Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
22.12.2007 | 14:55
Sturta
Jæja þá tókst mér að komast í sturtu, þvílíkur unaður, skrítið hvað maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að skutlast í sturtu. En eftir aðgerðir er það vægast sagt puð, maður verður að plasta og líma allt svo að umbúðir og sár blotna ekki. Þá spyr maður sig hver er tilgangurinn að fara í sturtu allur plastaður, jú ég gat ekki gert fjölskyldunni það mikið lengur eða sjálfri mér að sleppa því Mér finnst ég aldrei verða hrein á þessum þvottapoka þvotti.
Verkirnir minnka hratt og við tekur þessi geðveiki kláði í skurðunum. Að vera stekkjastaur er ekki að fara vel í bakið, maður er allir skakkur þegar maður má ekki stíga alveg í fótinn og þá klikkar bakið. Ég var svo ánægð hvað mér leið vel og var með litla verki þannig að ég þurfti ekki að taka verkjalyfin, svo settist ég niður og þá small svo hressilega í bakinu, með tilheyrandi læsingu, en ég held að skrúfurnar þar eru enn allar á sínum stað.
Í gær skrapp ég aðeins í Elko, á bara svo hryllilega erfitt með að stoppa, sem betur fer hringdi mamma ekki á meðan, hún hefði komið og hennt mér í rúmið. Ég reikna með að við mömmurnar verðum alltaf ofverndandi mömmur og börnin verða alltaf litlu börnin manns alveg sama hversu gömul þau eru orðin. Sem betur fer eru mamma og pabbi ekki með nettengingu þannig að hún mun ekki komast að því að ég var óþekk, þess vegna er í lagi að blogga um ferðina í Elko. Við þurftum að kaupa seinustu jólasveinagjafirnar. Höfum alltaf gefið börnunum DVD myndir í skóinn seinasta daginn, þá eru þau rólegri að bíða eftir jólgjöfunum. Hjá okkur er bara stekkjastaur sem kemur og gefur í skóinn, nei, karlinn sér um þetta núna, ég mundi bara vekja allt liðið ef ég færi að dröslast inn til þeirra um miðja nótt á hækjunum.
Þá er komin tími til að vera stillt og leggjast aðeins, karlinn búin að bjóðast til að nudda bakið aðeins, ég segi sko ekki nei við svoleiðis boði Tek mér smá hvíld og kíki svo á ykkur seinna í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.12.2007 | 17:24
Ég verð svo rík um áramótin
Vá, ríkið heldur áfram að gera mig ríka stóreignarmanneksju. Ekki er svo langt síðan að þeir ákváðu að leiðrétta markaðsvirði fasteigna um 25-35% og nú um 12%.
Þá má reikna með að Bandið sem stjórnar borginni dragi ekki hækkanirnar til baka, fasteignagjöldin verða ábyggilega þokkalega há. Ohhh mig hlakkar svo til að fá þá reikninga í lok janúar.
Fasteignamat hækkar um 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 14:38
Spítalavistin og aðgengið
Mikið ofboðslega var gott að sofa í mínu eigin rúmi í nótt, svaf til rúmlega 11, tók líka verkjatöflur áður en ég fór að sofa og það hjálpaði mikið. Í fyrrinótt svaf ég illa enda á spítala, þá vaknaði ég klukkan 6 og var með þó nokkra verki.
Ég var á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lítill og heimilislegur, ekki eins og stóru köldu verksmiðjuspítalarnir við Hringbraut og í Fossvoginum. Starfsfólkið er alveg yndislegt á St Jó, þegar ég átti að fara í aðgerðina þá var ég sótt og ég labbaði með hjúkkunni inn á skurðstofuna, sem ég verð að viðurkenna að var þó nokkuð huggulegra heldur en að láta bruna með mann í rúminu eftir löngum göngum. Á skurðstofunni þegar verið var að undirbúa mig fyrir aðgerðirnar og svæfinguna, urðu miklar umræður og fíflalæti um það hvort ætti að klippa þessar flottu nærbuksur af mér eða hvort ætti að reyna að ná þeim í heilu lagi, ég ákvað að vinna með þeim og lifta upp á mér afturendanum svo ekki þurfti nú að skemma flottu nærbuksurnar, svo var slökkt á mér eftir það.
Þegar ég var almennilega vöknuð eftir aðgerðirnar, þá var kominn tími á að skreppa út í smók. Ég tók lyftuna niður og fór út fyrir, vissi að karlinn væri að koma þannig að ef ég mundi hrynja niður þá mundi hann og börnin drösla mér inn aftur Ég var akkúrat búin að klára að reykja þegar fjölskyldan kom, karlinn leggur bílnum beint fyrir framan mig, börnin hoppa upp af kæti við að sjá mig, ég horfi á þau og svo kasta ég upp beint fyrir framan þau. Huggulegt að heilsa fjölskyldunni svona, en ég var svo almennileg að kasta upp beint ofan í öskubakkann. Svo var farið inn, en þá kom í ljós að búið var að loka og læsa hurðinni inn á röntgendeildina og þar með inn að lyftunni, þessari hurð er læst klukkan 16 og þar með er ekkert aðgengi fyrir fatlaða eftir þann tíma, því það eru tröppur upp í aðalandyrinu sem er svo hin leiðin að lyftunni Maðurinn fékk leifi til að hlaupa upp, taka lyftuna niður og opna hurðina innan frá til að ég kæmist í lyftuna án þess að þurfa að skakklappast á hækjum upp allar bölvuðu tröppurnar.
Við spurðum starfsfólkið um þetta, hvort það væri virkilega ekki gert ráð fyrir að fatlaðir kæmust inn á spítalann eftir klukkann 16, það var reyndar aldrei búið að hugsa út í það þannig.
Það sama var upp á teningnum þegar ég var að fara heim, þá þurfti ég að fara niður í andyrið að gera upp og borga fyrir aðgerðirnar, móttakan og upplýsingarnar eru staðsettar mitt á milli trappa, þannig að ég varð að velja hvort mér þætti betra að komast upp eða fara niður tröppurnar á hækjunum. En fyrir utan þetta hönnunarklúður á St Jó sem er byggður árið 1926, þá er samt gott að liggja þarna og starfsfólkið þar yndislegt og vill ég þakka kærlega fyrir ummönnunina þar.
En endilega bætið úr þessu, opinberar byggingar eiga að vera með aðgengi fyrir fatlaða, ekki bara milli klukkann 8-16 á daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 12:27
Nei Takk
Ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta full dómaharðar kveðjur frá Feministafélaginu fyrir þessi jól gegn öllum karlmönnum.
Var þetta Jólaföndrið þeirra í ár?
Í hverri viku hafa þær í stjórn Feministafélagsins verði að fremja sjálfsmorð og þeim virðist ganga það mjög vel, eru að ganga frá Feministafélaginu. Þið fáið alls ekki fleirri með ykkur með þessum hætti, fólk er farið að fyrirlíta ykkur feministakonur.
Ég er fyrir jafnrétti, en ég er orðin ofboðslega þreytt á ykkur Feministum sem teljið ykkur vera að berjast fyrir allar konur. Ég segi NEI TAKK, ég berst sjálf fyrir mínum málum eða í hópi sem hefur eitthvað af viti að segja og berjast fyrir, ég kæri mig ekki um ykkar ósmekklegu öfgakenndu baráttumál.
Ósáttir við jólakort femínista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.12.2007 | 00:08
Komin heim
Ég kom heim í dag. Búin að sofa næstum allan daginn, það er bara svo gott að sofa í heima hjá sér og í eigin rúmi. Aðgerðirnar gengu vel, hnéið aðeins verra farið en myndirnar sýndu, doksi hreinsaði eitthvað af brjóskinu innan úr hnéskelinni og svo kom í ljós að liðþófinn var rifinn og tætur, þannig að hann þurfti að fjarlægja eitthvað af honum. Einnig þurfti að laga liðbandið í mjöðminni, sem var í því að smella og valda mér bölvuðum verkjum Liðbandið var svo ferlega strekt, þannig að doksi skar inn að liðbandinu og klauf það í spagettí strimla, þetta á að hjálpa liðbandinu að slakkna og lengjast.
Annars fór mikið af því sem hann sagði við mig í gær inn um annað eyra og út um hitt. Maður er pínu ruglaður eftir svæfinguna og hausinn ekki að virka vel þegar maður er á sterkum verkjalyfjum.
Nóttin var erfið, þó nokkrir verkir og alltaf erfitt að sofa vel í öðrum rúmum en manns eigins og með fullt herbergi af stynjandi sjúklingum í kringum sig. Mikið ofboðslega er gott að vera komin heim aftur.
Jæja, vildi bara láta vita að allt gekk vel, ég er á lífi og komin heim. Ætla að fara að koma mér í rúmið, er orðin virkilega sljó og þreytt.
Elsku bloggvinir takk kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 00:31
Smá bloggpása
Þá er komið að því að ég skreppi aðeins inn á St JÓ í Hafnarfirði í aðgerðirnar, læknirinn vildi leggja mig inn þar sem ég fer í 2 aðgerðir í einu. Mín eigin ákvörðun að slá 2 flugur í einu höggi, nenni ekki í aðgerðir á 3-5 mánaða fresti, nú vill ég fara að ljúka allavega öðrum fætinum af, svo verður hinn fyrir barðinu á skurðarhníf doksa á næsta ári. Ég er búin að vera í áskrift hjá lækninum núna þetta árið, á morgunn verður hann búin að gera 4 aðgerðir á mér í ár.
Ef ég væri bíll, með svona lélegt boddy og öxlarnir hundónýtir, væri það ekki búið að skutla mér í endurvinnsluna, bræði mig niður og búa til Coke Dósir og bjór dósir úr mér, sem þið kæru bloggvinir væruð nú að sötra á????????????????
Jæja, nú held ég að ég verði að fara að drattast inn í rúm og hvíla mig fyrir morgundaginn, þarf að vakna snemma til þess eins að láta svæfa mig aftur. En kósý Ég kíki svo á ykkur elsku bloggvinir um leið og ég kem heim aftur. Hafið það sem allra best, heyrumst hress og kát í jólastuði fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2007 | 11:41
Elsku Börnin
Nokkrir Gullmolar frá börnunum.
Í gær varð ég að útskýra fyrir dótturinni sem er 5 ára að ég væri að fara á spítalann í aðgerð, hún þurfti að fá miklar og nákvæmar útskýirngar á því öllu saman. Hún vildi vita afhverju ég þurfti að fara á spítalann ég sagði henni að það þarf að laga fótinn, sem sagt mjöðm og hné, hún sá enga ástæðu fyrir því að ég þurfti á því að halda að láta laga fótinn neitt. Hún sgði við mig "Mamma þú getur alveg labbað, af hverju þarf þá að skera í fótinn", hún er eitthvað ósátt við það að ég fari á spítalann núna. Þannig að ég varð að sýna henni og útskýra allt að nú ætti að laga fótinn svo að ég losna við alla verkina og gæti þá labbað meira og lengra, en hún heldur fast í sína meiningu "Þú getur alveg labbað og þarft ekki að fara á spítalann. En skutlan jafnaði sig smá saman þegar ég sagði henni að ég yrði nú kominn heim fyrir Jól, þá varð hún sáttari og ég fékk leifi til að fara í viðgerðina.
Í gærkvöldi fékk ég svo spurningu frá henni upp úr þurru, "Mamma hvert ætli þið að flytja þegar ég verð stór" ????? Ég sagði við hana að við ætluðum ekki að flytja, planið er að búa áfram hér. Hún var ekki alveg sammála því, þar sem að hún ætlar að eiga heima hér þegar hún verður stór, þannig að við þurfum að flytja og finna okkur annað heimili, því hún ætlar ekki að flytja þetta er hennar heimili
Fyrir nokkrum árum var elsti sonurinn að ræða málin, ég sagði honum að maður ætti alltaf að reyna að vinna sér inn peninga og leggja til hliðar og spara, hann spurði afhverju, ég sagði honum að þegar maður verður unglingur þá langar öllum t.d. að eignast bíl þegar þeir fá bílpróf. Honum fannst það sniðug hugmynd að spara peningana, en sá enga ástæði til að kaupa sér bíl. Ég sagði við hann að flest allir kaupa sér bíl þegar þeir eru unglingar, hann sagði mér að hann þurfti ekki að kaupa sér neinn bíl . Ég var ekki alveg að skilja hann, fyrr en hann sagði mér " Mamma ég þarf ekki að kaupa mér bíl, ég nota bara ykkar" þá spurði ég hann hvað hann ætlar að gera þegar hann flytur, hann snöggur að svara, "Ég nota bara ykkar bíl" ????? Hann ætlaði að kaupa bara íbúðina fyrir ofan okkur, þannig að þá gæti hann áfram notað okkar bíl þótt hann væri fluttur. Þannig að hann ætlaði að spara sína peninga til að kaupa bara íbúðina í staðinn
Fyrir mörgum árum var svo yngri sonurinn alveg að gera út af við okkur með frekju, við fengum nóg og sögðum við hann að ef hann væri ósattur við þær reglur sem væru á heimilinu, þá mætti hann alveg pakka og flytja eitthvað annað. Litli kúturinn fór á bleyjunni inn í herbergi og náði í töskuna, við hjálpuðum honum að pakka smá af dótinum hans. Hann klæddi sig og svo fór hann inn í geymsluna og stóð fyrir framan frystkistuna. Við spurðum hvað hann væri að gera? Hann ætlaði að fá smá mat með sér í töskuna svo hann yrði ekki svangur þarna úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2007 | 00:42
Allt á fullu
Þá er ég búin að setja í Owerdrive fyrir jólin, verð víst að drífa í að klára allan jólaundirbúning á morgunn. Ég á víst að mæta á spítalann á miðvikudaginn í tvær aðgerðir, þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.
En ég er búin að vera þokkalega dugleg í dag, klippti karlinn eftir hádegi, hann neitar að fara á stofu honum finnst enginn klippa hann nógu vel, þannig að þá verð ég að redda því. Yngri strákurinn klipptur núna í kvöld, en hann er svo hagsýnn og vill því að ég klippi hann og hann fær peninginn í staðinn Við kíktum í Byko og fjárfestum í nokkrum seríum, sem ég er búin að skutla upp og nokkrar jólagjafir keyptar.
Svo fórum við í Holtagarðana í nýju Hagkaup og Max, þar þurftum við að þræða á milli bala og fata sem voru út um allt á gólfunum vegna leka í þakinu Ekki mikil meðmæli með íslenskum byggingariðnaði, hélt að þetta væri bara heima hjá mér. Svo tók ég eftir því þegar ég var búin að borga fyrir það sem við versluðum í Hagkaup að það var bara ekkert samræði á milli verðs í hillu og á kassa, þannig að við hentumst inn aftur og skoðuðum, svo tókum við bara hilluverðmiðana með okkur á þjónustuborðið til að skammast, var búin að leita að starfsfólki í búðinni og gafst upp á því. Daman sem var á þjónustuborðinu var engan veginn búin að gera sér grein fyrir því að það stóð stórum stöfum fyrir aftan hana ÞJÓNUSTUBORÐ, því hún var svo ferlega fúl að ég hélt hún ætlaði engan veginn að ráða við það að leiðrétta verðið og endurgreiða okkur. OMG hvað ég þoli ekki þjónustufólk með enga þjónustulund, mig langaði að spyrja hana hvort hún gleymdi að taka lyfin sín í morgunn, en jólaandinn í mér kom í veg fyrir það
Á morgunn er svo loka handboltaæfingin fyrir jól, með tilheyrandi jólafjöri, kökur gos og nammi, ofboðslega verða strákarnir hressir á þeirri æfingu. Svo þarf litli prinsinn að fara beint í afmæli niður í Keiluhöll eftir æfinguna, og þá verð ég að nýta tímann og klára seinustu jólagjafirnar.
Jæja, nú er ég greinilega búin að ofgera mér og verkirnir orðnir frekar pirrandi, þannig að ég er að pæla í að henda mér í rúmið, enda nóg að gera á morgunn þar sem ég verða að klára það sem eftir er fyrir jólin áður en ég fer á spítalann á miðvikudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 13:28
Smá mömmu mont
Ég bara verð að fá að monta mig aðeins á unglingnum mínum, því mér finnst hann vera alveg frábær teiknari. Ég er náttúrulega ekki alveg hlutlaus
Neðstu myndina gaf hann prinsessunni, sem er mjög ánægð með myndina og hún á að fara í ramma og upp á vegg strax. Listamaðurinn minn er 14 ára og er ég alveg drullu montinn af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar