Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 12:02
Áramótakveðjur
Kæru bloggvinir og allir landsmenn, ég vill óska ykkur öllum hestaheilsu, gleði og friðar á komandi ári.
Þakka öllum sem hafa lesið bloggið hjá mér og kommentað, takk til allra yndislegu bloggvinanna fyrir skemmtileg samskipti á árinu sem er að líða.
Bestu áramótakveðjur til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2007 | 13:50
Búin að teppaleggja
Jæja, þá eru handklæðin komin á gólfin og ég komin í stígvélin, búin að fá mér heitt kakó og slappa af fyrir framan tölvuna. Ég verð nú að viðurkenna að þetta er pínu þreytandi, hundleyðinlegt veður marg oft í mánuði og að þurfa að teppaleggja heimilið með handklæðum til að reyna að draga úr vatnsskemmdum.
En þessu veseni fer nú að ljúka, aðalmeðferðin í gallamálinu gegn byggingarfyrirtækinu og tryggingarfélaginu verðu nú í janúar. Dómarinn búin að lofa því að hún taki ekki langan tíma frá aðalmeðferð þar til hún fellur dóminn í þessu máli. Það verður æðislegt þegar þessari baráttu lýkur. En þangað til að þessu lykur og hægt verður að byrja að laga heimilið, þá verðum við bara að teppaleggja reglulega og vera í stígvélum og flíspeysu Það eru ekki öll börn jafn heppin og mín að geta sullað í pollum innandyra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2007 | 23:41
Veðrið er að versna
Þá er það enn einn stormurinn á leiðinni, hafa blessuðu hjálparsveitirnar ekki fengið nóg að gera þennan mánuðinn. Nú er flugeldasalan komin á fullt hjá þeim og vakt allan sólahringinn í tengslum við það og svo verður víst eitthvað fjör í Kára í nótt og þá verða björgunarsveitirnar kallaðar út aftur.
Veðrið er að skella á, við fjölskyldan vorum að koma heim núna rétt áðan, búum í Staðarhverfinu í Reykjavík og fjörið er byrjað hér. Tveir bílar pikk fastir upp við Korpúlfsstaðina, nokkrir úti með skóflurnar að reyna að losa þá. Færðin er að verða hundleiðinleg, mikið fjúk og þá myndast þessir æðislegu snjóskaflar alls staðar og bílarnir annað hvort sygla í gegnum skaflana eða þá að þeir hringsnúast og festast.
Nú er bara kominn tími á að hita sér kakó með rjóma, hendast upp í sófa með fjölskyldunni og njóta þess að vera kominn heim.
Stormi spáð á öllu landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2007 | 18:17
Frábær leikur
Til hamingju strákar, þetta var alveg frábær leikur hjá ykkur. Þið eruð bestir
Fram stelpurnar töpuðu fyrir Val og fengu því ekki bikarinn, en strákarnir sigruðu Hauka og það bjargaði deginum Hefði verið æðislegt að fá tvöfaldan sigur, en því miður voru stelpurnar bara ekki að spila nógu vel í dag, hafa kannski borðað of mikið yfir Jólin.
Ekki alveg sáttar við silfrið.
Strákarnir voru mjög ánægðir eftir leikinn, hér þakka þeir stuðninginn.
Fram vann deildabikar karla, deilt um mark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2007 | 02:59
Bíllinn fór í Jólafrí
Elsku bílinn minn ákvað að fara í jólafrí. Hann dó þegar við vorum að rúnta um á Þorláksmessu og klára að versla það sem þurfti fyrir hátíðirnar. Hann hafði þó vit á því að deyja á bílastæðinu hjá Bónus í Spönginni, bara neitaði að fara í gang, enda búin að spila dúndrandi tónlist í honum síðan ég keypti hann nýjan fyrir átta og hálfu ári síðan. Ég vissi að hann var orðin tæpur á rafmagni þannig að ég mátti svo sem búast við þessu, bara ekki á þessum degi
En alla vega, eins og alltaf hringdi ég í elsku pabba sem kom 5 mínútum seinna og gaf okkur start þannig að við komumst heim og svo ákváðum við að leifa bílnum að fá jólafrí, hann átti það skilið, hefur aldrei bilað á öllum þessum árum. Notuðum stóra drekann um Jólin, þoli ekki þann bíl, 9 manna strætó sem drekkur bensínið, en ég nota hann þegar fóturinn á mér bilar, þar sem hann er sjálfskiptur.
Fór svo í dag með elsku bílinn minn og lét mæla rafgeyminn á honum, eins og ég vissi var geymirinn steindauður, starfsmennirnir hjá Skorra ætluðu varla að trúa því þegar þeir tóku geyminn úr bílnum, orginal geymirinn var fyrst núna að gefa upp öndina enda orðin átta og hálfs árs eða jafn gamall og bílinn. Algengur líftími á rafgeymir er um 3-5 ár, þannig að sá franski er heldur betur búin að standa fyrir sínu og fékk því sína endanlegu hvíld í dag.
En þar sem grunnlífeyrinn hjá TR hækkar um 869 kr á mánuði, þá hafði ég efni á því að fjárfesta nýjum geymi, miðað við þessar 869 krónur, þá tekur það bara ca. 16 mánuði að borga fyrir nýja geyminn Varð aðeins að leika mér með tölur og hækkanir á bótunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2007 | 22:56
Áfram Fram
Frábær sigur strákar, hjartanlega til hamingju. Tvöfaldur Deildarbikarúrslitarleikir hjá Frömmurum
Á morgunn verður kátt í höllinni, svo er bara vonandi að bæði karla og kvennaliðið hjá Fram vinni sína úrslitaleiki á morgunn. Það lítur út fyrir að maður verður að vera í Laugardalshöllinni allan daginn á morgunn og ef bæði liðin vinna þá verður fjör í Safamýrinni.
Fram-arar eru langbestir.
Fram mætir Haukum í úrslitaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2007 | 13:20
2,9% Til æðstu manna og 3,5% Til lífeyrisþega
Það eru víst ekki allir sem hafa þann möguleika að ákveða og samþykkja eigin launahækkanir. Þetta er frekar hógvær hækkun hjá þeim hæstlaunuðu, en þeir hafa verið svo duglegir að hækka og leiðrétta eigin laun seinasta áratuginn, þannig að þeir eru farnir að slaka aðeins á.
Við lífeyrisþegarnir fáum meiri hækkun en æðstu ráðamennirnir , samkvæmt mínum útreikningi þá hækka bætur lífeyrisþega hjá TR um 3,5%. Hefur það nokkurn tíma gerst áður að lífeyrisþegar fái hærri hækkun prósentulega séð en æðstu ráðamenn?
Grunnlífeyrir fer úr 24.831 kr á mánuði í 25.700 kr, það eru heilar 869 króna hækkun. Einnig verða nokkrar breytingar á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar, skerðingin lækkar úr 39,95% í 38,35%. Ég er búin að vera að skoða þessar nýju breytingar og er ekki alveg að skilja þann útreikning hjá þeim að skerðingarhlutfall á tekjutryggingunni sé að lækka, það eina sem ég sé er tilfærsla fram og til baka milli eigin bóta og maka.
Sem dæmi árið 2007 skertu eigin lífeyrissjóðstekjur tekjutryggingu um 80% en lífeyrissjóðstekjur maka skertu tekjutrygginguna um 20%
Árið 2008 muni eigin lífeyrissjóðstekjur skerða tekjutryggingu um 100% en lífeyrissjóðstekjur maka skerða bæturnar um 0%. Hér sé ég bara tilfærslu á prósentum.
Annað dæmi árið 2007 skertu eigin launatekjur tekjutryggingu um 65% en launatekjur maka skertu tekjutrygginguna um 35%
Árið 2008 munu eigin launatekjur skerða tekjutryggingu um 75% en laun maka munu skerða tekjutrygginguna um 25%
Er þetta leiðréttingin sem öryrkjar og ellilífeyrisþegarnir eiga að fá, eða er þetta eins og það var þegar vaskurinn á matvælin var lækkaður. Verð á matvælum hækkaði áður en lækkunin varð þann 1 mars og nú er verðið komið í það sama og það var fyrir lækkun og í mörgum tilfellum er verðið reyndar komið upp fyrir það sem það var fyrir lækkunina. Mikið ofboðslega er auðvelt að taka Íslendingana í afturendann, því við segjum ekki neitt. Tuðum öll í sínu horni og sættum okkur við þetta.
Hér er hægt að sjá breytingarnar á skerðingu tekjutryggingar hjá TR
Tugir þúsunda fá enga launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 00:12
Þvílík át hátíð
Þessi Jól voru yndisleg. Við fórum öll í mat til mömmu og pabba, mamma heimtaði að við yrðum hjá þeim í mat af því að ég var ný búin að fara í aðgerðirnar. Útskýrði það nú fyrir henni að ég var í aðgerð á fæti, báðir handleggir enn á sínum stað og ég gæti nú alveg eldað, en hún heimtaði þetta. Mömmur eru alltaf ofvernandi og ég er líka svona með mín börn svo Mömmu matur er alltaf æðislegur þannig að ég gafst upp og við ákváðum að þiggja æðislegt boð og eyða aðfangadagskvöldi með þeim, yngri systir mín og kærasti hennar voru líka þar í mat. Við átum náttúrulega á okkur gat eins og siður er, svo er alltaf ætlast til að við borðum eftirrétt líka og við troðum honum í okkur þótt það er ekkert pláss fyrir hann.
Þvílíkt pakkaflóð sem var undir jólatrénu, börnin áttu náttúrulega mest af þeim, það tók alveg dágóðan tíma að opna alla pakkana. Eldri systir mín, maðurinn hennar og sonur þeirra, sem ég á ansi mikið í komu svo líka. Ofboðslega er það huggulegt þegar öll fjölskyldan er saman um hátíðirnar. Með tilheyrandi fíflalátum og öllu því. Börnin léku sér að dótinu sem þau fengu, svo var endalust verið að skipta um föt, þarf auðvita að prófa öll fötin sem þau fengu líka
Prinsessan fékk sjónvarp með innbyggðu karókí og DVD spilara, það var auðvitað sett upp um leið og við komum heim, en það var bilað Skiluðum því í dag og fengum það endurgreitt, næsta sending kemur ekki fyrr en í febrúar.
Á Jóladag er svo alltaf hangikjöt hjá mömmu og pabba. Mikið ofboðslega var erfitt að koma sér úr náttfötunum til að fara í mat, en það tókst að drösla öllu liðinu í matarboðið. Eftir matinn var svo spilað Trivial Persuit, ég og yngri sonurinn vorum saman í liði, miðjubörnin saman og við rústuðum þeim öllum saman enda bæði gall harðir Framarar. Hlustum ekkert á einhverjar rannsóknir um að elstu börnin eru alltaf gáfuðust Auðvitað átum við á okkur gat aftur þennan dag eins og fyrri, enda er mömmu matur alltaf bestur.
Í gær fann ég virkilega fyrir því að hafa borðað reykt og saltað kjöt, fannst allur vökvi í líkamanum hafa safnast á mjöðmina og bölvaða hnéið, sem er enn svolítið aumt, enda ekki nema vika liðin frá aðgerðunum. Ég tók mig til og skutlaði hækjunum inn í geymslu og labbaði á fætinum og skánaði við það og bólgurnar minnkuðu mikið. Þvílíkt frelsi að losna við hækjurnar, aðeins á undan áætlun en nú finnst mér ég vera svo frjáls með tvær hendur að ég dreif mig í að baka Sörur núna í kvöld og ætla að fara að drífa í að gera kremið og skutla því á.
Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið haft jafn yndislega hátíð og við, svo var snjórinn alveg til að toppa jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2007 | 23:18
Áfram Fram
Til hamingju FRAMarar.Enn og aftur sigruðu Fram stelpurnar, enda eru þær frábærar. Unni Gróttu með einu marki og eru komnar í úrslitin í deildarbikarnum.
Fram stelpurnar eru taplausar, þær hafa spilað 12 leiki, unnið 9 og gert 3 jafntefli. Ég fór ekki á leikinn hjá þeim í dag, en það er á hreinu ég og fjölskyldan mætum á laugardaginn, sá leikur verður spennandi og ég vona að FRAMarar vinna. Leikurinn á milli Fram og Val í október í Safamýrinni var ofboðslega góður og spennandi, Fram stelpurnar unnu með 1 marki þá og ég vona að þær endurtaki leikinn á laugardaginn.
Valur og Fram í úrslitaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 12:03
Jólatunglið og Mars
Ég ákvað að vaka í nótt og sjá Marsmyrkvan og gera tilraunir til að taka myndir. Það heppnaðist bara ágætlega, ekki auðvelt að standa í myndatökum á hækjunum en ég læt það ekki stoppa mig
Elsku bloggvinir og allir aðrir, ég óska ykkur öllum Gleðilegrar Jóla og megið þið hafa það sem best yfir hátíðirnar. Kær kveðja Ingunn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar