7.3.2008 | 10:22
Hver borgar brúsann????
Verður kostnaðurinn við þessa tryggingu ekki bara hent beint í verðið á fasteigninni. Í dag ber byggingarstjóranum að hafa tryggingar í 5 ár eftir að byggingu er lokið. Það er að segja í 5 ár eftir að lokaúttekt hefur farið fram á húsinu. Það er svo undir hælinn lagt hvort þeir láta slíka úttekt fara fram. Þeir sem eru að kaupa sér íbúð í nýbyggingu geta alltaf átt von á að einhverjir gallar koma fram, þó mis miklir.
Ein lausnin á þessu vandamáli er að hætta þessu fúski og fara að vinna fagmanlega og nota vönduð vinnubrögð. Fólk er að setja aleiguna í það að kaupa sér fasteignir og ekki er það ódýrt að fara í málaferli við byggingarfélagið og byggingarstjórann. Í mínu tilfelli fór kostnaðurinn upp í um 2 milljónir við málaferlið, hinir íbúarnir vildu ekki leggja út í slíkan kostnað, fannst það of mikið, og þar af leiðandi eru sumir gallarnir sem eru hjá okkur bara metnir miðað við okkar eign í húsinu. Til dæmis er okkur dæmdar bætur vegna ónýtrar útihurðar, en þar sem útihurðin er partur af sameigninni, þá fáum við 25% af hurðinni bætt. Ég hef náttúrulega ekki mikið að gera við 25% útihurð, en svona eru lögin.
Verktakar tryggi sig gegn göllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.