Í hvað á Framkvæmdarsjóður aldraðra að fara???????

Var að lesa í blaðinu  24stundir að ríkisstjórnin leggur til að gjald í framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 789 krónur. Það þýðir að  árstekjur sjóðsins hækki um 211,3 milljónir.

Nú á sjóðurinn tæplega 1 milljarð og 28 milljónir samvæmt Svanhvíti Jakobsdóttur skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Á næsta ári verður hætt að nota fé úr sjóðnum í rekstur stofnanaþjónustu.

Mig langar að vita fyrir hvað á þessi sjóður að vera, í hvað eiga þessir peningar að fara????   Sjóðurinn veitir styrki, meðal annars fékk heilbrigðisráðuneytið hálfa milljón vegna kynningarbæklings og utanríkisráðuneytið fékk sömu upphæð vegna alþjóðaþings um málefni aldraðra. Eru þessi tvö ráðuneyti í svo miklu fjársvelti að þau þurfi að fá styrki frá öldruðum ???????

Framkvæmdasjóður aldraðra veitti Hauki Guðlaugssyni og Gunnari Kvaran um 2 milljónir til tónleikahalds á öldrunarstofnunum. Söngskólinn og Óperukórinn fengu styrki og sjóðurinn greiddi lektorstöðu í Háskóla Íslands. 

Fyrir hvað er framkvæmdarsjóður aldraðra?? Hverjir ákveða það að þessum peningum eigi að verja í tónleika, borga fyrir lektorstöður og styrkja þessi tvö ráðuneyti????

Er virkilega ekki hægt að nota þessa peninga fyrir gamla fólkið, er svo mikið gert fyrir aldraða að þeim munar ekkert um að styrkja ráðuneyti og söngvara.  Gamla fólkið er náttúrulega svo nægjusamt að það geti og eigi að sætta sig við súpu í kvöldmatinn og tekex.

Ætli gamla fólkið væri ekki frekar til í að fá betri mat og ummönnun frá fólki sem það skilur heldur en einhverja tónleika??????

Getur einhver sagt mér í hvað þessi peningar eiga að fara, því ég er ekki alveg að skilja það fyrir hvað við erum að borga. Mér finnst eins og þessir peningar eru ekki að fara mikið í nytsamlega hluti fyrir aldraða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það væri óskandi að þessir peningar færu í eldri fólkið eins og þeir eiga að gera og þá er mér sama hvort að þetta gjald hækki um þennan pening sem verið er að tala um en það er ekkert gert fyrir gamla fólkið og peningarnir notaðir í að styrkja eitthvert kjaftæði en í gegnum tíðinna hef ég alltaf haldið að framkvæmdarsjóður aldraðra væri fyrir aldraða en ekki eitthvert styrktarstarf fyrir allt annan hóp og ekki mjög langt síðan að ég komst að því að þessu er ekki ráðstafað til eldri borgara.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 1.11.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gefa öllum sherry staup á kvöldin, hefur góð áhrif.  Endilega bara að nota þetta fyrir gamla fólkið, þeim gæti ekki verið sama um bæklinga og hundfúla tónleika, vilja frekar harmonikkur og gamla slagara.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 37901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband