Færsluflokkur: Bloggar
30.11.2007 | 09:54
Falleg Jólagjöf Til Öryrkja
Er þetta ekki falleg jólagöf frá lífeyrissjóðunum til öryrkja?????
Nú held ég að það sé komin tími til að leggja þetta lífeyrissjóðakerfi niður, nokkrir útvaldir stjórnarmenn ákveða að breyta reglum sjóðana svo að þeir geta skert þá sem síst skyldi. Lífeyrisþegar eru að lepja dauðann úr skel og þessum háu herrum er bara nokk skít sama. Ég veit ekki betur en þetta eru sjóðir landsmanna en þeir haga sér og stjórna þessum sjóðum eins og þetta sé þeirra einkaeign.
Hverjir samþykktu þessar breytingar? Voru sjóðsfélagar, þeir sem eiga peningana með í þessari ákvörðun? Er leyfilegt að breyta reglum lífeyrissjóða eftir eigin geðþótta? Ekki var ég spurð að því, hvort ég samþykkti þetta. Ekki hafði ég neitt val þegar ég var að vinna, hvort og þá í hvaða lífeyrissjóð ég vildi borga. Ekki var ég spurð um samþykki fyrir því að byggja þetta stóra hús í Sætúninu, en samt voru þetta partur af mínum réttindum sem fóru í þetta allt saman.
Kæra þjóð, gerið þið ykkur grein fyrir því að þið eruð að greiða % af ykkar launum í skyldu lífeyrissjóð og þið hafið ekkert val um það í hvaða lífeyrissjóð þið greiðið. Viti þið að ef þeið skiptið um vinnu og flytjist á milli lífeyrissjóða að þá missi þið réttindi? Ef þú ert búin að greiða í sama sjóðinn í 20 ár og flyst yfir í annan sjóð og verður óvinnufær rúmum 2 árum seinna, þá hefur þú ekki rétt á framreiknuðum lífeyrisgreiðslum frá þeim sjóði sem þú ert búin að borga lengst og mest í. Vissir þú að ef þú ert ungur þegar þú verður óvinnufær og barnlaus að þá færðu ekki greiddan barnalífeyri með þei börnum sem þú eignast í framtíðinni, nema þú eignast þau innan 12 mánaða frá því að þú verður óvinnufær.
Mínar greiðslur skerðast um 25.000 krónur á mánuði eða 300.000 krónur á ári , vegna geðþótta ákvarðanna nokkurra stjórnarmanna, einn af þeim er Fjármálaráðherra, sem með þessum nýju leikreglum sjóðanna er að auka álögur á ríkið, sem sagt hann samþykkir að skerða mín áunnin réttindi og flytja það yfir á skattborgarana til að létta undir með lífeyrissjóðunum.
Lífeyrissjóðurinn Gildi og Stjórnarmenn sjóðanna og sérstaklega Fjármálaráðherra Árni Mattíssen, ég þakka ykkur kærlega fyrir þessa fallegu jólagjöf. Vona að þið hafið jafn yndisleg jól og ég og mín fjölskylda.
Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2007 | 14:46
ÞAÐ ER VON
Mikið ofboðslega var gaman að lesa þessa frétt. Ég veit að stór hópur fólks bíður spenntur eftir því að sjá hvað verði gert fyrir þennan hóp, því þetta er fólkið sem hefur verið skilið eftir og hundsað í mörg ár.
Þegar sú frétt kom að Jóhanna Sigurðardóttir ætti að taka við þessum málaflokki, þá vaknaði von í hjörtum margra um að nú færi loks eitthvað í gang og kjör öryrkja og aldraðara yrðu lagfærð. Það vita það allir sem einhverntíma hafa stigið fæti sínum inn í Tryggingarstofnun að þar ertu komin í Frumskóg sem enginn skilur, ekki einu sinni þeir sem vinna þar. Þannig að ekki veitir af að lagfæra og breyta þessu kerfi eins og það er í dag. Mér heyrist að Félagsmálráðherra ætli að ráðast á þennan frumskóg með sveðju, ekki veitir af.
Þegar við Fjöryrkjar hittum Jóhönnu í gær þá fengum við þá tilfinningu að nú væri loks einhver komin sem hlustar og skilur okkur, og mun beyta sér fyrir því að breyta og bæta allt það sem í hennar valdi stendur.
Ég bíð spennt með mikla von í hjarta um að nú muni mikið lagast, Jóhanna ég hef mikla trú á þinni góðvild og skilning gangvart þeim sem minna mega sín.
Staða öryrkja og aldraða bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007 | 13:47
Elliðárdalurinn í nóvember
Nokkrar myndir sem ég tók í Elliðárdalnum í seinust viku. Ég held geðheilsu með því að komast í íslenska náttúru og taka myndir, smá mótvægi á móti íslensku þjóðfélagi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2007 | 23:35
Samtök atvinnulífsins framleiðir hálv...
Vá, er virkilega hægt að vera svona mikill asni eins og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og fá himinhá laun fyrir það????????????
Já Vilhjálmur, ég vaknaði einn morguninn og nennti ekki í vinnuna, ákvað að skutlast niður á Tryggingarstofnun og spjalla við það yndislega skemmtilega starfsfólk sem þar vinnur Viti menn starfsfólkið þar bauð mér bara sí svona að vera heima hjá mér og slappa af og buðust til að senda mér mánaðarlega pening svo ég gæti nú lifað LÚXUSLÍFI á kostnað allra hinna, þetta var svo æðilsegt boð að ég gat bara ekki neitað því.
Svei mér þá Vilhjálmur, ég held að þú sjálfur ert nú að nálgast það að þurfa að fara á örorkulífeyri vegna slæmarar andlegrar heilsu.
Kostar hver öryrki 8 milljónir á ári ? Vilhjálmur þú værir kannski til í að útskýra þær tölur fyrir okkur sem erum öryrkjar, því ég er ekki að fá svo miklar greiðslur. Öryrkjar eru að lepja dauðan úr skel á þessum blessuðu bótum sem við fáum og þú talar um það eins og þetta er hið yndislegasta líf
Bætur hjá öryrkjum eru ekkert í samlíkingu við þau laun sem þér eru greidd, af okkar skattafé. Það er skiljanlegt að Íslendingar eru að hrynja út af vinnumarkaðinum, Íslendingar þurfa að þræla sér út til að eiga í sig og á. Íslendingar þurfa að vinna 25% meira en aðrar Evrópuþjóðir til að ná sömu launum og þeir. Nei, líttu þér nær þegar þú leitar að ástæðu fyrir öryrkjaframleiðslunni hér, léleg laun og mikil vinna er ástæðan í mörgum tilfellum.
Börnin eru að verða stjórnlaus, þar sem þau þurfa að sjá um sig sjálf vegna þess að foreldrarnir þurfa að vinna myrkrana á milli til að lifa á þessu skeri. Það er græðgi hjá þeim ríku sem framleiðir öryrkja, ekki sjálfsákvörðun.
Það er greinilegt að þú ert eins og strúturinn með hausinn ofan í sandinum. Vetu ekki að potast í þessu kerfi, því það er greinilegt að þú hefur akkúrat engan skilning á þeim sem þurfa að hætta að vinna, Það er ekkert draumastarf að vera Öryrki, ég vona svo sannarlega að þú munir losna við þessar ranghugmyndir, annars getur þú reynt að leita þér lækninga við þeim kvilla sem hrjáir þig.
Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2007 | 17:07
Kæru bloggvinir, allir að lesa þetta
Ég var að rúnta á milli bloggvina og skoða færslurnar hjá þeim, hjá einum þeirra Hrafnkeli rakst ég á pistill þar sem hann skrifar um fátækt . Í þeim pistli skrifar hann um sjómann sem slasast fyrir nokkrum árum og er öryrki í dag, ég fór á síðuna hjá Jakobi og las pistilinn hans, ég er ekki enn búin að jafna mig eftir lestrinn á hans sorgarsögu. Ég grét og á enn alveg ferlega erfitt með mig, er barasta með kökkinn í hálsinum.
Ég hvet ykkur öll til að fara á síðuna hjá Jakobi og lesa pistilinn hans, það er sorglegt að lesa þennan pistil, en svona er ástatt hjá mörgum í landi sem er svo stolt af því að vera efst á lista varðandi Lífsgæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 14:18
Jóhanna Sigurðardóttir og Fjöryrkja Fjör í morgunn
Jæja þá erum við búin að hitta Jóhönnu Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra og afhenda undirskriftarlistana. Við hittumst fyrst á Kaffi París kl.10 og spjölluðum. Svo röltum við yfir í Félagsmálaráðuneytið, áttum tíma hjá Jóhönnu kl.11:30, Hrannar B. tók á móti okkur og áttum við gott spjall við hann svo kom Jóhanna og tók við undirskriftunum og Ásdís Yfirfjöryki las upp bréf sem hún hafði skrifað fyrir okkar hönd.
Fjölmiðlar höfðu verið látnir vita, en þeir einu sem höfðu áhuga og mættu var RÚV, sem tók upp afhendinguna.
Ég hef mikla trú á henni Jóhönnu Sigurðardóttur, hún hefur í mörg ár sínt áhuga og talað um málefni lífeyrisþega. Hún er búin að koma í gang nefnd sem mun skoða og yfirfara allt þetta TR kerfi, og vonandi verða gerðar stórar breytingar á því flókna kerfi til betrunar, bæði fyrir lífeyrisþegana og starfsfólk stofnunarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra, við bíðum spennt eftir að sjá þær breytingar sem verða gerðar í framtíðinni á þessu öllu saman þegar þú tekur við þessum málaflokki um áramótin.
Takk kærlega fyrir að gefa þér tíma til að taka á móti okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2007 | 15:54
Afhending Undirskriftarlista og Fjöryrkjafjör á morgunn
Ætla bara að minna á að Fjöryrkjar eiga tíma hjá Jóhönnu Sigurðardóttur Félagsmálaráðherra á morgunn kl.11:30 þá ætlum við að afhenda undirskriftarlistana frægu og ráða við hana um okkar kjör og málefni.
Hér ætlum við að hittast, vonast til að sjá sem flesta mæta.
Félagsmálaráðuneytið er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, á 4 hæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2007 | 11:01
Keisaramartröð
Fyrir 10 árum var ég svo óheppin að þurfa að fara í keisara, sonur minn var tekin fyrir tímann og var léttburi. Hann kom í heiminn klukkan 14:14 og settur beint á vökudeildina, ég fékk mynd af honum nokkru eftir fæðingu og fékk að sjá hann eftir miðnætti, þegar ein hjúkkan kom með hann inn til mín í nokkrar mínútur. Þetta var algjör martröð að geta ekki fengið að sjá nýfætt barnið sitt og vita í raun ekki neitt. Ég sjálf var alveg ferlega veik eftir keisarann og lá sjálf uppi á vöknun þar til daginn eftir, allir aðrir í fjölskyldunni fengu að sjá hann og ef það hefði ekki verið fyrir þessa yndislega hjúkku sem kom með hann til mín, þá hefði ekki ekki séð hann fyrr en daginn eftir, nema bara á mynd.
Daginn eftir var ég flutt niður á deild, ég var það veik að ég komst ekki sjálf upp á vöku til þess að sjá drenginn. Það var alveg sama hvað ég suðaði, starfsfólkið þar var ekki til í að keyra mig upp til þess að sjá hann, ég sá son minn aftur þegar maðurinn minn kom og keyrði mig upp á vökudeildina seinnipartinn. Um kvöldið suðaði ég út hjólastól og komst sjálf upp til þess að sjá hann, með vökvastatív og blóðpokann í eftirdragi. Þá voru þær reglur að foreldrar voru beðnir að koma ekki meðan að stofugangur væri á vökudeildinni, sem er skiljanlegt, því það er þröngt þarna uppi og það er verið að tala um lífshorfur barnanna, sem getur verið erfitt fyrir nýbakaðar mæður að hlusta á. Allt starfsfólkð á vökudeildinni var alveg frábært og eiga mikklar þakkir skildar fyrir hugulsemi og hlýju.
En ég get ekki sagt það sama um starfsfólkið á kvennadeildinni, það var martröð að þurfa að vera þar, sérstaklega þegar maður er fárveikur. Þar lá ég með hita og mikla verki, en þær voru ekki mikið að tilkynna það til læknanna. Svo þegar kom að útskrift hjá okkur mæðginum og ég spurð hvernig ég hefði það, þá lét ég lækninn vita að ég væru búin að vera með hita og verki og skutlað aftur upp í rúm. Þegar vika var liðin frá keisaranum kom í ljós að ég var með innvortisblæðingar, yfirlæknirinn kom og baðst afsökunar á þessum mistökum, ég send beint í aðgerð aftur og komst svo heim fyrir rest. En þegar ég ætlaði svo að fara að kæra þessi mistök til landlæknisembættisins, þá var sagt á þeim bænum að allt væri eðlilegt við framkvæmd og eftirlit eftir keisarann, þó ég hafi verið með innvortisblæðingar í heila viku. Þrátt fyrir að yfirlæknirinn hafi sagt við okkur að þetta væru hræðileg mistök.
Enn alla vega starfsfólk vökudeildarinnar á mikið hrós skilið fyrir hlýju og almennilegheit, þar er alveg úrvals starfsfólk að vinna góð störf.
Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 21:55
Laun opinberra starfsmanna
Horfði á fréttirna á Stöð 2 í kvöld þar sem verið var að tala um launkjör opinberra starfsmanna. Það var sorglegt að sjá þessar tölur.
Heildarl. Dagvinnul.
- Félagsráðgjafar 327.122 308.492
- Leikskólakennarar 324.812 298.141
- Grunnskólakennarar 319.625 264.376
- Leikarar 315.624 265.599
- Starfsmenn Stjórnarráðs 310.624 238.535
- Sinfonían 298.135 287.687
- Hjúkrunarfræðingar 447.764 296.191
- Lögreglan 441.286 250.517
- Framhaldsskólakennarar 401.415 296.241
- Náttúrufræðingar 396.733 323.137
- Sjúkraliðar 335.637 217.576
Þetta eru heildarlaun og svo aftur á móti dagvinnulaun fyrstu 6 mánuði ársins 2007. Heildarlaunin eru þó nokkru hærri en dagvinnulaunin. Miðað við þessar tölur gætu hjón sem eru með háskólamenntun og ynnu bara dagvinnu hjá því opinbera ekki hafa efni á því að kaupa sér 3ja herbergja íbúð í dag, þar sem að sagt er að hjón þurfi að hafa 680.000 kr á mánuði til að ráða við þau íbúðarkaup.
Það er mannekla í grunnskólunum enda eru kennaralaunin ekki há. Mikil mannekla er í öllu heilbrigðiskerfinu, enda eru laun til dæmis sjúkraliða heilar 217.576 kr á mánuði, en þar sem spítalar eru opnir allan sólahringinn allan ársins hring, þá þarf náttúrulega að vera vakt allan sólahringinn og því ná sjúkraliðar 335.637 kr í heildarlaun fyrstu 6 mánuði ársins, inni i þessum tölum eru einnig mikið af aukavöktum, þar sem mikil mannekla er innan þessarar stéttar og þar af leiðandi mikið af útköllum á vaktir.
Eins og sjá má á launatöflunni þá er það greinilegt að laun þeirra sem vinna við ummönun og menntun eru ekki mikils metin, því þar eru lægstu launin. Er virkilega hægt að bjóða sjúkraliðum 217.576 krónur í mánaðarlaun, þetta er eitt af þeim störfum sem eru alveg ofboðslega erfitt bæði líkamlega og andlega.
Ráðamenn þessa lands, nú megið þið virkilega skammast ykkar fyrir að bjóða starfsfólki sem vinnur erfið ummönunarstörf þessi skammarlegu laun. Dettur ykkur í hug að þetta starfsfólk muni sætta sig við 4-6% launahækkun á þessi smánarlaun í næstu kjarasamningum? Reynið nú aðeins að jafna launin og gera þetta réttlátt, laun þeirra sem starfa hjá því opinbera dugar ekki einu sinni fyrir þaki yfir höfuðið.
Smá upplýsingar í lokin, bætur öryrkja sem slasast við 22 ára aldur og hefur engin lífeyrissjóðsréttindi, hann fær 150.017 krónur á mánuði hjá TR og eftir skatta hefur hann 128.528 krónur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007 | 20:26
Er ekki mannekla í Grunnskólum landsins!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hverju á þetta að breyta eða bæta? Ég veit ekki betur að það fáist ekki kennarar, það vantar marga kennara í dag í grunnskólana og svo á að fara að leggja fram frumvarp um að lengja kennaranámið.
Þannig að útlitið í skólamálum á greinilega eftir að versna til muna, þar sem það segir sig sjálft að við lengingu á námi kennara, þá muni myndast gat og kennarar útskrifast seinna. Er ekki verið að ganga frá grunnskólanum með þessu, kennarar flýja í önnur störf vegna lélegra launa miðað við þeirra menntun. Og er svo búist við því að með lengingu á náminu hjá þeim að þá muni þeir eitthvað frekar fara í kennarastörfin.
Með þessu áframhaldi er ég ansi hrædd um að grunskólarnir muni eiga enn erfiðara með að manna stöðurnar, ekki gengur það upp í dag og þetta er alveg örugglega ekki til að bæta ástandið. Manneklan í grunnskólum landsins á eftir að versna til muna með þessum tillögum.
Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar