Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ég á afmæli

Jæja, þá vaknaði ég einu árinu eldri en í gær. Ég var að plana að bjóða fjölskyldunni og nokkrum vinum  í mat í kvöld, en verð að fresta því. Erum búin að vera með yngri prinsinum á handboltamóti á föstudag og laugardag, elsku strákarnir mínir eru búnir að gera eitt jafntefli og vinna svo alla hina leikina, þannig að þeir eru komnir í úrslitin og eiga að keppa aftur í dag.Wizard

Svo er unglingurinn minn að fara að Laugum með skólanum á morgunn og kemur aftur til baka á föstudag, þannig að þá þurfum við að pakka niður fyrir hann og gera klárt fyrir ævintýrið hans. 

Þá verð ég bara að vera með veisluna um næstu helgi, en mamma og pabbi hringdu í gær og buðu okkur í mat í kvöld.  Þannig að elsku mamma og pabbi ætla að hafa smá afmæli fyrir litla barnið þeirraGrin  sem þau eignuðust fyrir nokkrum árum síðan. Ártalið segir 39 ár síðan en ég er en svo ung í anda að ég er bara 20 ára, þótt að líkamlega líður mér oft eins og ég sé mikið eldri en þaðW00t

Jæja, kallinn búin að baka pönnsur, er að fara að belgja mig út og svo þurfum við að fara að mæta niður í Fram og fylgjast með handbolta hetjunum okkar.  


Loksins búið!!!!

Þá er málsmeðferðinni varðandi íbúðina loksins lokiðW00t  Ég er búin að standa í sjö og hálfs árs baráttu við byggingarfélagið sem byggði íbúðina sem við keyptum okkur. Ég var alls ekki sátt við alla gallana sem komu í ljós í íbúðinni og sinnuleysi af hálfu byggingaraðilans og því fór ég í málaferli við þá. Þetta er búið að vera heljarinnar stapp og vesen, endalausir frestir og kjaftæði, en loksins í gærmorgunn komu dómarar og lögfræðingar hingað að skoða íbúðina og svo var farið beint niður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem aðalmeðferðin fór fram og henni lauk seinnipartinn í gærWizard Dómsuppkvaðning verður 22. febrúar, þannig að nú er bara verið að bíða eftir þeim degi. Það er ekkert meira sem ég get gert í þessu máli, nú er það komið alfarið í hendurnar á 3 dómurum. Ég vona bara að ég fái ástæðu til að opna Kampavínsflösku föstudaginn 22. febrúar.

Eftir að málinu lauk, þá varð að hendast heim sækja drengina og koma þeim í æfingar, og svo koma sjálfri mér í sjúkraþjálfun. Þjálfarinn heldur áfram með tilraunastarfsemi á hnénu á mér með því að líma það þvers og kruss, mér líður eins og pakka þegar hann hefur lokið sér af með teipiðWink

Ég ætlaði varla að nenna að fara af stað í gær eftir að við komum heim, það varð svo mikið spennu fall hjá mér eftir að málsmeðferðinni lauk, að ég hefði getað sofnað. Ég var svo tóm að ég var sofnuð fyrir miðnætti, það gerist bara aldrei hjá mér að ég sofna svo snemma.

En í dag er ég svo að fara í segulómunina til að athuga hvað mér tókst að skemma í hnénu á gamlárskvöldLoL með þessu stökki. Held að næsta gamlárskvöld þá kaupi ég bara enga flugelda, svo ég þurfi ekki að stökkva undan þeim.  Svo er það að sækja yngri  prinsinn og fara í hnykk, þeytast heim og sækja restina af börnunum og aftur niður í bæ. Yngri strákurinn er að fara á handboltamót í dag og á morgunn, svo eru úrslitaleikirnir á sunnudaginn. 

Þannig að það er alltaf nóg að gerast og mér leiðist aldreiLoL Svo er ég að plana að bjóða allri fjölskyldunni í mat á sunnudaginn í tilefni af því að eitt árið enn ræðst á mig þann daginn. Var með bollukaffi um seinustu helgi og bakaði þá 110 bollur sem hurfu ofan í fjölskylduna. 

Jæja, verð að hendast af stað, ég kíki á ykkur öll þegar róast hjá mérGrin Eigið þið æðislega helgiWhistling


Sól, snjór og Norðurljós

Prinsessan fór á sitt fyrsta handboltamót á föstudaginn, þurftum að sækja skutluna fyrr úr leikskólanum og sú var svo montin að segja öllum að hún væri að fara að keppa í handbolta. Hún keppti í Kársnesskóla og salurinn var á annari hæð, þannig að um kvöldið var hnéið orðið tvöfalt og fullt af vökva, tröppur greinilega ekki það besta fyrir mig í augnablikinu. Allir fengu medalíu eftir að mótinu lauk og það var sofið með hana.

En þrátt fyrir stærðina á hnénu þá lét mig hafa það að fara út um kvöldið til að taka myndir af norðurljósunum. Ég er komin í svo mikil fráhvörf að komast ekki út að taka myndir reglulega að ég er að bilastW00t Fór út í 17 stiga frosti og svei mér þá það fraus á hnénuLoL, mig sárlega vantaði frostlög á hnéið eftir að vera úti í þeim kulda, en hann fékkst hvergi. Hef smellt af nokkrum myndum fyrir utan hér heima og þegar ég hef farið á bílnum, en kemst ekki alveg straks í almennilega göngutúra og myndaferðir.

512_IMG_7278copy - Copy

 

 

 

 

 

Norðurljósin á föstudagskvöldið

 

 

 

 

 

 

512_IMG_6959

 

Sólarupprás og snjókoma við Úlfarsfellið í janúar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7086

 

 

Garðhúsgögnin á kafi í snjó í garðinum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7041

 

Sólsetur við Kringluna í Janúar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


4 ár fyrir 3 nauðganir, eða 5 ár fyrir eina.

Hvað er hægt að segja við svona dómi, þvílíkt og annað eins, 4 ár fyrir 3 nauðganir gegn þremur stúlkum og þjófnaðarbrot.

Tveir Litháar voru dæmdir í seinasta mánuði fyrir að nauðga einni konu og hlutu þeir 5 ár hvor. Eftir þann dóm fór ég að vona að nú færu dómarar loks að taka harðar á þessum hrottalegum brotum sem nauðgun er. En nú er maður dæmdur í 4 á fyrir að nauðga 3 STÚLKUM. Er líf og heilsa þriggja stúlkna minna virði en einnar konu eða liggur munurinn í þjóðerninu?????

Ég bara spyr. 


mbl.is Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fréttir af heimilinu

Fór í fyrsta tímann hjá sjúkraþjálfaranum í fyrradag, fyrsti tíminn er alltaf hræðilegur, því þá er verið að skoða, pota, snúa, fetta og bretta. Þannig að eftir fyrsta tímann er maður að drepast úr verkjum. Þjálfarinn vill meina að báðir liðþófar eru rifnir og að eitthvað mikið er að liðbandinu í utanverðu hnénu, því hnéið er svo laust og óstabílt, svo spurði hann mig hvað ég var eiginlega lengi í gifsi. Ég sagði honum að ég var ekkert í neinu gifsi, hann var hissa á því þar sem vöðvarnir í fætinum eru svo rýrir og slappir, að ég ætti varla að geta labbað. Ég brosti bara og sagði að ég hef labbað og komist áfram á þrjóskunni í mörg ár. Þetta er fóturinn sem hefur alltaf verið slappur og máttlaus út af bakvandamálunum eftir bílslysin, sem eru orðin 3 samtals. Það eina sem þjálfarinn getur gert er að reyna að minnka bólgurnar og draga úr verkjum.  Það gerðist alla vega ekki eftir þennan fyrsta tímaWink

Svo voru drengirnir að fá einkunnar blöðin afhent. Unglingurinn minn heldur áfram að brillera í skólanum. Hann er staðráðin í því að afsanna það sem kennararnir sögðu við hann og um hann fyrir nokkrum árum að hann mundi aldrei ná að klára skólann þar sem hann væri svo latur.Angry  Þetta voru skylningslausir kennarar sem gátu ekki móttekið eða skilið það að hann er með athyglisbrest. Við tókum okkur saman og fórum að vinna á fullu hér heima í náminu, bara til að sýna það og sanna að þessir kennarar voru bara svo lélegir að þeir gætu bara ekki kennt honum, hann væru hvorki vitlaus né latur. Það sannar unglingurinn minn svo tvisvar á ári með því að hækka alltaf í einkunn, meðaltalið hjá honum 8,6 og ætlar að taka nokkur samræmd próf núna í 9 bekk. Svo er hann að hjálpa kennurunum og nemendum í dönsku og ensku, hann er bara frábærInLove og æðislegur eins og hann er.

Yngri prinsinum gekk ágætlega, en vandamálin hjá honum eftir slysið eru þó nokkur, en við vinnum bara með það. Vorum að fá niðurstöðurnar hjá læknunum í gær, hann er með mikin einbeytingarskort, athyglisbrest og snert af lesblindu. Þannig að við höfum nóg að gera með að hjálpa honum í gegnum skólann og öllu sem því fylgir. En alla vega við vitum hvað er að og þá hjálpum við honum í samræmi við það.

Svo er litla prinsessan mín að plana brúðkaupið sitt, hún er 5 ára og var í gær að bjóða frændum og frænkum í brúðkaupið hjá henni og Tristan, sem er kærasti númmer 5 eða 6. Ég spurði hana hvort hún væri ekki til í að bíða aðeins áður en hún færi að gifta sig, hún er það ung. Hún var ekki lengi að svara mér " Nei, mamma, við Tristan erum svo ástfangin og skotinn í hvort öðru og ætlum að fara að gifta okkur"  HeartInLoveÉg sagði bara "OK" og er því byrjuð að spara fyrir brúðkaupinuGrin, var nú að vonast eftir því að ég fengi nú alla vega að ferma stelpuna fyrst, en nei, þau ætla að giftast núna bráðum.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband