Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Lesblinda

Var að lesa í morgunn grein í Fréttablaðinu, þar var talað við Guðrúnu Benediktsdóttur sem er Davis-leiðbeinandi. Hún talar um hvað henni finnist það vera æðislegt að geta hjálpað börnum með lesblindu og einnig fullorðnum að takast á við lesblinduna. Einnig talar hún um það hvað henni finnist frábært að fá góðar reynslusögur til baka þar sem Ron Davis aðferðin reynist mjög vel.

Síðar í viðtalinu við hana kemur fram að fullorðnir geti farið lesblindunámskeið hjá Mími og að það sé niðurgreitt af Menntamálaráðuneytinu.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á lesblindu og hef verið mikið að velta því fyrir mér varðandi lesblind börn, hvað þau fá lítinn skilning og næstum enga aðstoð í grunnskólum vegna les-skrif- og stærðfræði blindu, og ekki minnkaði áhugi minn á þessum málefnum nú eftir áramótinn þegar yngri sonur minn greinist með lesblindu eftir slæmt höfuðhögg í fyrra þegar keyrt var á hann. 

Í haust setti Þorgerður Katrín nefnd á laggirnar sem átti að leita leiða til að hjálpa börnum með þessi vandamál. Niðurstaða nefndarinnar var FRÆÐASETUR, VEFSÍÐA OG VIRKJUN HEILSUGÆSLUNNAR. Mikið var talað um það á alþingi í haust að reyna að fá auka fjármagn til að senda lesblind börn í grunnskóla í lesblinduleiðréttingu, en það var ekki gert, slík leiðrétting og greining kostar um 250.000 krónur.  Svo les ég í þessari grein í dag að menntamálaráðuneytið er að niðurgreiða slíka kennslu fyrir fullorðna hjá Mími, en það er ekki hægt að gera slíkt hið sama fyrir grunnskóla börn sem eru með skólaskyldu. Eiga börnin sem sagt að bíða þangað til þau verða fullorðin til að fá viðeigandi hjálp við lesblindu?????

Af hverju getur menntamálaráðuneytið niðurgreitt lesblindu kennslu fyrir fullorðna???

Getur menntamálaráðuneytið ekki niðurgreitt lesblindukennslu fyrir börn á skólaskyldu aldri????

Lögin segja það skírt að börn eigi rétt á kennslu við þeirra hæfi og getu, en svo þegar kemur að því að heimta slíka kennslu, þá eru ekki til peningar fyrir það. Er virkilega hægt að segja að börn eigi að fara í skóla og læra, en það sé ekki hægt að kenna þeim á viðeigandi hátt vegna peningaleysis eða réttara sagt vegna nísku stjórnvalda. Væri ekki betra að greiða niður slíka kennslu strax um leið og vandamálið kemur í ljós, frekar en að bíða þar til þau verði fullorðinn, niðurbrotnir einstaklingar með lélegt sjálfsmat??????? 

Virkjun Heilsugæslunnar vegna lesblindu??? Hvað þýðir það????? Hvaða gagn er í því???? Ég er að hugsa um að prófa að panta tíma á okkar heilsugæslu og fara með son minn til okkar heimilislæknis og athuga hvað hann getur gert fyrir hann, þar sem hann er nú greindur með lesblindu. Mig langar að sjá hvað virkjun heilsugæslunnar þýðir fyrir son minn með lesblindu. 

Enn og aftur legg ég til að virðisaukaskattur sem lagður var á bækur á sínum tíma til að byggja Þjóðarbókhlöðuna, sem er full byggð í dag, að sá skattur verður lagður í kennslu barna vegna lesblindu.   


Frestun, arrrrrggg

Ég er smá pirruð núna, fékk tölvupóst frá lögfræðingnum mínum um það að dómsuppkvaðningin sem átti að vera á föstudaginn í málinu varðandi íbúðina, verður frestað til miðvikudagsins 27.febrúar. Annar meðdómarinn er erlendis og því varð þessi frestunAngry

Ég verð bara að segja það að ég er að verða ferlega þreytt á þessum endalausu töfum á þessu blessaða málaferli. En ég verð víst að draga andann djúpt og bíða í 5 daga í viðbót, ég lifi það ábyggilega af, er búin að standa í þessu stappi og baráttu í sjö og hálft ár og vill fara að ljúka þessu, en ég er samt pirruð. 


Allt gekk mjög vel.

Kom heim rétt eftir hádegið og ákvað að vera stillt og fór beint í rúmið og náði að sofa aðeins. Karlinn farin með börnin á handboltaæfingar, þannig að nú er smá ró og næði, bara ég og unglingurinn heima að spjalla og hlusta á tónlist.

Aðgerðin gekk bara mjög vel, hnéið hreinsað af bólgum og flygsum frá rifnu liðþófunum, þannig að nú á allt að vera komið í lag. Svo framalega sem ég fari rólega næstu daga og noti hækjurnar og sleppi öllum leikfimisæfingum og hoppiGrin

Mamma er búin að hringja tvisvar eftir hádegið til að athuga hvort ég er ekki örugglega að hvíla mig og taka því rólega. Reyndar er síminn búin að hringja ansi oft, fjölskyldan og vinir að athuga hvernig gekk, það versta er að maður á að reyna að hvíla sig eftir aðgerðina og sværfinguna, en það er bara frekar erfitt að hvíla sig og sofa þegar síminn hringir stöðugtShocking

 Jæja, held að ég fari að henda mér aðeins aftur upp í rúm, alla vega fram að kvöldmat. Vildi bara láta vita ykkur vita að allt gekk mjög vel.

Elsku bloggvinir, takk kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur, þið eruð öll æðisleg. Kíki á ykkur, þegar hausinn fer að virka betur.W00t


Aðgerð snemma í fyrramálið

Jæja, þá er víst tími til kominn að fara að henda sér í rúmið, það er að koma tími á að fasta. Svo þarf ég að fara snemma á fætur og í sturtu. Á að vera mætt niður í Orkuhús í aðgerðina klukkann 7:30, þá verður gerð önnur tilraun til viðgerðar á hnénu. Mikið ofboðslega verður gott þegar búið verður að laga það, þá losna ég við verkina og get farið að sofa almennilega á næturnar. Þarf þá ekki að vakna við slæma verki og halda við hnéið í hvert skipti sem ég sný mérWink En eftir þessa aðgerð ætla ég að sleppa öllu stökki og veseni, og engir bilaðir flugeldar eftir á heimilinuGrin

Þannig að nú býð ég ykkur kæru bloggvinir Góða NóttSleeping Kíki á ykkur á morgunn hress og kát og næstum í lagi. W00t


Pöddupartý á Heilsugæslunni ????

Þurfti að fara á Heilsugæsluna í Árbæ í dag á vaktina eftir klukkann 4, gleymdi að hringja í morgunn til að láta símsenda mér lyf.  Það var allt fullt út úr dyrum og rúmlega klukkutíma bið, svei mér þá ég held bara að öll leikskólabörnin í Árbænum voru að fara til læknis. Það var ansi fróðlegt að standa þarna í heilan klukkutíma og fylgjast með.

Þar var einn lítill strákur þarna hann var rétt um tveggja ára, hann var vægast sagt að springa úr frekju, hann reif allt af hinum börnunum og svo gekk hann að manni og heimtaði sætið hans, ok, maðurinn sat við kubbaborðið við hliðina á dóttur sinni, en hann stóð upp fyrir frekjudósinni. Mamman sat bara og fylgdist með frekjunni í honum og sagði ekki neitt. Ég var að því komin að benda henni á að barnið hennar væri frekt og illa upp alið, en ég ákvað að skipta mér ekkert af því, þetta verður hennar höfuðverkur en ekki minnW00t.

Það sem ég fór að pæla í á meðan ég stóð þarna og beið, það var að þarna var fullt af börnum hóstandi út í loftið og framan í næsta barn, foreldrarnir voru flestir að koma með börnin vegna hálsbólgu og grun um strepptokokka sýkingu í hálsi. Öll börnin voru að leika sér með sömu kubbana, sem hafa ábyggilega verið þarna í mörg ár, þau stungu þeim upp í sig og sleiktu þá og settu þá svo aftur ofan í og næsta barn tók svo sama kubbinn og gerði nákvæmlega það sama, sleikti og slefaði á kubbana. Ég horfði á þetta og mér fannst þetta ferlega ógeðslegt, ef börnin voru ekki alvarlega veik þegar þau komu inn á biðstofuna, þá verða þau það alveg örugglega eftir klukkutíma bið á biðstofunni og allir að slefa á og sleikja sömu kubbana og rétta svo næsta barni. Þarna í þessum kubbum sem eru á biðstofunni á heilsugæslustöðinni hlýtur að vera bara heilt pöddu og sýkingarpartý sem börnin skiptu bróðurlega á milli sín.

Þegar mín börn voru yngri og ég fór með þau til læknis, þá sat ég alltaf og fylgdist með þeim og stoppaði þau af og bannaði þeim að setja allt dótið á biðstofunni upp í sig. Hvað veit ég um það hvort dótið er þrifið, eða hver var búin að troða því í hvaða gatSick 


Helgin búin og flottur titill hjá unglingnum.

Þá er helgin búin. Unglingurinn minn kom heim á föstudagin, eftir frábæra ferð að Laugum, þau voru þar í 5 daga og skemmtu sér æðislega. Mikið ofboðslega var gott að fá fjörkálfin heim, hann er svo mikill bangsi, alltaf að faðma og knúsa mann, og það hef ég saknað í alla þessa daga. Svo er hann svo mikill fjörkálfur og alltaf til í fíflalæti, það er ekki annað hægt en að elska hann út af lífinu. Hann er svo ófeiminn og tók þátt í Drag keppni og vann tiltilinn Dragqueen Lauga 2008Grin

Prinsessan heimtaði að fá að gista hjá ömmu sinni og afa, og fékk það náttúrlega. Hún vill meina að þeim leiðist svo að vera bara tvö ein heima. Þannig að hún var sótt á laugardeginum og var hjá þeim í algjöru dekri og kom svo heim í gær.

Yngri prinsinn er búin að vera að hlaupa um allt hverfi og safna fyrir ABC börnin, þeir voru ekki lengi að fylla baukinn og ætla svo að sækja annan bauk í dag og halda svo áfram að safna.

Í gær var svo fjölskyldan og vinir hér í mat, smá afmælisveisla viku á eftir áætlun. Eftir að allir voru farnir þá varð ég að setjast niður, blessaða hnéið var orðið tvöfallt og því svaf ég frekar illa í nótt. En ég fer í viðgerðina á morgunn og þá fer ég að losna við bölvuðu verkina.

512_dragqueen 001

 

 

 

Hér er myndin af Daníel sem var tekin af honum í keppninni á Laugum. Hann er í miðjunni, ég á fötin sem hann er í, en ekki hann LoL Úfff hvað hann er flottur.


Frumburðurinn minn fer að koma heim.

Þá fer loks að líða að því að unglingurinn fari að koma heim úr ferðinni að Laugum. Bölvanlega er ég nú búin að sakna hans mikiðHeart Yngri systkinin ekki heldur alveg sátt við að það sá elsti er búin að vera í burtu síðan á mánudag. Þau hafa farið inn í herbergið hans á hverjum degi, bara til að athuga hvort hann sé heima og af gömlum vana kalla þau alltaf "bless Daníel" þegar þau fara út.

Í morgunn fékk ég svo bréf frá Reykjarvíkurborg um að fara að innrita prinsessuna í skólann fyrir haustið. Úfff hvað tíminn líður fljótt, hún fæddidst bara fyrir nokkrum mánuðum og svo á ég að fara að innrita hana í skóla núna Shocking Ég er ekki alveg tilbúin til þess, hún er litla barnið mitt.

Svo kom bréf frá læknunum sem yngri prinsinn er búin að vera hjá vegna slyssins í fyrra, þetta bréf þarf ég að fara með í skólann. Þar kemur fram að slysið hafi haft mikil áhrif á einbeitingu, hegðun og sálarástand drengsins, ásamt því að hann greinist með lesblindu og talsverðan mislestur. Þetta er nýtilkomið og hugsanlega afleiðingar slyssins. Skólinn er vinsamlegast beðin um að taka tillit til þessa ástands hans.

Erum búin að tala mikið við kennarann hans um ástandið og hún sýnir honum mikinn skilning og vill að við leifum honum að vinna sem mest á tölvuna, þar sem hann er alveg ofboðslega lengi að skrifa, svo er hann örfhentur og þar af leiðandi er hann alltaf að nuddast yfir allt sem hann skrifar og bæði hann og blaðið verður svona frekar subbulegt, blý út um allt.  

Skrítið með þessar breytingar á drengnum, í fyrra kom hann heim með heimanámið á mánudegi fyrir alla vikuna, hann settist niður kláraði allt heimanám á klukkutíma og svo var hann rokinn út, en í dag erum við að berjast í marga klukkutíma með eitt fag. Óöryggið er greinilega þó nokkuð hjá honum, því hann fer varla út lengur. En þetta mun að öllum líkindum lagast með tímanum. 


Nei, matarútgjöld hafa hækkað

Andrés Magnússon framkvæmdarstjóri FÍS segir að matvöruverð muni hækka í fyrirsjáanlegri framtíð. Það rétta er að matvöruverð er búið að hækka all verulega síðan um áramótin, eða reyndar byrjuðu framleiðendur að hækka vörur sínar aðeins í fyrra rétt fyrir lækkun á virðisaukaskatts lækkunni og hafa svo haldið áfram að hækka síðan þá.

Nokkrum sinnum hef ég farið í Hagkaup að versla það sem ég fæ ekki í Bónus og undanteknngarlaust er verðið á sumum vörum hærra á kassa en í hillum. Það munar ekki bara 1-3 krónum, nei, það munar 20 krónum. Svo er Hagkaup stundum með lækkun á kjötvörum og oft hef ég lent í því að sú lækkun eða afsláttur kemur ekki fram þegar komið er á kassa og þá þarf misgáfaða starfsfólkið á kassanum að fara að rembast við að reikna út afsláttinn handvirkt með vasareikni til að endurgreiða mér mismuninn. Þetta ferli getur alveg tekið allt að 10 mínútum, þar sem eins og ég segi að um misgáfað starsfólk er að ræða. Oft þarf maður að fara á þjónustuborðið til að fá vöruverð leiðrétt, ég held svei mér þá að starfsfólkið sem er þar hafa ekki lesið eða skilji bara alls ekki það sem stendur á skiltinu fyrir aftan það ÞJÓNUSTUBORÐ.  

Það eru sumar vörur sem ég bara fæ ekki í Bónus og í gær ákvað ég að fara í Nettó í Mjóddinni þar sem ég veit að þar fæ ég þær vörur sem mig vantaði,  nennti bara engann vegin að fara í Hagkaup. Þar skoða ég náttúrulega verðið eins og alltaf og þar þurfti ég ekki að láta leiðrétta neitt, það verð sem stóð á hillunum var enn það sama þegar ég kom á kassann. Sem dæmi um vörur sem ég keypti þar í staðinn fyrir í Hagkaup, var Hunts tómatsósa í dós í Nettó kostaði dósin 99 kr. en í Hagkaup kostar hún 139 kr, munar sem sagt 40 krónum, svo keypti ég súkkulaði Cappuchino sem kostaði 318 kr í Nettó en hilluverðið í Hagkaup segir 339kr en á kassa kostar það 359 kr. 

Hagkaup mætti alveg taka sig á hvað varðar verðmerkingar. Ég er allavega alltaf á varðbergi þegar ég versla þar og fer alltaf yfir strimilinn, en hef tekið eftir því hvað það eru margir sem taka ekki einu sinni við strimlinum. Hvað ætli Hagkaup græði mikið á þeim viðskiptavinum. Það eru ansi margir 100 kallarnir sem þeir ná að stela af fólki með röngum verðmerkingum. 


mbl.is Matarútgjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur!!!

Jæja doksi hringdi í gær og sagði mér hvernig segulómunin af hnénu kom út. Mér sem sagt tókst að rífa báða liðþófa með þessu frábæra áramótastökki og flótta undan brjálaðri rakettu sem hvergi fórWink, ég var ekki einu sinni búin að fá mér neitt sterkara að drekka en coca cola.

Þannig að doksi ætlar að munda hnífinn á hnéið aftur á þriðjudaginn, og þar með er aftur smá hækjutími í vændumW00t En ég er ákveðin í því að fikta ekkert með flugeldana eftir þessa aðgerðLoL reyni að vera róleg og stillt í smá tíma, svo ég fari nú að komast aftur á flakk með myndavélina og jafnvel geti farið að taka aftur smá þátt í handboltanum með börnunum. 

Það þýðir víst ekkert að röfla yfir því að þurfa að fara aftur í aðgerð, svona atvinnusjúklingar eins og ég er orðin svo vön þessu að þetta er næstum bara eins og að skreppa í búðinaWhistling Skreppi bara í aðgerðina um morguninn og er líklegast kominn heim fyrir hádegið.

 


Ofbeldi í handboltaleik Fram og KA

Fórum í gærkvöldið á handboltaleikinn hjá Fram í Safamýrinni þar sem þeir tóku á móti KA. Auðvitað vann Fram 27-24 og eru því komnir í úrslitin um Eimskipsbikarinn, sá leikur verður í Laugardalnum 1. mars og spila þeir á móti Val.

Það var rosaleg stemmning í Safamýrinni. Leikurinn var grófur og stundum langaði manni inn á og tala við blessuðu dómarana, sem oft á tíðum sáu ekki virkilega ljót brot og stundum dæmdu þeir brot sem ekki  áttu sér stað.

Dómararnir gáfu Jankovich hjá KA rautt spjald fyrir að ýta og kýla Andra Berg undir lok síðari hálfleiks, en það skammarlegasta var að þeir dæmdu rautt spjald á Andra Berg líka. Ég skildi ekki þann dóm, að dæma rautt spjald á hann fyrir að vera kýldur.Angry

Dómarar; Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson.
Eftirlitsdómari:  Guðjón L. Sigurðsson.

Þetta eru dómararnir sem dæmdu leikinn í gær og reikna ég með því að Fram geri eitthvað mál út af þessum dómi. Það sem fer mest í mig er að fara með börnin mín á handboltaleik og þau þurfa að horfa upp á hreint og beint ofbeldi og óréttlæti á slíkum leik.  Þetta brot hjá Jankovich var það gróft að mitt álit er það að hann á ekki að fá að spila handbolta meir, alla vega ekki hér á landi og vona ég að HSÍ geri eitthvað varðandi þetta brot hans. Brotið hans var hreint og beint ofbeldi og árás, sem á alls ekki að sjást í handbolta,Devil nema að það á að fara að banna aðgang barna á slíka íþróttaleiki hér á Íslandi.

Hér er hægt að sjá videó af  brotinu hjá Jankovich, þar sem hann fær réttilega rauða spjaldið og svo fær Andri Bergs hjá Fram rautt spjald honum til samlætis. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband