Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Full flugvél af glæpalíði frá USA

Fórum til Minneapolis að versla jólagjafir og föt á börnin, það er margfallt ódýrara að versla þar heldur en hér á klakanum.

Við komuna heim á miðvikudagsmorguninn þá þurftu allir að fara í gegnum vopnaleit og vegabréfsskoðun. Vorum náttúrulega búin að fara í gegnum stranga leit í bandaríkjunum og spurðum af hverju þetta teldist vera nauðsynlegt hérna heima líka. Þá er okkur sagt að þetta er svona vegna Schengen, leitin í Bandaríkjunum væri ekki nógu mikil fyrir Schengen og því væri verið að leita aftur. Það er nefnilega svo mikið af vopnum og ólöglegum varningi til sölu á flugvöllum í USAErrm Það var seinkun á vélinni frá USA, vegna ófærðar og umferðarteppu, þannig að þeir sem áttu áframhaldandi flug til Evrópu komu of seint til landsins, en þar sem þetta er allt sama flugfélagið Icelandair þá eru vélarnar látnar bíða. Til mikillar ánægju fyrir aðra farþega sem sitja og bíða inni í flugvélunum eftir farþegum sem koma með Bandaríkjafluginu. Sumar vélarnar til Evrópu seinkuðu um rúman klukkutíma, og farþegarnir sem áttu tengiflug voru ekki látnir ganga fyrir í þessarri vopnaleit og skoðun, heldur voru þeir bara látnir bíða jafnvel aftast í röðinni og því varð seinkunin enn meiri fyrir aðra farþega sem sátu í flugvélunum og biðu.

Jæja, svo byrjaði gamanið fyrir alvöru þegar við komum niður og náðum í ferðatöskurnar sem voru vel fullar af ódýrum fatnaði og dóti. Tollverðirnir stóðu tilbúnir að gripa allt glæpalíðið sem vogaði sér að versla ódýrt erlendis í staðin fyrir að styrkja íslenska stórkaupmennina sem okra á okkur með mörg hundruð % álagningu á allt hérna heima.

Það er leyfilegt fyrir hvern ferðamann að versla fyrir 46.000 krónur án þess að borga tolla og gjöld við heimkomuna. Það er ekki nokkur maður sem fer til Bandaríkjana sem verslar eingöngu fyrir þá upphæð, en margir sögðust nú hafa gert þaðTounge. Ég var heiðarleg og sagði að við versluðum fyrir meira en það, mér var vísað á annan Tollvörð til að borga fyrir það sem umfram var. Hann hafði mikinn áhuga á myndavélinni minni en ég var með nóturnar á hana sem betur fer, en hann var ekki alveg að taka þær trúalegar, ég pantaði myndavélina að utan í vor og var búin að borga öll gjöld af henni, það var smá stapp í kringum það en svo gafst hann upp enda var ég með nóturnar.  Mér leið eins og glæpamanni að standa þarna og rífast við tollvörðinn um myndavélina. Svo fór hann að reikna út gjöld og skatta á þá upphæð sem umfram var, sú upphæð var 55.200 krónur og ofan á þá upphæð komu svo skattar og gjöld upp á 26.478 krónur sem ég þurfti að borgaAngry

Íslenska ríkið samþykkir það sko ekki að ég versla erlendis og spara, nei takk ég skal borga ríkinu skatta og gjöld, þannig að ríkissjóður græðir á því að ég reyni að spara. Þar sem verslaði flest allar gjafir úti, þá græðir ríkissjóðurinn og íslenskir kaupmenn ekki mikið á mér, en ég skildi sko alls ekki sleppa við að borga okur verð og vsk.

Ég fór svo að skoða reikninginn betur þegar ég kem heim, á honum kemur fram áætluð trygging- og fluttningsgjöld, aðflutningsgjöld og vsk upp á 24,5% . Í dag hringi ég svo í Tollinn og bað um útskýringar á þessum gjöldum. Jú, tollurinn í Keflavík reiknar út áætlaðan sendinga kostnað og tryggingargjöld á umfram upphæðina, sem sagt þeir leggja 10% ofan á og svo reikna þeir 15% toll ofan á þá samanlögðu upphæð og eftir það er svo lagður 24,5% virðisaukaskattur. Sem sagt allt gert til að Íslendingar þurfa að borga sem mest. Því líkt djöfilsins svínarí.

Tollararnir voru ekki að skoða í töskurnar og leita að dópi, vopnum eða sprengjum, nei, þeir leituðu ekki neitt í töskunum heldur báðu þeir okkur að sýna þeim allar stórhættulegu kassastrimlana úr Walmart, Target og Mall of America. Kassastrimlarnir er það sem þarf að passa upp á að sleppi ekki fram hjá Tollurunum í Keflavík, í því liggur greinilega mesta hættan fyrir íslenskt þjóðfélag.

Verslunarglaðir Íslendingar eru greinilega glæpalíður og það sem skiptir mestu máli að þeir sleppi ekki fram hjá Tollinum, dóp, vopn og annað er greinilega ekki jafn mikilvægt að leita að. 


Vísa og gengið

Ég var að kíkja í einkabankann og skoða vísareikninginn, til að athuga hvort færslurnar frá Bandaríkjunum væru komnar inn. Notað kortið lítið úti, en samt 5 færslur.

Það sem ég hef aldrei skilið varðandi Vísanotkun erlendis er mismunandi gengi endalaust, þótt kortið sé notað nokkrum sinnum sama dag  þá er gengið aldrei það sama. Það er undantekningarlaust hærra gengi en skráð er á Vísa Ísland. 

Ég hringdi áðan og bað um útskýringar á þessu, af hverju gegnið er aldrei það sama. Mér var sagt að gengið færi eftir því hvenær færslurnar væru sendar inn, þjónustufulltrúinn skoðaði færslurnar og sagði mér hvenær sumar færslurnar komu inn í kerfið, en samt er ekki sama gegni, gengið í bankanum á mínum reikningi var hærra en skráð Vísagengi á þeim degi. Ég verslaði í sömu búðinni sama dag, hálftími á milli en ekki sama gegni, mér er sagt að þá hefur búðin ekki sent inn færslurnar sama dag. Því á ég alveg ferlega erfitt með að trúa, ég býst við að verslanir geri daginn allan upp í einu. Senda allar verslanir færslurnar inn þegar gegnið hefur hækkað?

Þessi kreditkortafyrirtæki eru að taka okkur í rassgatið og bulla svo í okkur til að tala sig út úr öllu, þannig að við erum ekki að skilja neitt og nennum að standa í neinu stappi, því við munum aldrei skilja þetta. 

Erlendar úttektir korthafa eru umreiknaðar beint úr kauplandsmynt yfir í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er hjá VISA International á þeim degi sem úttektin berst frá seljanda.

Athugið að gengi færslu getur verið annað en fram kemur í töflunni ef sú mynt sem notuð er í viðskiptum er önnur en heimamynt kauplands. Það getur t.d átt við ef keypt er fyrir dollara í Bretlandi eða evrur í Bandaríkjunum. 

Þetta er ein af mörgum útskýringum sem Vísa Ísland bendir á.

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt að það er aldrei sama gengi, alltaf hærra, þannig að það er alltaf Vísa sem græðir sem mest. En svona eru víst afgreiðsluhættirnir og svörin. 


Komin heim í hitann

Jæja, þá er Minneapolisferðin liðin, búin að versla eins og sannur ÍslendingurW00t og líkamlega búin á því. Ferðin var æðislega og vélin full á leiðinni út af Íslendingum í verslunarham, vélin varla lent fyrr en við brunuðum inn á hótelið að henda töskunum inn á herbergi og svo farið strax í búðarráp, þótt maður væri drulluþreyttur eftir sex og hálfs tíma flug, þá fórum við samt af stað. 

En mikið ógeðslega var kalt í Minneapolis, það var allt að 16 stiga frost, ekki það besta fyrir ónýtan líkamaSick og það snjóaði næstum því stöðugt. Það olli náttúrulega miklum umferðartöfum, þar er bannað að keyra á nagladekkjum og engin skylda að vera á vetrardekkjum, þannig að það voru bílar fastir í öllum sköflum.  En þar sem það var næstum stöðug snjókoma þá var lítið hægt að taka myndir, og ekkert hægt að fara í útssýnisferðir, enda kuldin mikill. Þannig að mestur tíminn fór í að rölta um í Mall of America og versla og skoða.

Svo tók maðurinn upp á því að veikjast, magavandamál, hita og kuldaköst og leið hryllilega illa, en hann lét það nú ekki stoppa sig, leitaði alltaf fyrst að salernum í hverri verslun og hvarf reglulegaSick Ég held að þetta hafi bara verið svona gífurlegur kvíði í honum þar sem hann var að verða fertugurWink, aldurinn fór eitthvað illa í hann. Hann átti afmæli í gær og þá var hann búin að jafna sig, ég náttúrulega svo mikill púki að ég sagði honum af hverju ég ákvað að vera í  USA á afmælisdeginum hans, það var eingöngu gert til að tefja fyrir ellinni hjá honum, tíminn þar 6 tímum á eftir okkar, þannig að hann græddi nokkra klukkutíma.Grin

Í gær áttum við að fljúga af stað heim klukkan 19 á staðartíma, þannig að það var mæting 3 klukkutímum fyrir brottför, en samt náð að hendast smá í MOA að versla seinustu gjafirnar. Það var þó nokkur snjókoma í gær, þannig að öll umferð í rugli, það tók einn og hálfan tíma að komast frá mollinu að hótelinu og svo á flugvöllinn, ferð sem tekur tæpan hálftíma á góðum degi.  Svo seinkaði fluginu um tvo klukkutíma vegna þess að áhöfnin var sat föst í umferðinniBlush.  Á vellinum var  bara stuð á Íslendingum eins og alltaf, hópur hressra kvenna sungu afmælissönginn fyrir eina sem varð þrítug og svo sungu þær fyrir mannin minn sem varð fertugur, sem var fínt, því ég hafði ekki sungið einsöng fyrir hannWizard  En út af seinkun á fluginu þá fengum við nikótínsjúklingarnir leifi til að fara út í smók, og við létum okkur hafa það að fara í gegnum allt tékkið og eftirlitið aftur á eftir. En það var alveg ferlega skrítið að koma heim í morgunn og tala um það hvað það væri nú hlýtt og gott að komast aftur heim til Íslands. En þetta var æðisleg ferð, mikið verslað á börnin og næstum allar jólagjafirnar búnar. 

En ég verð að viðurkenna það að ég var komin með blogg fráhvarfseinkenni og gott að koma heim og geta loksins kíkt á ykkur öll aftur, ég saknaði ykkarInLove

 


Góð jólagjöf fyrir lífeyrisþegana

Þetta eru vægast sagt frábærar fréttir.

Í dag er ekki nema ein vika síðan við  nokkrir fjöryrkjar, með yfirfjöryrkjan Ásdísi Sigurðardóttir í broddi fylkingar fórum á fund Jóhönnu Sigurðardóttur og afhentum henni undirskriftarlistann "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra"

Ásdís Sigurðar las upp bréf sem hún skrifaði fyrir hönd okkar allra, Ásdís mikið ofboðslega hefur þú verið sannfærandi. Ekki grunaði mig að við fjöryrkjar fengjum svona skjót viðbrögð.

Þetta er ansi góð Jólagjöf fyrir lífeyrisþegana. Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra, takk kærlega fyrir. Þvílík hörkukona hún Jóhanna og Ásdís þú er algjör hetjaInLoveKissing.


mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minneapolis víííííííí

Jæja elsku bloggvinir, þá er stundin loks að renna upp sem ég er búin að bíða eftir í marga mánuði. Eftir nokkra klukkutíma flýg ég burt, ætlum að skreppa til Minneapolis og versla og slappa af. Þannig að ég tek mér smá blogg pásu, kem aftur hress og endurnærð W00tmeð handleggi niður á hæla og sár á hnúum á miðvikudaginn. Mikið ofboðslega er erfitt að fara án barnanna, en það er víst nauðsynlegt að fá smá frí svona stundum. Hafið það gott öll sömul, ég mun sakna ykkar.

200px-Schriftzug_moa


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband