Takk fyrir hækkun bóta um 3-4%

Núgerðir kjarasamningar munu hafa áhrif á bætur almannatrygginga til hækkunar. Hækkuninn mun vera um það bil 3-4% og samkvæmt fréttinni er verið að uppreikna bæturnar með tilliti til kjarasmaningana.

Í þessum kjarasamningum var samið um hækkun lægstu taxta um 18-21.000 kr og atvinnuleysisbætur hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Heildar hækkun launa á samningstímabilinu eru 32%.

Um áramótin hækkuðu bætur almannatrygginga um 3,5%, það þýðir í krónu tölum fyrir lífeyrisþega sem var ekki með neinar greiðslur annarsstaðar frá hækkun upp á heilar 5.013 krónur og hækkunin nú mun vera fyrir sama einstakling um það bil 6.201 krónur. Þannig að lífeyrisþeginn mun að öllum líkindum miðað við fréttina fá í heildina 11.214 króna hækkun frá áramótum.

Það sem lítið hefur verið rætt um hins vegar þegar kemur að lífeyrisþegum eru breytingar sem urðu á greiðslunum um áramótin í tengslum við þá lífeyrisþega sem eru með greiðslur frá lífeyrissjóði. Árið 2007 skertu greiðslur frá lífeyrissjóði tekjutrygginguna um 80%, en um áramótin hækkaði sú skerðing og nú skerða lífeyrissjóðsgreiðslurnar tekjutrygginguna um 100%, ef ég man rétt að þá var sú skerðing árið 2006, 60%. Þannig að þær breytingar sem hafa verið gerðar á bótum og útreikningi almannatrygginga er bara meiri skerðingar endalaust. Þessi loforð um breytingar og lagfæringar á þessum skerðingum sem búið er að mótmæla í mörg ár vegna þess hve óréttlátar þær eru, tilfæringarnar urðu í raun þær að laun og bætur maka skertu tekjurnar minna en einstaklingar sem eru aleinir fengu meiri skerðingu í hausinn í staðinn. Það var sem sagt á kostnað einstaklings sem býr einn að almannatryggingar gátu minnkað skerðingarhlutföll bóta og tekjur maka.

Lífeyrisþegar eru og verða alltaf fastir í fátæktinni, með bætur undir fátækramörkum.

Aðalsteinn Baldvinsson sagði: "Stjörnur ársins fyrir mér eru, láglaunafólkið, það eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem þrátt fyrir alla hagsældina sem verið hefur á Íslandi, búa við kjör sem eru fyrir neðan skilgreind fátækramörk, sem eru í kringum 130.000 krónur á mánuði. Ég vil meina að aðeins snillingar með mikið fjármálavit geti framfleytt sér á þessum tekjum, en reyndar á það ekki að vera hægt."


mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það er lögbundið að bætur almannatrygginga hækki,þegar laun hækka. Það virðist hins vegar túlkunaratriði hvernig bætur eru látnar fylgja launum. Nú hækkuðu lægstu laun í byrjun um 15-20%.Ég tel,að bætur aldraðra og  öryrkja eigi að hækka um það sama,15-20%.Forsætisráðherra lýsti því yfir 1995,að bætur aldraðra mundu alltaf hækka eins og laun og verðlag.Við það á að standa. Hækkunin um sl. áramót var   samkvæmt samkomulagi sem Landssamband eldri borgara gerði við ríkisstjórn 2006.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég tek svo sannarlega undir með ykkur Aðalsteini.

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyrir þetta Björgvin.

Gefin loforð eru ekki endilega það sama og að það muni vera staðið við þau. Lífeyrisþegar hafa ekki haft mikinn skilning né stuðning þegar kemur að hækkun bóta. Þeim er breytt með alls konar tilfærslum fram og til baka, svo er kerfið svo flókið að enginn skilur það. Ég man eftir þessum orðum Davíðs á sínum tíma, en ég efast um að hækkuninn verði neitt meira en sagt er, 3,5% um seinustu áramót og svo þessi 3-4% núna. Það verður að fara að minna ráðamenn á það sem þeir lofa.

Kveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Ólafur fannberg

þarf að hækka þetta verulega...

Ólafur fannberg, 22.2.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband