Hvers vegna eru lög og reglur.

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta. Ég kemst ekki yfir allt þetta fúsk og rugl, lög og reglur sem eru í gangi á Íslandi og enginn þarf að fara eftir neinu. Allir bera einhverja tilta og kjaftæði, sem fylgir ábyrgð, en allir benda á alla aðra þegar maður krefst svara og ábyrgðar á brotnum reglum og lögum. Svo er bara ætlast til að almenningur kunni og þekki allar reglur og lög í sambandi við alla skapaða hluti, en þeir sem vinna við þessi mál eru ekki að upplýsa almenning um neitt af því og svo situr maður bara í súpunni.

Í morgunn fórum við niður eftir til byggingarfultrúa Ríkisins, sem samkvæmt öllu á að vera löggan þegar kemur að byggingarmálum og reglugerðum. Ég vildi fá svör varðandi reglugerðir og fá það staðfest að ég er ekki svo vitlaus að ég skilji reglugerðirnar, eins og ég var farin að halda eftir dómsúrskurðinn.

Samkvæmt byggingarreglugerð 54. og 55. á að fara fram lokaúttekt á öllu húsnæði áður en það er tekið í notkun, þetta á að vera gert áður en leifilegt er að flytja inn. Byggingarstjórinn á að biðja um lokaúttektina, en á okkar húsi og mörg hundruð öðrum húsum hefur slík úttekt ekki farið fram. Það þýðir að allri sem hafa keypt sér íbúðir sem hafa ekki farið í gegnum lokaúttekt, búa í þeim ólöglega.

Hversu mörgum íbúðarkaupendum hefur verið sagt frá þessu?????? Hversu margir fasteignasalar útskýra það fyrir kaupendum að lokaúttekt á að fara fram áður en flutt er inn????? Eða segja þeir íbúðarkaupendum yfir höfuð frá því að það er verið að afhenda þér nýja íbúð en þú mátt ekki samkvæmt lögum flytja inn í hana. NEI, ÞAÐ GERA ÞEIR EKKI.

Byggingarstjórinn á húsinu sem við búum í hefur ekki enn, tæpum 8 árum eftir afhendingu beðið um þessa úttekt, þótt við höfum ítrekað það marg oft. Hann segist ekki þurfa að byðja um hana, það er að segja að hann telur sig ekki þurfa að fara að lögum. Byggingaraðilinn breytti næstum því öllum íbúðum í húsinu að einhverju leiti, það þýðir að enginn íbúð er eins og samþykktar teikningar eru og þar af leiðandi munum við aldrei fá lokaúttekt á húsið. Og samkvæmt Byggingarfulltrúanum þá erum við að brjóta lög ef við mundum selja íbúðina okkar, þar sem hún er ekki byggð samkvæmt samþykktum teikningum.

Bjöfulli er ég að verða reið á öllu þessu kjaftæði, það er til lög og reglur en enginn þarf eða fer eftir þeim. Niðurstaðan er sú að við megum ekki búa í húsinu fyrr en lokaúttekt hefur farið fram. En hvernig í helvítinu er þá hægt að senda okkur reikninga frá borginni á hverju ári fyrir fasteignasköttum, vatnsnotkun og ruslatunnum og fleirra, ef enginn á að flytja inn né búa í húsinu fyrr en eftir slíka úttekt. Hvernig er hægt að segja hvernig lög og reglugerðir eru, en þeir sem vinna við þetta þurfa ekki að fylgjast með neinu og enginn ber ábyrgð á neinu, nema almenningur sem fær engar upplýsingar um neitt nema að leita eftir þeim sjálfur.

Þetta er nú meira banana lýðveldið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Ísland hefur ætíð verið bananalýðveldi eða síðan við spörkuðuðum okkur frá dönum

Ólafur fannberg, 13.3.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér.  Algjör banana kjaftæði.  Lög og framkvæmd á lögum er greinilega í rugli.  Ferlega væri ég pissed í  þínum sporum. Er reyndar að vesentas í byggingaaðilanum á blokkar íbúðinni minni, það hefur lekið með stofuglugganum og inn í gluggakistuna sem er tré að inna og plastklædd, allt orðið bólgið og veggurinn undir rakur og ljótur, erfitt að eiga við þessa kalla, þeir eru svo hrokafullir oft.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ingunn..

Ertu búin að fá lögmann í málið ?... Ég þoli ekki svona framkomu.. Málið er að stundum skilja þeir ekki nema að hart sé látið mæta hörðu.. Þá steinhalda þessir aular líka kjafti.  

Brynjar Jóhannsson, 14.3.2008 kl. 05:26

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ásdís mín, já, það er ferlega erfitt að eiga við þessa hrokagikki sem halda að allir aðrir eru hálfvitar, nema þeir. Endilega halda áfram að tuða í þeim út af þessum raka skemmdum og leka.

Brynjar, jú auðvita er ég með lögfræðing í þessu máli og við erum að undirbúa áfrýjun til Hæstaréttar. Það versta er að það eru allir að hundsa lög og reglur, en við almenningur erum tekin í karphúsið ef við fylgjum þeim ekki. 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 37838

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband