Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2007 | 22:56
Áfram Fram
Frábær sigur strákar, hjartanlega til hamingju. Tvöfaldur Deildarbikarúrslitarleikir hjá Frömmurum
Á morgunn verður kátt í höllinni, svo er bara vonandi að bæði karla og kvennaliðið hjá Fram vinni sína úrslitaleiki á morgunn. Það lítur út fyrir að maður verður að vera í Laugardalshöllinni allan daginn á morgunn og ef bæði liðin vinna þá verður fjör í Safamýrinni.
Fram-arar eru langbestir.
Fram mætir Haukum í úrslitaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2007 | 13:20
2,9% Til æðstu manna og 3,5% Til lífeyrisþega
Það eru víst ekki allir sem hafa þann möguleika að ákveða og samþykkja eigin launahækkanir. Þetta er frekar hógvær hækkun hjá þeim hæstlaunuðu, en þeir hafa verið svo duglegir að hækka og leiðrétta eigin laun seinasta áratuginn, þannig að þeir eru farnir að slaka aðeins á.
Við lífeyrisþegarnir fáum meiri hækkun en æðstu ráðamennirnir , samkvæmt mínum útreikningi þá hækka bætur lífeyrisþega hjá TR um 3,5%. Hefur það nokkurn tíma gerst áður að lífeyrisþegar fái hærri hækkun prósentulega séð en æðstu ráðamenn?
Grunnlífeyrir fer úr 24.831 kr á mánuði í 25.700 kr, það eru heilar 869 króna hækkun. Einnig verða nokkrar breytingar á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar, skerðingin lækkar úr 39,95% í 38,35%. Ég er búin að vera að skoða þessar nýju breytingar og er ekki alveg að skilja þann útreikning hjá þeim að skerðingarhlutfall á tekjutryggingunni sé að lækka, það eina sem ég sé er tilfærsla fram og til baka milli eigin bóta og maka.
Sem dæmi árið 2007 skertu eigin lífeyrissjóðstekjur tekjutryggingu um 80% en lífeyrissjóðstekjur maka skertu tekjutrygginguna um 20%
Árið 2008 muni eigin lífeyrissjóðstekjur skerða tekjutryggingu um 100% en lífeyrissjóðstekjur maka skerða bæturnar um 0%. Hér sé ég bara tilfærslu á prósentum.
Annað dæmi árið 2007 skertu eigin launatekjur tekjutryggingu um 65% en launatekjur maka skertu tekjutrygginguna um 35%
Árið 2008 munu eigin launatekjur skerða tekjutryggingu um 75% en laun maka munu skerða tekjutrygginguna um 25%
Er þetta leiðréttingin sem öryrkjar og ellilífeyrisþegarnir eiga að fá, eða er þetta eins og það var þegar vaskurinn á matvælin var lækkaður. Verð á matvælum hækkaði áður en lækkunin varð þann 1 mars og nú er verðið komið í það sama og það var fyrir lækkun og í mörgum tilfellum er verðið reyndar komið upp fyrir það sem það var fyrir lækkunina. Mikið ofboðslega er auðvelt að taka Íslendingana í afturendann, því við segjum ekki neitt. Tuðum öll í sínu horni og sættum okkur við þetta.
Hér er hægt að sjá breytingarnar á skerðingu tekjutryggingar hjá TR
Tugir þúsunda fá enga launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 00:12
Þvílík át hátíð
Þessi Jól voru yndisleg. Við fórum öll í mat til mömmu og pabba, mamma heimtaði að við yrðum hjá þeim í mat af því að ég var ný búin að fara í aðgerðirnar. Útskýrði það nú fyrir henni að ég var í aðgerð á fæti, báðir handleggir enn á sínum stað og ég gæti nú alveg eldað, en hún heimtaði þetta. Mömmur eru alltaf ofvernandi og ég er líka svona með mín börn svo Mömmu matur er alltaf æðislegur þannig að ég gafst upp og við ákváðum að þiggja æðislegt boð og eyða aðfangadagskvöldi með þeim, yngri systir mín og kærasti hennar voru líka þar í mat. Við átum náttúrulega á okkur gat eins og siður er, svo er alltaf ætlast til að við borðum eftirrétt líka og við troðum honum í okkur þótt það er ekkert pláss fyrir hann.
Þvílíkt pakkaflóð sem var undir jólatrénu, börnin áttu náttúrulega mest af þeim, það tók alveg dágóðan tíma að opna alla pakkana. Eldri systir mín, maðurinn hennar og sonur þeirra, sem ég á ansi mikið í komu svo líka. Ofboðslega er það huggulegt þegar öll fjölskyldan er saman um hátíðirnar. Með tilheyrandi fíflalátum og öllu því. Börnin léku sér að dótinu sem þau fengu, svo var endalust verið að skipta um föt, þarf auðvita að prófa öll fötin sem þau fengu líka
Prinsessan fékk sjónvarp með innbyggðu karókí og DVD spilara, það var auðvitað sett upp um leið og við komum heim, en það var bilað Skiluðum því í dag og fengum það endurgreitt, næsta sending kemur ekki fyrr en í febrúar.
Á Jóladag er svo alltaf hangikjöt hjá mömmu og pabba. Mikið ofboðslega var erfitt að koma sér úr náttfötunum til að fara í mat, en það tókst að drösla öllu liðinu í matarboðið. Eftir matinn var svo spilað Trivial Persuit, ég og yngri sonurinn vorum saman í liði, miðjubörnin saman og við rústuðum þeim öllum saman enda bæði gall harðir Framarar. Hlustum ekkert á einhverjar rannsóknir um að elstu börnin eru alltaf gáfuðust Auðvitað átum við á okkur gat aftur þennan dag eins og fyrri, enda er mömmu matur alltaf bestur.
Í gær fann ég virkilega fyrir því að hafa borðað reykt og saltað kjöt, fannst allur vökvi í líkamanum hafa safnast á mjöðmina og bölvaða hnéið, sem er enn svolítið aumt, enda ekki nema vika liðin frá aðgerðunum. Ég tók mig til og skutlaði hækjunum inn í geymslu og labbaði á fætinum og skánaði við það og bólgurnar minnkuðu mikið. Þvílíkt frelsi að losna við hækjurnar, aðeins á undan áætlun en nú finnst mér ég vera svo frjáls með tvær hendur að ég dreif mig í að baka Sörur núna í kvöld og ætla að fara að drífa í að gera kremið og skutla því á.
Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið haft jafn yndislega hátíð og við, svo var snjórinn alveg til að toppa jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2007 | 23:18
Áfram Fram
Til hamingju FRAMarar.Enn og aftur sigruðu Fram stelpurnar, enda eru þær frábærar. Unni Gróttu með einu marki og eru komnar í úrslitin í deildarbikarnum.
Fram stelpurnar eru taplausar, þær hafa spilað 12 leiki, unnið 9 og gert 3 jafntefli. Ég fór ekki á leikinn hjá þeim í dag, en það er á hreinu ég og fjölskyldan mætum á laugardaginn, sá leikur verður spennandi og ég vona að FRAMarar vinna. Leikurinn á milli Fram og Val í október í Safamýrinni var ofboðslega góður og spennandi, Fram stelpurnar unnu með 1 marki þá og ég vona að þær endurtaki leikinn á laugardaginn.
Valur og Fram í úrslitaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 12:03
Jólatunglið og Mars
Ég ákvað að vaka í nótt og sjá Marsmyrkvan og gera tilraunir til að taka myndir. Það heppnaðist bara ágætlega, ekki auðvelt að standa í myndatökum á hækjunum en ég læt það ekki stoppa mig
Elsku bloggvinir og allir aðrir, ég óska ykkur öllum Gleðilegrar Jóla og megið þið hafa það sem best yfir hátíðirnar. Kær kveðja Ingunn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2007 | 14:55
Sturta
Jæja þá tókst mér að komast í sturtu, þvílíkur unaður, skrítið hvað maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að skutlast í sturtu. En eftir aðgerðir er það vægast sagt puð, maður verður að plasta og líma allt svo að umbúðir og sár blotna ekki. Þá spyr maður sig hver er tilgangurinn að fara í sturtu allur plastaður, jú ég gat ekki gert fjölskyldunni það mikið lengur eða sjálfri mér að sleppa því Mér finnst ég aldrei verða hrein á þessum þvottapoka þvotti.
Verkirnir minnka hratt og við tekur þessi geðveiki kláði í skurðunum. Að vera stekkjastaur er ekki að fara vel í bakið, maður er allir skakkur þegar maður má ekki stíga alveg í fótinn og þá klikkar bakið. Ég var svo ánægð hvað mér leið vel og var með litla verki þannig að ég þurfti ekki að taka verkjalyfin, svo settist ég niður og þá small svo hressilega í bakinu, með tilheyrandi læsingu, en ég held að skrúfurnar þar eru enn allar á sínum stað.
Í gær skrapp ég aðeins í Elko, á bara svo hryllilega erfitt með að stoppa, sem betur fer hringdi mamma ekki á meðan, hún hefði komið og hennt mér í rúmið. Ég reikna með að við mömmurnar verðum alltaf ofverndandi mömmur og börnin verða alltaf litlu börnin manns alveg sama hversu gömul þau eru orðin. Sem betur fer eru mamma og pabbi ekki með nettengingu þannig að hún mun ekki komast að því að ég var óþekk, þess vegna er í lagi að blogga um ferðina í Elko. Við þurftum að kaupa seinustu jólasveinagjafirnar. Höfum alltaf gefið börnunum DVD myndir í skóinn seinasta daginn, þá eru þau rólegri að bíða eftir jólgjöfunum. Hjá okkur er bara stekkjastaur sem kemur og gefur í skóinn, nei, karlinn sér um þetta núna, ég mundi bara vekja allt liðið ef ég færi að dröslast inn til þeirra um miðja nótt á hækjunum.
Þá er komin tími til að vera stillt og leggjast aðeins, karlinn búin að bjóðast til að nudda bakið aðeins, ég segi sko ekki nei við svoleiðis boði Tek mér smá hvíld og kíki svo á ykkur seinna í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.12.2007 | 17:24
Ég verð svo rík um áramótin
Vá, ríkið heldur áfram að gera mig ríka stóreignarmanneksju. Ekki er svo langt síðan að þeir ákváðu að leiðrétta markaðsvirði fasteigna um 25-35% og nú um 12%.
Þá má reikna með að Bandið sem stjórnar borginni dragi ekki hækkanirnar til baka, fasteignagjöldin verða ábyggilega þokkalega há. Ohhh mig hlakkar svo til að fá þá reikninga í lok janúar.
Fasteignamat hækkar um 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 14:38
Spítalavistin og aðgengið
Mikið ofboðslega var gott að sofa í mínu eigin rúmi í nótt, svaf til rúmlega 11, tók líka verkjatöflur áður en ég fór að sofa og það hjálpaði mikið. Í fyrrinótt svaf ég illa enda á spítala, þá vaknaði ég klukkan 6 og var með þó nokkra verki.
Ég var á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lítill og heimilislegur, ekki eins og stóru köldu verksmiðjuspítalarnir við Hringbraut og í Fossvoginum. Starfsfólkið er alveg yndislegt á St Jó, þegar ég átti að fara í aðgerðina þá var ég sótt og ég labbaði með hjúkkunni inn á skurðstofuna, sem ég verð að viðurkenna að var þó nokkuð huggulegra heldur en að láta bruna með mann í rúminu eftir löngum göngum. Á skurðstofunni þegar verið var að undirbúa mig fyrir aðgerðirnar og svæfinguna, urðu miklar umræður og fíflalæti um það hvort ætti að klippa þessar flottu nærbuksur af mér eða hvort ætti að reyna að ná þeim í heilu lagi, ég ákvað að vinna með þeim og lifta upp á mér afturendanum svo ekki þurfti nú að skemma flottu nærbuksurnar, svo var slökkt á mér eftir það.
Þegar ég var almennilega vöknuð eftir aðgerðirnar, þá var kominn tími á að skreppa út í smók. Ég tók lyftuna niður og fór út fyrir, vissi að karlinn væri að koma þannig að ef ég mundi hrynja niður þá mundi hann og börnin drösla mér inn aftur Ég var akkúrat búin að klára að reykja þegar fjölskyldan kom, karlinn leggur bílnum beint fyrir framan mig, börnin hoppa upp af kæti við að sjá mig, ég horfi á þau og svo kasta ég upp beint fyrir framan þau. Huggulegt að heilsa fjölskyldunni svona, en ég var svo almennileg að kasta upp beint ofan í öskubakkann. Svo var farið inn, en þá kom í ljós að búið var að loka og læsa hurðinni inn á röntgendeildina og þar með inn að lyftunni, þessari hurð er læst klukkan 16 og þar með er ekkert aðgengi fyrir fatlaða eftir þann tíma, því það eru tröppur upp í aðalandyrinu sem er svo hin leiðin að lyftunni Maðurinn fékk leifi til að hlaupa upp, taka lyftuna niður og opna hurðina innan frá til að ég kæmist í lyftuna án þess að þurfa að skakklappast á hækjum upp allar bölvuðu tröppurnar.
Við spurðum starfsfólkið um þetta, hvort það væri virkilega ekki gert ráð fyrir að fatlaðir kæmust inn á spítalann eftir klukkann 16, það var reyndar aldrei búið að hugsa út í það þannig.
Það sama var upp á teningnum þegar ég var að fara heim, þá þurfti ég að fara niður í andyrið að gera upp og borga fyrir aðgerðirnar, móttakan og upplýsingarnar eru staðsettar mitt á milli trappa, þannig að ég varð að velja hvort mér þætti betra að komast upp eða fara niður tröppurnar á hækjunum. En fyrir utan þetta hönnunarklúður á St Jó sem er byggður árið 1926, þá er samt gott að liggja þarna og starfsfólkið þar yndislegt og vill ég þakka kærlega fyrir ummönnunina þar.
En endilega bætið úr þessu, opinberar byggingar eiga að vera með aðgengi fyrir fatlaða, ekki bara milli klukkann 8-16 á daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 12:27
Nei Takk
Ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta full dómaharðar kveðjur frá Feministafélaginu fyrir þessi jól gegn öllum karlmönnum.
Var þetta Jólaföndrið þeirra í ár?
Í hverri viku hafa þær í stjórn Feministafélagsins verði að fremja sjálfsmorð og þeim virðist ganga það mjög vel, eru að ganga frá Feministafélaginu. Þið fáið alls ekki fleirri með ykkur með þessum hætti, fólk er farið að fyrirlíta ykkur feministakonur.
Ég er fyrir jafnrétti, en ég er orðin ofboðslega þreytt á ykkur Feministum sem teljið ykkur vera að berjast fyrir allar konur. Ég segi NEI TAKK, ég berst sjálf fyrir mínum málum eða í hópi sem hefur eitthvað af viti að segja og berjast fyrir, ég kæri mig ekki um ykkar ósmekklegu öfgakenndu baráttumál.
Ósáttir við jólakort femínista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar