er að í dómskerfinu í þessu landi. Devil


mbl.is Reiddist vegna „ælugjalds"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38094

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband