Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hver borgar brúsann????

Verður kostnaðurinn við þessa tryggingu ekki bara hent beint í verðið á fasteigninni. Í dag ber byggingarstjóranum að hafa tryggingar í 5 ár eftir að byggingu er lokið. Það er að segja í 5 ár eftir að lokaúttekt hefur farið fram á húsinu. Það er svo undir hælinn lagt hvort þeir láta slíka úttekt fara fram. Þeir sem eru að kaupa sér íbúð í nýbyggingu geta alltaf átt von á að einhverjir gallar koma fram, þó mis miklir.

Ein lausnin á þessu vandamáli er að hætta þessu fúski og fara að vinna fagmanlega og nota vönduð vinnubrögð. Fólk er að setja aleiguna í  það að kaupa sér fasteignir og ekki er það ódýrt að fara í málaferli við byggingarfélagið og byggingarstjórann. Í mínu tilfelli fór kostnaðurinn upp í um 2 milljónir við málaferlið, hinir íbúarnir vildu ekki leggja út í slíkan kostnað, fannst það of mikið, og þar af leiðandi eru sumir gallarnir sem eru hjá okkur bara metnir miðað við okkar eign í húsinu. Til dæmis er okkur dæmdar bætur vegna ónýtrar útihurðar, en þar sem útihurðin er partur af sameigninni, þá fáum við 25% af hurðinni bætt. Ég hef náttúrulega ekki mikið að gera við 25% útihurð, en svona eru lögin. 


mbl.is Verktakar tryggi sig gegn göllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður

Leiga á íbúð.
Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur.
Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með
henni næturlangt. Umsamið verð fyrir greiðann var kr. 30.000

Daginn eftir mundi kaupsýslumaðurinn að hann var ekki með reiðufé á
sér, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að borga
konunni. Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda
henni greiðsluna, það yrði búin til nóta og á henni stæði "Leiga
fyrir íbúð" svo allt liti nú vel út. Með þetta skildu þau.

Þegar heim kom fannst manninum að greiðinn hefði ekki verið 30.000
kr virði, og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á
sér kræla, enda var hann giftur. Hann lét því ritara sinn senda
konunni helming greiðslunnar kr. 15.000 sem leigu fyrir íbúðina,
ásamt eftirfarandi athugasemdum:

Það kom í ljós að íbúðin hefur áður verið notuð. Því er þetta of há
leiga.
Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni.
Þessi íbúð var alltof stór, til þess að líða vel í henni og hafa
það notalegt.
Því mun ég ekki greiða nema kr. 15.000 fyrir húsaleiguna.
Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:

Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður. Það væri heimska
að álíta annað.
Hitinn var nægur, en þú kunnir ekkert á að stilla hann.
Íbúðin var alls ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn
til að fylla upp í hana.
Því krefst ég þess að þú greiðir umsamda leigu að fullu, fyrir
íbúðina. Verði það ekki gert, mun ég hafa samband við fyrri
leigusala þinn.!!!

Ráðhúsið í klakabrynju

Komst loks út aðeins með myndavélina eftir langa bið. sá svo falleg norðurljós en þau hurfu mjög fljótt, þannig að ég fór í bíltúr niður í bæ. Mikið ofboðslega verður Ráðhúsið fallegt í frosti.

512_IMG_7813

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7818

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7821

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7829

 

 


Byggingarfulltrúi og reglugerðir

Þá ætla ég að halda áfram að skrifa um lög og reglugerðir í tengslum við byggingar og húsnæði.

Í dómsmálinu okkar gegn, JB byggingarfélagi, byggingarstjóranum og tryggingarfélaginu hans, kemur fram að ein okkar helsta krafa er vegna aðgengi fatlaðra fyrir utan og innandyra. Varðandi aðgengið fyrir utan og hallann á bílaplaninu, er okkur dæmdar bætur þar sem ekki er byggt samkvæmt reglugerð, sem er á ábyrgð byggingarstjórans, en þrátt fyrir það er hann sýknaður og ég dæmd til að greiða hans málskostnað upp á 600.000 kr. Eins og ég hef skrifað áður eru 3 mismunandi stærðir á hurðum í íbúðinni og það samræmist ekki reglugerð varðandi aðgengi fyrir fatlaða, allar hurðir eiga að vera 90 cm breiðar. Ásamt því að í íbúð fyrir fatlaða mega þröskuldar ekki vera hærri en 25 mm. hér er þröskuldurinn við útidyrnar 60mm að innan og 90 mm að utan. Hvað brot á þessari reglugerð varðar var byggingarstjórinn sýknaður, hann taldi að nóg væri að pípulagnir inni á baðherbergi væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að breyta baðherberginu, það er að segja færa baðkar/ sturtuna frá einu horninu í annað. Þetta svar féllust dómararnir á. Þeir vilja sem sagt meina að það er nóg að fatlaður einstaklingur geti komist um fyrir utan eignina, en þurfi ekki að geta komist inn, né komist um íbúðina að neinu leit. Það er sem sagt nóg að það sé hægt að færa sturtuna, þótt að fatlaður einstaklingur muni aldrei komast að baðherbergiu vegn of lítilla hurðagata í íbúðinni.

Samkvæmt byggingarreglugerðum á að fara fram lokaúttekt, áður en húsnæði er tekið í notkun. Hún hefur ekki farið fram í húsinu hjá okkur, íbúðirnar voru afhentar í júní 2000. 

Við sem sagt búum í húsnæði sem telst ekki lokið samkvæmt byggingarreglugerðum, samt er hægt að vera með heimilisfang skráð hér, allir í húsinu eru með lán á sínum íbúðum og allir eru að borga skatta og gjöld af íbúðum sínum, þrátt fyrir að húsið telst ekki lokið og ekki er leifilegt að flytja inn í það fyrr en lokaútekt hefur farið fram.

Til hvers er verið að segja lög og reglugerðir ef ekki þarf að fylgja þeim? Hvernig getur dómari sýknað byggingarstjóra sem fer á svig við þær byggangarreglugerðir sem eiga að gilda í landinu. Byggingarreglugerðir eru settar fram og samþykktar af ríkinu, dómarar vinna hjá ríkinu, en enginn þarf að framfylgja neinu. Ég á sem sagt að sætta mig við það að byggingarstjóri, dómari og aðrir fylgja ekki lögum og reglum, sem eiga að gilda í þessu landi.

Eitthvað verður að fara að gerast í þessum málum, það er fáránlegt að hlutirnir eru svona, og almenningur á bara að sætta sig við að svona er þetta bara. Ég setti aleiguna mína í þessa íbúð, hún er gölluð og ekki í samræmi við samþykktar teikningar og það er bara allt í lagi. Málið er að ef byggingarstjórinn hefði verið dæmdur fyrir brot á reglugerðunum, þá mundi hann missa starfsleifið, og það hefur aldrei fallið dómur á byggingarstjóra, heldur eingöngu á byggingarfyrirtækin. Þrátt fyrir að allir vita að byggingarstjórar brjóta oft reglugerðirnar.

Ég held þessu máli áfram, því ég tel að það beri að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda í landinu og sætti mig ekki við það að dómari og hans meðdómarar, telja það í lagi að fara á svig við reglugerðir, eins og skrifað er í dóminum. 


BIKARÚRSLITALEIKURINN, FRAM VS VALUR

 

 !cid_image001_jpg@01C87A08

Þá fer að líða að stórleik ársins í handboltanum.  Það verður frábært stuð í Laugardalshöllinni, leikurinn byrjar kl 16, en við Frammarar ætlum að mæta í Safamýrinni kl. 13:30, hita almennilega upp fyrir leikinn, mála börnin og svo verður marserað niður í Höllina. Ég vona svo sannarlega að Fram vinnur Val í þetta sinnWizard  Fram fagnar hundrað ára afmæli félagsins í vor og væri náttúrulega æðislegt að þeir ynni bikarúrslitin á eftir.  

Valsarar, Fram á stórafmæli í ár, mér þætti vænt um að þið tækjuð tillit til þessGrin

ALLIR Í HÖLLINA, ÞEIR SEM KOMAST EKKI ÞANGAÐ ÞÁ ER LEIKURINN SÝNDUR Í BEINNI Í SJÓNVARPINU, MUNA AÐ HVETJA RÉTTA LIÐIÐLoL.  ÁFRAM FRAM WizardWizardWizard


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband