Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Borgarmálin og Extreme makeover

Var að fá þetta sendandi frá vini og bara varð að setja þetta á bloggið. 

 

Borgarblús
 
Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
 
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
 
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.

!cid_C979E92BC5FC4C158400A737728572C9@kjarriPC


Ekki skaflar hjá Séra Jóni, bara hjá Jóni

Starfsgreinasambandið segist halda að Samtök atvinnulífsins dragi lappirnar í viðræðum um kjarasamninga. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri segir að hlutirnir gangi hægt og engin ástæða til að örvænta. Þetta sé eins og keyra í gegnum snjóskafl, gengur hægt en þegar út úr skaflinum er komið skotganga hlutirnir. Auðvitað eru alltaf heljarinnar skaflar á veginum þegar verið er að semja fyrir þá lægst launuðu. Það liggur víst ekkert mikið á að semja fyrir það fólk sem eru með lægstu launin sem eru undir fátækramörkum, nei, setjum himin háa skafla á vegin og dúllumst við að semja í rólegheitunum.  Það er  bara búið að skella hellings hækkunum á fólkið bæði  hvað varðar  hækkanir á fasteignasköttum, matvörum og öllu öðru. Hækkanir sem verða alltaf að koma strax eftir áramótin, en launahækkanir geta tekið smá tíma.

Ekki eru margir skaflar á veginum þegar hækka á launin hjá þeim sem best eru settir, ráðamenn þjóðarinnar eru svo heppnir að það er kjaranefnd sem ákveður launahækkanir hjá því liði og þar er ekki verið að þrasa og draga lappirnar, eða berjast um 1-2% hækkun launa. Nei, þar er hægt að hækka launin um mörg prósent með einni undirskrift á 10 mínútum, án þess að vara við því að þjóðarbúið og fyrirtækin fari á hausinn. Það eru alltaf til nóg af peningum fyrir þær launahækkanir.

Hvar er almenningurinn í landinu, eru allir svo sáttir við að launin þeirra hækki ekki fyrr en búið er að moka skaflana í burtu með teskeið. Á meðan verið er að moka skaflinn með teskeið, þá er Vilhjálmur Egilsson að moka í skaflinn með gröfu.


mbl.is Hægur gangur í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá baula kúabændur

Mjólkin er ódýrari á Íslandi en í Danmörku og Noregi. Þá byrja kúabændur að baula og kvarta um hörku, að verð á mjólkinni er haldið niðri af mikilli hörku hér á landi. Það er fé almennings sem styrkir þá all hressilega, þannig að þeir ættu að hætta að baula.

Af hverju gerir Landssamband kúabænda ekki verðkönnun á kjötvörum á milli þessara landa, þ.e.a.s Ísland, Danmörk og Noreg sem þeir vilja bera sig saman við? Verð á nautahakki hér á Íslandi er komið hátt í 1.500 kr kílóið, þetta eru afgangarnir og ruslið sem er skafið af beinunum sem er hakkað og selt á þennan geðveika pening. Í Danmörk er hægt að kaupa nautahakk á rúmar 500 kr kílóið, en það vilja Landssamband kúabænda ekki minnast á. 

Þeir komust að því að mjólkin er ódýrari hér en í hinum tveimur löndunum, ekki er þetta marktæk verðkönnum hjá aumingja kúabændum. Á maður að vorkenna þeim???? Ég bara spyr.

Við búum í dýrasta landi í heimi, en mjólkin er eitthvað ódýrari hér en í þessum tveim löndum og það er fréttnæmt.  


mbl.is Ódýr nýmjólk á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Elsku Gísli

Hjartanlega til hamingju með 18 ára afmælisdaginn þinn, bara orðin stór og sjálfráðaW00t Þú ert æðislega flottur gaur enda á ég jafn mikið í þér og mamma þínWink Við elskum þig, dúllan okkar.

512_IMG_0460


Nýársstökkið og íbúðarmálið.

Er búin að vera löt við bloggið, tengist  því að ég er búin ferlega slæm af verkjum i bölvaða hnénu sem hefur versnað mikið og ég hef þurft að vera mikið á verkjalyfjum undanfarið. Ekki mitt uppáhald. Sendi doksa tölvupóst um ástandið og hann snöggur að svara eins og alltaf, hann vildi að ég kæmi til hans og var ég hjá honum í dag. Ég hef skaðað eitthvað í hnénu með þessum flótta á gamlárskvöldi undan flugeldanum, það er að segja stökkið inn í nýja áriðGrin Hnéið hefur ekki þolað stökkið og lendinguna, þannig að nú þarf ég aftur að fara í  segulómun, en það er alltaf smá bið( rúmar tvær vikur) en doksi bað um að ég yrði sett í forgang, þannig að ef tími losnar þá verður hringt.  Og hann vill meina að ég þurfi aftur að fara í aðgerð, heldur að ég hafi rifið liðþófann eða það sem var eftir af honnum og spurning með krossböndin.Shocking  Jæja, það er ekkert við því að gera, bíð bara eftir að ljúka þessu, svo ég losni við þessa dj... sáru verki.  Er of þrjósk til að fara að nota hækjurnar aftur, því þá er ég handarlaus á meðan, þannig að ég verð bara að vanda mig og labba varlega, það versta er að komast ekki út að rölta um og taka myndir.Devil

Svo er náttúrulega bara nóg að gera þegar maður er í stríði á öllum vígstöðvum.  Var að  breyta herberginu hjá litla gutta og taka til, þarf að minnka draslið og undirbúa allt heimilið fyrir málaferlið, þar sem dómararnir ætla að koma hingað og skoða gallana sjálfir. Aðalmeðferðin átti að vera í næstu viku, en í dag hringdi lögfræðingurinn minn og sagði að lögfræðingurinn þeirrahefði beðið um vikufrest,Angry  ég var ekki ánægð með enn einn frestinn en það er ekkert við því að gera, dómarinn ræður. Þá hef ég aðeins meiri tíma að undirbúa heimilið á hægum hraða  miðað við heilsuna eða heilsuleysið. Stóri dagurinn er því 7.febrúar, dómararnir og lögfræðingarnir mæta hér klukkan 8:30 að skoða Höllina og svo verður farið beint niður í Héraðsdóm Reykjarvíkur, þar sem aðalmeðferðin verður svo keyrð áfram. Held að það er bara gott, þá hafa þeir séð gallana með eigin augum og vita hvernig ástandið er, ekki bara einhverjar myndir og lýsingar frá matsmönnum og mörgum mismunandi aðilum. Dómarinn lofaði mér í haust að hún mundi ekki taka langan tíma áður en hún fellur dóm í málinu. Þannig að þessari margra ára baráttu fer bráðum að ljúka.

Jæja, þá eru verkjatöflurnar farnar að slá í hausinn á mér og ætla að fara að koma mér í rúmiðSleeping


Mig langar heim til Færeyjar

Undanfarið hefur mikill söknuður ráðist á mig, ég er farinn að þrá að komast heim til Færeyjar. Við fjölskyldan sigldum þangað fyrir 4 árum og börnin elskuðu að vera þar. Það er svo mikið frelsi og allt í rólegheitunum alls staðar. Amma var enn á lífi þegar við vorum þar, en hún lést fyrir tæpum tveim árum síðan og einhvern veginn, langaði mig ekki mikið að fara þegar amma var ekki á staðnum. En yngri strákurinn er farinn að tala svo mikið um að fara aftur til Færeyjar og þá bara sigla ekki með flugi. Siglingin var líka alveg ofboðslega kósý, að rugga í svefna var æðislegt.

512_P0003647

 

 

 

 

Amma með langömmu börnunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

512_P0003541

 

 

 

Smá Titanic fýlingur í strákunum þegar við fórum í siglingu með bróðir hennar mömmu.

 

 

 

 

 

 

 

512_P0003596

 

 

 

 

 

Frænda mínum datt í hug að prófa að sigla inn í hella, hafði aldrei farið þarna inn áður. Það var alveg geðveikt flott að fara þarna inn á bátnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_P0003618

 

 

 

 Tindhólmur, rétt hjá Mykinesi fyrir utan Sörvág.

 

 

 

 

 

 

 

 

512_P0003346

 

 

Systir mín og litla prinsessan mín aðeins að sulla og vaða á sandinum í Sörvági.

 

 

 

 

 

 

 

512_P0003643

 

 

 

 

 

Hér stendur prinsessan og bíður eftir að bræður hennar komi til baka, þeir fóru út að sigla á árabát með pabba sínum, henni var ekki treyst að fara með og var ekki sátt við það. 


Vá, maðurinn lærir mikið af þessum þunga dómi.

45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með um 300gr af hassi og tæpt gram af kókaíni, og efnin voru gerð upptæk.

Er ekki í lagi með dómara????? Reikna með að þeir telja þetta gera mikið gagn við baráttuna við dóp og dópsölu. Dæma þá bara í skilorðsbundið fangelsi. 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugalausir Forledrar

Í gær vorum við með yngri stráknum á handbolta skemmtun hjá Fram.  Fram skipuleggur alltaf svona hátíðir fyrir börnin sem æfa handbolta, í gær var sem sagt skemmtun hjá 6.flokki, þá eru strákarnir sem æfa í Grafarholtinu og strákarnir sem æfa í Safarmýrinni saman.  Liðunum er blandað saman og svo er keppt á milli liða, eftir það er svo pizza, nammi og skemmtun og horft á leik Íslands og FrakklandsWhistling

Fjörið byrjaði klukkan 13:30, þeir sem gátu ekki mætt voru beðnir um að láta vita, ekki voru nú margir að hafa fyrir því. En alla vega um 35-40 strákar voru mættir og var mikið fjör hjá þeim. Það sem mér fannst skammarlegt var að foreldrum var boðið með og hvattir til að mæta og skemmta sér með drengjunum. Mæting foreldra var arfaslök, foreldrar 4 drengja voru mættir, hinir skiluðu börnunum af sér á til settum tíma og fóru svo, nokkrir drengir þurftu svo að biðja um far til að komast heim til sín eftir skemmtunina, sem lauk klukkan 19 þegar leikurinn var búin.

Hvað er að með foreldra í dag, hefur enginn tíma eða áhuga á að vera með börnunum sínum, skemmtunin var haldin á sunnudegi þannig að sem flestir gætu nú verið með þar sem að sunnudagur er nú frídagur hjá flestum. Maður er nú farinn að taka eftir því hjá mörgum þeirra sem koma alltaf einir að þeir eiga við gífurleg hegðunarvandamál að stríða. Er það ástæðan fyrir því að foreldrarnir koma ekki með eða er það út af áhugaleysi og sinnuleysi foreldra sem þeir láta svona? Ég hallast að því síðarnefnda. Strákarnir hafa spilað á 3 mótum síðan í haust, og alltaf eru það sömu börnin sem koma foreldralausir, með pening í vasanum til að kaupa sér snúð og kókómjólk á meðan á mótinu stendur, ekkert nesti eða neitt haft fyrir þeim, bara skutlað, skildir eftir með klink í vasanum til að kaupa sér eitthvað. Við höfum alltaf farið á 9 manna bílnum þegar mótin eru því við vitum að það eru alltaf þeir sömu sem eru ekki sóttir, þannig að við skutlum þeim heim, oft koma þeir að læstum dyrum og enginn heima til að hleypa þeim inn.

Af hverju er fólk að eignast börn ef það hefur engan áhuga eða tíma til að eyða með börnunum sínum. Þetta er farið að valda mér mikilli reiði að horfa upp á þetta.

Eitt skipti var ég liðstjóri og sá alveg um liðið, 3 af strákunum voru algerlega stjórnlausir og hlustuðu ekki á neitt, voru endalaust að slást og vesenast, þannig að ég ákvað að setja þá ekkert inn á í seinasta leiknum, foreldrar þeirra voru ekki með frekar en vanalega. Ég var búin að tala við drengina oft, en það virkaði ekki, þannig að mín ákvörðun var sú að þar sem að þeir gátu ekki hagað sér utan vallar, þá höfðu þeir ekkert að gera inni á vellinum heldur. Og viti menn, strax um kvöldið hringdu foreldrarnir og kvörtuðu og skömmuðust yfir því að strákarnir fengu ekki að spila með. Ég útskýrði fyrir þjálfaranum mína ákvörðun og sagði henni að ég væri alveg til í að útskýra mína ákvörðun fyrir foreldrunum, en þeir létu aldrei sjá sig. 

Er þetta sinnuleysi og áhugaleysi foreldrana ekki ástæðan fyrir því að hegðun barna fer versnandi, börnin eiga að sjá um sig sjálf og ala sig sjálf.  Börnin eru að fara í hundana vegna þess að þau eru svo óheppin að eiga foreldra sem sinna þeim lítið sem ekki neitt. 

Ég bara varð að blogga um þetta, ég er orðin svo reið fyrir hönd barnanna, því þetta kemur fram í hegðun þeirra og það eru þau sem eru skömmuð fyrir hegðunina, en ætti í raun að vera foreldrarnir sem ættu að fá skammirnar. 


Smá Færeyska

Færeyskan er oft ferlega fyndin, sérstaklega þegar við lesum hana sem Íslendingar.Grin Set myndirnar með svo að þið skiljið fyrirsögnina.

Myndafrásøgn: Býbussur rendi á garð og pela

240832372945c32840a35202c86cabe26cb7a837e7dc877d5c52d69b68ed2ec6


Ný skilti

New Handicapped Parking Sign
 

!cid_714047D98A2D412B9A72B576611E0391@DanSommer

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

New International Marriage Symbol  

!cid_3797DE0CB91B4B8B83741EFA69F40C11@DanSommer


Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband