Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

STOPP

Berklar ekki horfnir á Íslandi, og árlega greinast 10-12 einstaklingar með smitandi lungnaberkla, um helmingur þeirra Íslendingar.  Aðeins seinna í greininni kemur fram að 4 starfsmenn Landsspítalans hafi greinst jákvæðir eftir að berklapróf var framkvæmt á þeim þar sem inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með smitandi berkla. Ég get ekki betur séð en að erlendur sjúklingur hafi smitað 4 starfsmenn og samkvæmt mínum útreikningi eru þarna komin sá fjöldi Íslendinga sem greinast með berkla á ári.

Frjáls innfluttningur íslenskra fyrirtækja á ódýru vinnuafli er orðin vandamál, fyrirtækjunum er í sjálfsvald sett hvort þeir fari fram á að erlendir starfsmenn sýni sakavottorð eða ekki, heilbrigðisvottorð er ekki einu sinni inni í myndinni. Ég get ekki betur séð en að þetta er að verða ansi mikið vandamál, varðandi innfluttning á ódýru vinnuafli.

Starfsfólk spítalana er í hættu, þar sem nokkrum sinnum á ári koma upp sýkingar og berklar sem sjúklingar af erlendu bergi brotnir bera með sér og skapar það hættu fyrir aðra sjúklinga og starfsfólk. Seinustu árin hefur orðið mikil aukning á því að starfsfólk spítalana þurfi að ganga í gegnum alls konar próf og rannsóknir í tengslum við sýkingar og annað sem kemur reglulega upp innan spítalanna. Eitthvað hlýtur þetta að kosta.

Nú svo ég tala nú ekki um líkamsárásir á lögreglumenn, þar erum við líka að tala um innflutt vinnuafl, sem eins og áður segir þurfi ekki að leggja fram sakarvottorð, né heilbrigðisvottorð við komuna til landsins. Þessir 5 einstaklingar, allir Litháar eru með sakaskrá í sínu heimalandi og við við samþykkjum og leifum frjálsan innfluttning á slíku fólki til Íslands. Fyrirtækið sem Litháarnir unnu hjá, sagðist ekki sætta sig við það að þeirra starfsfólk hagaði sér svona og rak þá, og þar með  er það fyrirtæki laust við vandamálið sem fyldi starfsfólki sem þeir fluttu til landsins.Nauðgunum hefur fjölgað þó nokkuð og ansi stór hluti þeirra eru framin af innflutta vinnuaflinu.

Sem sagt fyrirtæki á Íslandi hafa leifi til að flytja inn fullt af ódýru vinnuafli, þetta spara þeim fyrirtækjum pening, því oft á tíðum borga þau þessu fólki langt undir íslenskum launatöxtum. En þjóðfélagið allt borgar brúsan, þar sem aukning hefur verið á afbrotum, árásum, nauðgunum og sýkingum og berklum með þessum innfluttningi.

Ef mig langar að flytja inn gæludýr, þá þarf ég að sækja um leifi til þess og borga fyrir það tæpar 20.000 kr. Svo þarf að setja dýrið í 4 vikna einangrun sem kostar 200-250 þúsund krónur fyrir hunda. Áður en ég fengi leifi til að koma með dýrið til Íslands, þá þarf dýrið að fara í alls konar bólusetningar og rannsóknir, samkvæmt lögum, einnig þurfa sumar hundategundir að fara í Skapgerðarmat. Þetta eru lög og reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir að sjúkdómar og sýkingar berast í íslenska hunda og önnur dýr.

Íslendingar eru kærðir fyrir að koma með of mikið af sælgæti til landsins, einnig er maður tekin ef maður er með kjöt eða matvörur með sér til landsins og kærður. Þetta er glæpsamlegt athæfi, þar sem matvörur gætu innihaldið salmonellu eða annan ófögnuð. En það er frjáls innfluttningur á ódýru vinnuafli sem ber jafnvel með sér sjúkdóma og eru með langan sakaferil að baki í heimalandinu, en það er í fínu lagi. 

Sælgæti, ostar, kjöt og gæludýr er bannað eða háð ströngum lögum og reglum, en engar reglur reglur eru varðandi erlent starfsfólk, sem getur valdið heilsu og líkamlegu tjóni á íslenskum tvífætlingunum, það er mikilvægara að passa upp á lif og heilsu fjórfætlinganna.  


mbl.is Berklar ekki horfnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vín hollara en vatn!!!!!

To my friends who enjoy a glass of wine... and those who don't.
 
 As Ben Franklin said: In wine there is wisdom, in beer there is freedom, in
 water there is bacteria.
 
 In a number of carefully controlled trials, scientists have demonstrated
 that if we drink 1 liter of water each day, at the end of the year we would
 have absorbed more than 1 kilo of Escherichia coli, (E. coli) - bacteria
 found in feces. In other words, we are consuming 1 kilo of poop.
 
 However, we do NOT run that risk when drinking wine & beer (or tequila,
 rum, whiskey or other liquor) because alcohol has to go through a
 purification process of boiling, filtering and/or fermenting. 
 Remember: Water = Poop, Wine = Health
 
 
 Therefore, it's better to drink wine and talk stupid, than to drink water
 and be full of shit.
 
 There is no need to thank me for this valuable information: I'm doing it as
 a public service.

Lögregluárásin

Á útvarpi Sögu í morgunn var Arnþrúður Karlsdóttir að ræða um árásina á lögreglumennina á Laugaveginum um helgina, eins og flest allir vita voru þar Litháar á ferð. Hún bað hlustendur um upplýsingar um málið, þar sem hún sagðist hafa heyrt að þessi árás hafi verið gerð að tilstuðlan Íslendings eða að Íslendingur hafi greitt þeim fyrir árásina. Ég hlustaði ekki á þáttinn þannig að ég veit lítið um þetta mál, annað en það sem mér hefur verið sagt, og svo það sem ég las á DV. Hér fyrir neðan kemur það sem er skrifað á DV.

 

Árásarmenn reknir
Tveir mannanna fimm sem gengu í skrokk á óeinkennisklæddum lögregluþjónum á Laugaveginum, aðfaranótt föstudagsins, störfuðu hjá JB byggingarfélagi. Mönnunum, sem eru báðir frá Litháen, var umsvifalaust sagt upp störfum þegar málið kom upp.

„Við munum aldrei líða það að starfsmenn á okkar vegum leggi stund á ofbeldi af nokkru tagi," segir Engilbert Runólfsson, forstjóri JB byggingarfélags, í samtali við DV sem fjallar um málið í dag.

Þetta er byggingarfélagið sem ég er í málaferlum við og verður aðalmeðferðin eftir tvær vikur, ég get ekki bloggað neitt um málið fyrr en dómur fellur og þá mun ég líka vera dugleg við að segja frá öllu í sambandi við íbúðarkaupin og alla gallana sem eru hér.

Ég vona bara að þeir senda enga Litháa á eftir mérWhistling

 


Íslenskt fjármálavit.

Hann er örvæntingafullur bíleigandinn sem auglýsti í Fréttablaðinu í gær. Hann skuldar allt verðmæti bílsins, og gott betur. Til að losna við ökutækið býður hann kostaboð.

Bíllinn er til sölu á hundrað prósent láni og að auki fylgir ókeypis gasgrill með sem er metið á 130 þúsund krónur. Gallinn er samt sá að grillið er enn í kassanum og því á eftir að setja það saman. Ef einhver hefur áhuga er rétt að taka fram að bíllinn er 2000 árgerðin af Suzuki Baleno, metinn á 560 þúsund.

Las þetta á DV.is, er þetta ekki týpiskur Íslendingur með frábært fjármálavitWink


Helgin búin

Þá er helgin búin og komin mánudagur og prófvika hjá strákunumW00t Ég var hálf ofvirk um helgina, eitthvað sem ég geri þegar ég er með verki og er mikið að hugsa. Tekur smá tíma að jafna sig, mjöðmin orðin mjög góð, get tekið hliðarskref án þess að hneygja mig, en hnéið er ekki að skána líklega stökkið inn í nýja árið hafi ekki verið það besta sem ég gat gert. Svo blessaða kjálkamyndin af prinsinum, eða eins og Ásdís sagði "it aint human", smá áfall að sjá myndina, Beauty on the outside but beast on the insideShocking. Þetta verður lagað, sama hvað það muni kosta, fallegi drengurinn minn fær ekki að vera svona tenntur.

Þannig að um helgina fór ég að þrífa allt, taka til í fataskápunum , taka  föt sem eru of lítil og farið með í Rauðakrossinn. Þvo glugga og gardínur, jóladótið tekið niður og pakkað, en ég læt nú ljósin vera lengur sérstaklega í þessu myrkri. Fór með fullt að drasli á haugana, mig langaði að gráta þegar ég henti spinnerunum af bílnum, þeir voru orðnir of slitnir, þannig að nú þarf ég að pannta aðra. Ég veit að ég er skrítin, ég er á gelgjunni með unglingnum mínum, keyri um með spinnera á sumrin og langar að setja díóðuljós undir bílinn en það er bannað.

Prinsessan er að ná í sig flensu og er eins skemmtileg og hún á að sér að vera þegar hún er veik. Hún verður hálf andsetin þegar pöddurnar eru komnar í hana og hennar aðalmarkmið er að gera líf bræðra sinna að helvíti þegar henni líður íllaDevil 

Unglingurinn var að hringja í mig og segja mér að hann þurfi að komast til tannsa, hann var að brjóta úr framtönninni í matartímanum. Æðislegt, meiri tannsi, ætli þetta verði eitt af þessum árum þar sem mikill tími verði hjá tannsa, svona tannsa ár????

Árið í fyrra var nefnilega lækna, slysa, aðgerðarár. Fyrstu vikuna í janúar í fyrra fór ég í fyrstu aðgerðina með öxlina, gekk æðislega. Um vorið var það svo hæll og hásin, hækjur í 4 vikur, á sama tíma ákvað yngri prinsinn að bráka á sér öklan og vera á hækjum mér til samlætisWink Nú svo var keyrt á prinsinn og fullt að gera  í tengslum við það slys. Prinsessan fór svo í hálskirtlatöku í haust og var snögg að jafna sig á því, byrjaði að syngja um leið og við komum heim og hefur ekki hætt að syngja síðan þá.  Svo endaði árið með aðgerðum á mjöðm og hné hjá mér. Þannig að það var nóg að gera í fyrra. 


Alien tennur

Jæja, fór með yngri guttan í röntgenmyndatökuna í gær, þar sem átti að athuga hvort fullorðinstennurnar væru ekki örugglega einhverstaðar á leiðinni. Drengurinn verður 11 ára á árinu og er bara búin að missa 4 barnatennur, ekki mikið að flýta sér að þessu.Whistling Tennurnar fundust, þær eru allar þarna. Eftir myndatökuna fórum við út í bíl og skoðuðum myndina, við öskruðum þegar við sáum hana, svo hlógum við og reyndum að finna út úr því hvar við höfðum séð svona tanngarð áður. Guttinn sagði að tennurnar hans líktist tönnunum hjá AlienGrin Honum fannst þetta frekar cool til að byrja með, svo í gærkvöldi fór hann að pæla í því hvort að tennurnar hans verða svona  eða hvort það er hægt að laga þetta, ég sagði honum að við látum laga tennurnar,  að tannsi ætlar að skoða myndirnar og hringir svo í okkur og lætur okkur vita um framhaldið. 

Ég tók eftir því að greiðslukortin mín fóru að hitna all verulega, það kom megn bræðslulykt úr veskinu mínu. Ég þarf engann tannsa til að segja mér að ég verði að borga  brjálæðislega háa tannlæknareikninga fyrir guttann minn næstu árin.

512_IMG_6952 Þessi mynd segir mér að elsku prinsinn minn þurfi tannréttingar í nokkur ár. En hann er allavega með fullorðinstennur.


Hugsið áður en þið framkvæmið

Það er greinilegt að Heilbrigðismálaráðherra hefur ekki hugmynd um það hvað það er erfitt og reyndar ómögulegt fyrir öryrkja og aldraða að lifa á þessum bótum sem eru undir fátækramörkum. Þessi ákvörðun hans um að fella niður komugjöld vegna barna og unglinga er mjög góð, en að velta kostnaðinum yfir á þá sem minnst hafa  er skammarlegt og ekki heil brú í þeirri hugsun hjá Gunnlaugi. 43% hækkun á lækniskostnaði hjá þessum hópi er alveg út í hött, margir lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að fara til læknis, höfðu ekki efni á því í fyrra og því síður núna eftir þessa hækkunn.

Svo er það Árni Matt, hann segir að það er ekki tímabært að lækka skatta á þá sem minnst hafa. Hvenær verður það tímabært???? Þegar búið er að svelta þá fátækustu til dauða ?????

Það er greinilegt að þessir 2 ráðherrar hafa aldrei þurft að lifa á lágum launum og lágum bótum. Ég skora á þessa háu herra að prófa að reka heimili og lifa á þessum greiðslum, og hafa afgang til að hugsa um heilsuna og komast til læknis.


mbl.is Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar svo Friðunin????

Þetta er orðið þvílkt rugl að það nær engri átt, með þessa kofa á Laugaveginum. Hvað kemur allt þetta ferli til með að kosta, tafirnar, friðunin, fluttningurinn og að gera húsin upp???? Þetta er örugglega kostnaður upp á nokkur hundruð milljónir. Í Reykjavíkurborg er búið að hækka fasteignagjöldin um 12%, hæsta leifilega útsvar er í borginni og svo framvegis. Á sá peningur að fara í þessa vitleysu???

LaugavegurEr til svo mikill peningur hjá Reykjavíkurborg og Ríkinu, til að  varðveita og gera upp þessi hús .

 

 

 

 

Við foreldrar höfum leitað til borgarinnar varðandi skólahúsnæðið í okkar hverfi sem var byggt of lítið og er löngu sprungið, og þar af leiðandi er komið með skúra "Færanlegar Kennslustofur" er víst fína orðið yfir það. Við höfum kvartað yfir aðstæðum sem börnunum okkar er boðið upp á og viljum að eitthvað verði gert varðandi þessa ógeðslegu skúra, sem eru myglaðir og leka, þá er sagt að það eru ekki til  peningar til að bjóða börnum okkar upp á viðunandi skólahúsnæði. Skólaskúrarnir eru heilsuspillandi og það eru ekki til peningar til að gera neitt í þvíDevil En nú eru til peningar til að henda í þessi hús við Laugavegin, þessi hús eru sem sagt mikilvægari en skólahúsnæði fyrir börnin okkar ??? Húsnæði sem börn þurfa að eyða 6-7 klukkustundum í á hverjum degi í 10 ár. 

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í sumar af Færanlegum kennslustofunum við Korpuskóla sem var tekin í notkun fyrir rúmum 2 árum síðan. Við erum búin að láta borgina hafa þessar myndir, aðgengi fyrir fatlaða var lagað, eitthvað var málað inni í skúrunum, en þeir mýleka ennþá og eru illa lyktandi, en það er allt í lagi, börnin okkar þurfa að vera þarna og þau kvarta ekki svo mikið.

512_IMG_2755

 

 

 

 

Hér er mynd af gati í einum útveggnum, smá myglusveppir og fúi, sem veldur ógeðslegri lykt, en þetta er fyrir börnin okkar, þannig að borgin eyðir ekki pening í að laga þetta.

Bara heilsuspillandi, allt í lagi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_2748Pípulagnirnar eru staðsettar beint fyrir ofan innganginn í stofurnar, þær eru algerlega óvarðar. Ef þær springa þá erum við bara með skaðbrennd börn. En það eru ekki til peningar til að laga þetta heldur.

Slysahætta.

 

 

 

 

 

512_IMG_2733 Glugginn að utanverðu, fúinn og lekur. En þetta er bara húsnæði fyrir börnin og ekki til peningar til að bæta úr þessu heldur.

En það er skólaskilda og börnunum er boðið upp á svona aðsöðu til að læra í.

 

 

 

 

 

Það er ekki til peningar til að byggja almennilega og nógu stóra skóla. En það er hægt að henda mörg hundruð milljónum í einhverja helvítis kofa á Laugaveginum.  Djöfulli verð ég reið, þetta eru mínir peningar líka sem þessir fávitar eru að vesenast með, ég kæri mig ekki um að mínu framlagi verði hent í þetta rusl, það er margt annað mikið þarfara við peningana að gera. 


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeytingur út um allt

Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga, stundum líður mér eins og leigubílsstjóra. Á mánudaginn var læknisferðin hjá mér og miðju barninu, og svo var æfing hjá unglingnum.

Í gær var svo farið með allt stóðið til tannlæknis, yngri strákurinn fór fyrst í stólinn, prinsessan fékk að fara með inn og fylgjast með, hún var svo áhugasöm að hún var næstum komin ofan í kok á bróður sínum. Yngri guttin verður 11 ára í ár og er bara búin að missa 4 barnatennur og lítur út eins og krúttleg kanína,InLove hann er virkilega farinn að bíða eftir að missa barnatennurnar, enda er ekki mikið eftir af þeim, þær eru vel nýttar. Tannsi tók myndir og það sést í nokkrar fullorðinstennur, en þær eru bara ekkert að flýta sér niður. Hann ákvað að senda guttann í kjálkamyndatöku til að athuga hvort allar fullorðinstennurnar eru ekki örugglega þarna einhvers staða inni.

Svo var komið að prinsessunni sem er orðin 5, hún er ekki með neinar lausar tennur og allt leit mjög vel úr, hana langar að vera eins og hinir krakkarnir á leikskólanum og fá fullorðinstennurnar núna, en tannsi sagði við hana að fullorðinstennurnar hjá henni skemmast ekki eins og hjá hinum, það er bara mjög gott að spara þær og fá þær seinna, þannig að hún var bara mjög ánægð eftir það.

Nú var komið að unglingnum, hann er á þessu æðislega tímabili, þar sem tannburstinn er ekki mikilvægastur og á það  til að gleyma að nota hann sérstaklega þegar það er frí. En hann fékk hrós, flottar tennur, engar holur og bara allt í góðu lagi. Sem betur fer erum við fjölskyldan komin með frábæran tannsa, sem er ekki með okur verð, þannig að ég þurfti ekki að setja tannsa reikninginn á Vísaraðgreiðslur. 

Svo varð af hendast heim og skila part af liðinu og sækja nokkra stráka og koma þeim á handboltaæfinguna. 

Í morgunn átti ég tíma hjá ofnæmissérfræðingi, fékk bráðaofnæmi fyrir nokkrum árum af Voltaren Rapid og er búin að vera á leiðinni í ofnæmispróf síðan þá.Whistling En mér tókst loks að sparka í afturendann á sjálfri mér og koma mér í ofnæmispróf. Hefði átt að sleppa því, doksi sagði mér að ég væri með áreynslu og ofnæmis Astma, það þýðir lyf allan ársins hring, ekki bara á vorin og sumrinFrown eða þegar ég man eftir þeim.  Arrrg, fleirri lyf.  

Eftir hádegið átti ég og guttinn minn svo tíma í hnykk, þvílík sæla þegar búið er að hnykkja, verkirnir snar minnka og skapið verður mikið betra, hjá okkur báðumWhistling 

 


Lífshamingja á Íslandi

Er það ekki furðulegt að bílaumboðin eru öll samstíga með að hækka bílaverð? Gengið á seinasta ári lækkaði verulega, en það sáust engar lækkanir á bílum né neinum öðrum vörum í þessu blessaða landi. Því við Íslendingar tökum þessu öllu þegjandi, kvörtum og tuðum aðeins hver í sínu horni og förum svo út í búð að versla vörurnar á uppsprengdu verði. Sem betur fer erum við ekki að kaupa bíla reglulega, en matvörur þurfum við að kaupa, og verðið á þeim er löngu komið upp fyrir það verð sem var áður en vaskurinn var lækkaður í mars. Hverjir eru að græða og taka neytendur í ra......???? Ekki eru neytendur að kvarta mikið um það að verðið er orðið miklu hærra með lægri vaskDevil

Allar verslanir hafa verið hálftómar síðan um áramót, en það er út af verðhækkunum. Byrgjarnir hækka flest allir sínar vörur um áramót, enda löng hefð fyrir því og við hugsum þeim þegjandi þörfina, svo er alls ekki ólíklegt að verslanirnar nái sér í nokkrar krónur í sinn vasa í leiðinni.

Hvað gerum við, hinn almenni neytandi, við höldum áfram að versla og versla og versla og tuða og tuða og tuða, en verslum samt. Launahækkanir hjá almenningi er ekki nærri jafn há og hækkanir á öllum vörum og opinberum gjöldum hjá því opinbera um áramótin, en við sættum okkur samt við þetta. Að launahækkunin er löngu farinn í allar hækkanirnar áður en við náum að fá þessar nokkrar krónur í vasann.

Það er farið að vanta smá franskt blóð í okkur, þannig að við virkilega förum að mótmæla þessu ástandi, ekki bara tuða heldur mótmæla með látum og aðgerðum. Eða eru allir sáttir við endalausar hækkanir á öllu, nema laununum???? Er þetta ástæðan fyrir því að við mælumst sem ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum???? Eru allir svo ánægðir með hátt verð á öllu og lág laun, ÞVÍLÍK LÍFSHAMINGJAW00t

Ég veit ekki með ykkur hin, en ég er alla vega orðin drullu aum í rassgatinu og það eykur ekki mína lífshamingju, helvítis hækkanir á öllu.


mbl.is Verð á nýjum bílum hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband