17.3.2008 | 14:37
Prinsinn minn loksins farinn að hjóla
Þá er loks komið páskafrí í skólunum, að vísu ekki í leikskólanum hjá prinsessunni en henni tókst að suða og þrasa nægilega mikið um það hvað þetta er óréttlátt, að strákarnir fái lengra páskafrí en hún. Þannig að við leifðum henni að vera í fríi í dag, svo hún geti hangið heima í náttfötunum eins og strákarnir.
Stefán er loksins farin að hjóla aftur, hann hefur varla hjólað síðan hann lenti í slysinu í ágúst í fyrra. Þetta er greinilega mjög efitt andlega hjá honum að fara að hjóla aftur, stór ákvörðun hjá prinsinum, sem gleður mig ofboðslega mikið. Hjólið og hjálmurinn hans eyðilögðust í slysinu, hjálmurinn sem hann var með bjargaði alveg örugglega lífi hans, þetta var brettahjálmur sem nær mikið lengra niður á ennið heldur en venjulegur hjólahjálmur. Hagkaup gaf Stefáni nýtt hjól og nýjan hjálm í fyrra, þeir voru svo ánægðir að vita hvað hann slapp vel eftir mjög slæmt slys og fengu að skoða bæði hjólið og hjálminn, svo að þeir gátu séð hvað þarf að bæta og hvað ekki.
Hjólið sem þeir gáfu honum var alveg eins og það sem hann átti, en hjálmurinn var mjög svipaður að vísu ekki sama merki, hann prófaði hjólið tvisvar í fyrra og svo setti hann það inn í hjólageymsluna. Fyrir helgina fór hann svo loks og sótti hjólið sitt og við smurðum það og gerðum það klárt fyrir hann, svo var hann mjög lengi að vesenast inni í geymslu með hjálmana. Ég fór inn að athuga hvað hann væri að gera, þá var hann kominn með hjálminn sem bróðir hans á sem er alveg eins og sá sem hann var sjálfur með þegar hann lenti í slysinu,en ekki nýja hjálminn frá Hagkaup. Ég spurði hann hvað væri að, þá sagði hann mér að hann vill ekki nota hjálminn frá Hagkaup, ég spurði af hverju, þá tók hann hjálmana og mátaði þá báða og sýndi mér að nýji hjálmurinn fór ekki jafn langt niður á ennið og hjálmurinn sem bróðir hans á. Það sem hann er að miða við er að nýji hjálmurinn fer ekki niður fyrir örið á enninu á honum en hinn hjálmurinn gerir það. Honum finnst hann vera með mikið öruggari hjálm ef hann fer niður fyrir örið, þar sem að sá hjálmur bjargaði lífi hans, þannig að nú verð ég að fara að leita að hjálmi fyrir hann sem er nógu djúpur, annars fer hann ekki út að hjóla. Hann þarf greinilega á þessu andlega öryggi að halda, að hjálmurinn fari alveg yfir örið, þá er hann nógu góður ef eitthvað kemur fyrir. Þessir 2 cm finnst honum vera spurning upp á líf og dauða, þetta eru náttúrulega bara andlega afleiðingar eftir slysið og mjög rökétt hugsun hjá honum eftir þessa lífsreynslu.
Hjálmurinn sem Hagkaup gaf Stefáni í fyrra, sem honum finnst ekki ná nógu langt niður á augnbrúnir. Hann fer ekki yfir örin sem hann hlaut við slysið.
Þetta er hjálmur sem honum finnst vera nógu djúpur og ná nógu langt niður, rétt við augnbrúnir.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur greinilega tekið strákgreyið að þora á hjólið aftur, en það er nú gott að hann er farinn aftur af stað að hjóla.
Eigðu góðann dag Ingunn mín.
Linda litla, 17.3.2008 kl. 17:01
til lukku með strákinn,bið að heilsa þeim óvirka hehe.Og hafðu góðan dag í dag Og náttúrulega alla daga.
Ólafur fannberg, 17.3.2008 kl. 17:03
Hæhæ:) Mér finnst æðislegt að hann skuli passa svona rosalega vel upp á sjálfan sig greyjið.
Vont kemur í veg fyrir verra ekki satt?:)
Takk fyrir matinn annars, þurfum að fara með krakkana oftar í sund svo við getum sníkt meiri mat úr þér:)
namminamm--
Geturðu ímyndað þér hvernig ég verð útlítandi eftir að ég kem heim frá Ítalíu?:)
Bið að heila:)
Gísli Sigurður, 17.3.2008 kl. 21:04
Ósköp hefur þetta verið erfitt fyrir ykkur. Gott að hann er að jafna sig litli kallinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:56
Knús til ykkar og Gleðilega páskakveðjur
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:28
Ææææ ég skil hann vel. En duglegur er hann drengurinn þinn
Gleðilega Páska öll sömul
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.