Smá bloggpása

Þá er komið að því að ég skreppi aðeins inn á St JÓ í Hafnarfirði í aðgerðirnar, læknirinn vildi leggja mig inn þar sem ég fer í 2 aðgerðir í einu. Mín eigin ákvörðun að slá 2 flugur í einu höggi, nenni ekki í aðgerðir á 3-5 mánaða fresti, nú vill ég fara að ljúka allavega öðrum fætinum af, svo verður hinn fyrir barðinu á skurðarhníf doksa á næsta ári. Ég er búin að vera í áskrift hjá lækninum núna þetta árið, á morgunn verður hann búin að gera 4 aðgerðir á mér í ár.

Ef ég væri bíll, með svona lélegt boddy og öxlarnir hundónýtir, væri það ekki búið að skutla mér í endurvinnsluna, bræði mig niður og búa til Coke Dósir og bjór dósir úr mér, sem þið kæru bloggvinir væruð nú að sötra á????????????????W00t

Jæja, nú held ég að ég verði að fara að drattast inn í rúm og hvíla mig fyrir morgundaginn, þarf að vakna snemma til þess eins að láta svæfa mig aftur. En kósýSleeping  Ég kíki svo á ykkur elsku bloggvinir um leið og ég kem heim aftur. Hafið það sem allra best, heyrumst hress og kát í jólastuði fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ingunn mín, gangi þér ofsalega vel.  Ég hugsa til þín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég vona að þér vegni vel.... Þú værir ekkert hrak ef þú værir bíll.. heldur alvöru fornbíl með sál og sögu...

Brynjar Jóhannsson, 19.12.2007 kl. 00:48

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Gangi þér vel í aðgerðunum Sendi bestu jólakveðjur og bið að heilsa þeim óvirka..

Ólafur fannberg, 19.12.2007 kl. 08:28

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel í aðgerðunum Ingunn mín.

Huld S. Ringsted, 19.12.2007 kl. 09:05

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Núna ertu örugglega undir hnífnum hjá doksa. Sendi fullt af góðum hugsunum til þín í dag.  Gangi þér sem allra best mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Linda litla

Gangi þér vel Ingunn mín. Þetta er nú samt ekki skemmtilegasti tíminn til að standa í aðgerðum.

Linda litla, 20.12.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband