Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
8.1.2008 | 11:46
Gunnlaugur Þór, hvernig á þetta að ganga upp?
Mikið ofboðslega er ég fegin að málefni öryrkja og aldraðra var flutt frá Gunnlaugi Þór Heilbrigðismálaráðherra og yfir til Jóhönnu Félagsmálaráðherra.
Undanfarið hef ég haft það á tilfinningunni að hann Gunnlaugur horfir aldrei á fréttir eða viti ekki hvað er í gangi í þjóðfélaginu, alla vega ekki hjá þeim sem minnst hafa. Maðurinn hækkar öll gjöld á öryrkja og aldraða varðandi komur til lækna. Það er sá hópur fólks sem þarf mest að leita sér lækninga, við erum óvinnufær vegna veikinda og slysa. Ekki hækkuðu nú bæturnar um það marga hundraðkalla að það bætir möguleika okkar mikið á betra lífi. Margir í þessum hópi sjúklinga höfðu ekki efni á því að fara til lækna í fyrra og ekki bætir það úr skák þegar að Gunnlaugur hækkar gjaldið á þennan hóp í ársbyrjun.
Fínt mál að hann lækkar og fellur niður gjöld vegna komu barna til lækna á heilsugæslu og á göngudeildir spítala og á slysó. Ég þurfti að fara í gær með yngri son minn til taugasálfræðings, hann lenti í slysi í fyrra, hann var á hjóli og það var keyrt á hann. Sem betur fer slapp hann frekar vel, engin beinbrot en höfuðhöggið olli miklum persónuleikabreytingum hjá honum, einnig fékk hann slæma hryggskekkju. En eins og ég segi fórum við með hann í gær á göngudeild Barnaspítalans og þurftum ekkert að borga, auðvitað var það fínt, en ef við hefðum hins vegar fengið tíma hjá þessum sama sérfræðing á stofu þá hefði skoðunin og matið kostað okkur um 30-35.000 krónur. Svo hefði partur af því verið endurgreiddur frá TR þar sem börn fá afsláttarkort eftir að 7.000 króna greiðslu er náð.
Þannig að börn sem koma til sérfræðings á spítala borga ekkert, en aftur á móti þarf að borga fyrir að hitta sama sérfræðing á stofu.
Það sem ég hef mikið verið að hugsa um er að þar sem að foreldrar þurfa ekkert að borga fyrir komu með börnin á slysó, hvort að foreldrar fari ekki að hlaupa með börnin sín þangað í tíma og ótíma, að nausynjalausu í mörgum tilfellum og þar með muni biðtíminn þar lengjast um nokkra klukkutíma í viðbót við það sem hann er nú þegar????
Svo horfði ég á viðtal við Gunnlaug Þór í seinustu viku þar sem hann var að tala um að fara að flytja inn sjúklinga að utan, við værum með gott og fært starfsfólk á spítulum og því þótti honum þetta sniðug hugmynd. En mig langar að vita hvernig Gunnlaugur ætlar að fara að þessu, það er þá og þegar það mikil mannekla á spítulunum að Íslendingar eru á margra mánaða biðlistum eftir að komast í aðgerðir. Spítlaranir eiga að skera meira niður og spara, en svo kemur hann með svona snilldarhugmyndir Auðvitað kemur einhver peningur með sjúklingunum að utan, EN ÞAÐ ER EKKI TIL STARFSFÓLK. Hvar ætlar Gunnlaugur að fá starfsfólk á spítalana, það er mannekla og fólk hættir að vinna þar vegna lélegra launa, hvernig ætlar hann að framkvæma þetta? Vegna sparnaðar og niðurskurðar ( FJÁRSVELT) í heilbrigðiskerfinu er sú áætlun í gangi að það á ekki að ráða nýtt fólk í stað þess sem hættir. Þannig að þeir sem eftir verða eiga þá bara að sjá um þetta, þá getur starfsfólk spítalana bara flutt þangað og verið á vakt allan sólahringinn.
Nei, þetta reikningsdæmi hjá Gunnlaugi Þór heilbrigðismálaráðherra og ríkisstjórninni er ekki alveg að virka, það er ekki hægt að spara og skera niður, flytja inn sjúklinga að utan, Íslendingar eru á margra mánaðar biðlistum eftir læknismeðferðum, byggja heljarinnar stórt nýtt hátæknisjúkrahús og reka það án starfsfólks og peninga.
Heilbrigðiskerfið er að fara í hundana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2008 | 18:12
Bloggletin búin
Þjáðist af einhverri bloggleti um helgina, var að vinna í myndunum mínum og prenta á striga sem koma bara ofboðslega vel út, prentaði gamla krúttlega mynd sem ég á af pabba, ég er alls ekki hlutlaus en mikið ofboðslega var pabbi mikið krútt þegar hann var lítill
Í dag átti ég svo tíma í endurkomu hjá doksa, fékk betri upplýsingar um aðgerðirnar, hann sagði mér reyndar frá þeim strax eftir aðgerðirnar, en þær upplýsingar fóru inn um annað og út um hitt, maður meðtekur lítið sem ekkert þegar svæfingin er enn í hausnum á manni. Ytri liðþófinn í hnénu var illa farinn og þurfti að fjarlægja hann næstum alveg, svo var þó nokkuð slit undir hnéskelinni sem var hreinsað og henni komið fyrir á sínum stað. Hnéið var mikið verr farið en myndirnar sýndu, en nú er það komið í lag. Liðbandið í mjöðminni var allt of strekt og stíft, sem olli bölvuðum kvölum, smellir og fóturinn endalaust að gefa sig. Um leið og doksi skar í liðbandið þá gliðnaði það strax og tognaði á því, hann þurfti að skera nokkrar raufar í það, gerði spagettí úr því þannig að nú er bara að bíða og sjá hvort að þetta hafi nú ekki hjálpað til við það vandamál. Ég á alla vega auðveldara með að sitja, það eru ekki nema tæpar 3 vikur síðan aðgerðirnar voru gerðar, þannig að það tekur víst smá tíma að jafna sig og komast á fullt skrið. Hann sagði að það voru miklar líkur á því að liðbandið hefði slitnað ef ég hefði ekki farið í aðgerðina, þar sem það var svona strekt.
Doksi bannaði mér allt hásökk og langstökk og hlaup í heilan mánuð stökkið mitt á Gamlárskvöld var ekki planað, bara ósjálfráð viðbrögð. Eftir stökkið kom vökvi inn í liðinn og bólgur, þannig að ég verð að fara í sjúkraþjálfun, ég ekki alveg sammála en hann sagði að ég ætti að lifa það af að fara í þjálfun, þar sem ég hef aldrei farið eftir neina aðgerð hjá honum og honum finnst nauðsynlegt að þjálfa fótinn eftir 3 aðgerðir á sama fæti á hálfu ári. OK, ég verð að hlíða, þá kemst ég fyrr af stað út með myndavélina.
Litli guttinn fór loks í dag til taugasálfræðingsins, það var 2 klukkutíma próf, spurningar og spjall, svo eigum við og kennarar að svara spurningarlistum og skila til hans. Þannig að við fáum svör úr því öllu eftir mánuð. Þar sem Gunnlaugur Þór er búin að breyta kerfinu, þá þurftum við ekkert að borga fyrir að fara með guttan til taugasálfræðingsins í dag, hann tók á móti honum á göngudeildinni á Barnaspítalanum, en ef við hefðum komið til hans á stofunni út í bæ, þá hefði þetta kostað um það bil 30-35.000 kr. Þvílkur mismunur, eftir því hvert maður fær tíma á spítala eða á stofu út í bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.1.2008 | 15:41
Er að verða kominn á fulla ferð.
Hef fengið nokkrar fyrirspurnir um heilsuna eftir aðgerðirnar, þannig að þá er best að koma með fréttir af því. Ég er öll að hressast, er farinn að keyra fyrir nokkru síðan eða um leið og jólafríinu hjá bílnum mínum lauk. Fæ ekki lengur verki í hnéið þegar ég stíg á kúplinguna, þannig að doksa hefur tekist að laga það og mjöðmin orðin það góð að ég er farinn að geta sofið aftur á uppáhalds hliðinni, þeirri vinstri.
Að vísu kom smá bakslag á Gamlárskvöld, ein rakettan var ekki til í að fara upp í loft eins og ráð var gert fyrir, ég stóð rétt hjá henni á betri fætinum, til að hvíla hinn, svo þegar að við sáum að bölvaði flugeldurinn ætlaði bara að springa við lappirnar á okkur, þá var ekkert um annað að ræða en að koma sér undann. Karlinn tók prinsessuna í fangið og stökk af stað, ég snéri mér við og stökk yfir hekkið og þar sem ég stóð í betri fótinn að þá var ekkert um annað að velja en að lenda á þeim veikari. Ég verð að viðurkenna að hnéið mótmælti hástöfum og ég fann fyrir því alla nóttina, þannig að í staðinn fyrir að fá mér kampavínið um miðnætti, þá var það bara kók(Drykkurinn) og verkjatöflur. Mig grunar að það er kominn vökvi inn á hnéið þannig að doksi verður þá að tappa af eftir helgina þegar ég á endurkomutíma, á dýra nýja taxtanum.
Doksi er algjör snillingur í saumaskapnum, örið var bara mjög flott þegar ég tók umbúðirnar af, ég er ofboðslega ánægð hvað það leit vel út, þar sem það er 12 cm. langt. Doksi var að vísu í sama skóla og ég, þannig að ég veit að hann fékk frábæra kennslu í handavinnu hjá Ingibjörgu og Helgu handóðu eins og við kölluðum hana og svo var líka mjög góð smíðakennslan hjá Lalla staur. Þess vegna valdi ég hann sem lækni, vissi að hann hafði fengið góða handavinnu og smíðakennslu í barnaskólanum, sem nýtist honum vel sem bæklunarlækni Nei, svona án gríns þá er hann alveg frábær doksi, einn af fáum sem ég treysti 100% fyrir mínum dýrmæta líkama. Svo er hann náttúrulega gall harður Frammari eins og ég, sem er ekki verra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2008 | 16:34
Risaeðla í Páfagarði
Páfinn lofar náttúrulegar fjölskyldur, sem er hjónaband karls og konu, segir það vöggu lífsins og ástarinnar og frumkraftur og ófrávíkjanleg skilyrði friðar.
Talar Páfinn af reynslu? Þvílíkur forneskju hugsunarháttur hjá manninum. Hvað er hann að meina, að ef allir væru gagnkynhneigðir að þá væri alheimsfriður? Er maðurinn að halda því fram að hommar og lesbíur eru megin orsök ófriðar í heiminum? Páfinn er nú yfirmaður Kaþólsku kirkjunnar og fréttir seinustu ára hafa nú ekki verið góðar fyrir hans vinnustað og hans undirmenn, veit ekki betur en ein mesta misnotkun á ungum drengjum eigi sér stað innan kirkjunnar sem hann er í forsvari fyrir. Eru ekki flestir ítalskir mafíósar kaþólikkar? Þvílíkur hroki í blessaða manninum, hann er eins og strúturinn með hausinn ofan í sandinum.
Flest allur ófriður í heiminum er tengdur trú og trúarofstæki. Og hefur ekkert með hjónaband karls og konu að gera, og það er alveg örugglega ekki samkynhneigðum að kenna að það er stríð og ófriður í heiminum í dag.
Lofar náttúrulegar fjölskyldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 13:10
SNILLINGAR MEÐ FJÁRMÁLAVIT
Ég horfði á Silfur Egils á Gamlársdag, þar voru ansi margar og skemmtilegar umræður í gangi. Inn á milli var svo rætt við fólk sem var beðið um að segja sína meiningu og sitt val á Skussa ársins og fleirra, þegar koma að meiningu viðmælenda um Stjörnur ársins þá verð ég að segja að hann Aðalsteinn Baldvinsson, formaður verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis var með athyglisverðasta valið á STJÖRNUM ÁRSINS
Aðalsteinn Baldvinsson sagði: "Stjörnur ársins fyrir mér eru, láglaunafólkið, það eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem þrátt fyrir alla hagsældina sem verið hefur á Íslandi, búa við kjör sem eru fyrir neðan skilgreind fátækramörk, sem eru í kringum 130.000 krónur á mánuði. Ég vil meina að aðeins snillingar með mikið fjármálavit geti framfleytt sér á þessum tekjum, en reyndar á það ekki að vera hægt."
Þessi ummæli hans Aðalsteins fannst mér vera alveg frábær og svo rétt. Því það þarf mikla fjármálakunnáttu til að lifa af á þessum tekjum á Íslandi og það er þó nokkur stór hópur fólks sem þarf að framfleyta sér á þessum tekjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2008 | 12:18
Gleðilegt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar