Þetta er hið íslenska almannatryggingarkerfi.

Þetta er alveg ótrúlegt að lesa um þetta, en við sem erum öryrkjar erum vön að heyra svona sögur. Það erum við sem þurfum að lifa með og eiga við þetta bölvaða kerfi.  En það er almenningurinn í landinu sem er enn á vinnumarkaði og fær sín laun, sem þarf að fá fréttir af þessu til að það vakni og geri sér grein fyrir því lífi sem lífeyrisþegar lifa. Í þessari sögu hjá Guðmundi kemur fram að skatturinn tók staðgreiðslu, vaxta og barnabætur hurfu, hann stendur uppi skuldugur við TR og það sem mér finnst glæpsamlegt í þessu öllu er að tryggingarfélagið dró bæturnar sem Guðmundur fékk frá TR frá þeim bótum sem félagið átti að greiða honum vegna tekjutaps.

Björg Eva fréttakona á blaðinu 24stundir er búin að vera hörkudugleg að vekja athygli á málefnum okkar, og á hún þakkir skilið fyrir það.  

Lög og reglur sem TR vinnur eftir voru settar og samdar á alþingi og því verður að breyta, og það mun bara gerast ef allir standa saman og berjast gegn þessu óréttlæti.

Hjálpið okkur að berjast gegn þessu fáranlega kerfi og skrifið ykkur á undirskriftarlistann LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA.

Ætli hann Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra hafi þurft að lifa á slysadagpeningum frá TR upp á 1.117 kr á dag í fyrra þegar að hann varð fyrir því slysi í desember að brennast??????? 


mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 37862

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband