Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2008 | 10:22
Hver borgar brúsann????
Verður kostnaðurinn við þessa tryggingu ekki bara hent beint í verðið á fasteigninni. Í dag ber byggingarstjóranum að hafa tryggingar í 5 ár eftir að byggingu er lokið. Það er að segja í 5 ár eftir að lokaúttekt hefur farið fram á húsinu. Það er svo undir hælinn lagt hvort þeir láta slíka úttekt fara fram. Þeir sem eru að kaupa sér íbúð í nýbyggingu geta alltaf átt von á að einhverjir gallar koma fram, þó mis miklir.
Ein lausnin á þessu vandamáli er að hætta þessu fúski og fara að vinna fagmanlega og nota vönduð vinnubrögð. Fólk er að setja aleiguna í það að kaupa sér fasteignir og ekki er það ódýrt að fara í málaferli við byggingarfélagið og byggingarstjórann. Í mínu tilfelli fór kostnaðurinn upp í um 2 milljónir við málaferlið, hinir íbúarnir vildu ekki leggja út í slíkan kostnað, fannst það of mikið, og þar af leiðandi eru sumir gallarnir sem eru hjá okkur bara metnir miðað við okkar eign í húsinu. Til dæmis er okkur dæmdar bætur vegna ónýtrar útihurðar, en þar sem útihurðin er partur af sameigninni, þá fáum við 25% af hurðinni bætt. Ég hef náttúrulega ekki mikið að gera við 25% útihurð, en svona eru lögin.
Verktakar tryggi sig gegn göllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 21:40
Einn góður
Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur.
Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með
henni næturlangt. Umsamið verð fyrir greiðann var kr. 30.000
Daginn eftir mundi kaupsýslumaðurinn að hann var ekki með reiðufé á
sér, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að borga
konunni. Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda
henni greiðsluna, það yrði búin til nóta og á henni stæði "Leiga
fyrir íbúð" svo allt liti nú vel út. Með þetta skildu þau.
Þegar heim kom fannst manninum að greiðinn hefði ekki verið 30.000
kr virði, og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á
sér kræla, enda var hann giftur. Hann lét því ritara sinn senda
konunni helming greiðslunnar kr. 15.000 sem leigu fyrir íbúðina,
ásamt eftirfarandi athugasemdum:
Það kom í ljós að íbúðin hefur áður verið notuð. Því er þetta of há
leiga.
Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni.
Þessi íbúð var alltof stór, til þess að líða vel í henni og hafa
það notalegt.
Því mun ég ekki greiða nema kr. 15.000 fyrir húsaleiguna.
Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:
Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður. Það væri heimska
að álíta annað.
Hitinn var nægur, en þú kunnir ekkert á að stilla hann.
Íbúðin var alls ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn
til að fylla upp í hana.
Því krefst ég þess að þú greiðir umsamda leigu að fullu, fyrir
íbúðina. Verði það ekki gert, mun ég hafa samband við fyrri
leigusala þinn.!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2008 | 13:32
Ráðhúsið í klakabrynju
Komst loks út aðeins með myndavélina eftir langa bið. sá svo falleg norðurljós en þau hurfu mjög fljótt, þannig að ég fór í bíltúr niður í bæ. Mikið ofboðslega verður Ráðhúsið fallegt í frosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 14:03
Byggingarfulltrúi og reglugerðir
Þá ætla ég að halda áfram að skrifa um lög og reglugerðir í tengslum við byggingar og húsnæði.
Í dómsmálinu okkar gegn, JB byggingarfélagi, byggingarstjóranum og tryggingarfélaginu hans, kemur fram að ein okkar helsta krafa er vegna aðgengi fatlaðra fyrir utan og innandyra. Varðandi aðgengið fyrir utan og hallann á bílaplaninu, er okkur dæmdar bætur þar sem ekki er byggt samkvæmt reglugerð, sem er á ábyrgð byggingarstjórans, en þrátt fyrir það er hann sýknaður og ég dæmd til að greiða hans málskostnað upp á 600.000 kr. Eins og ég hef skrifað áður eru 3 mismunandi stærðir á hurðum í íbúðinni og það samræmist ekki reglugerð varðandi aðgengi fyrir fatlaða, allar hurðir eiga að vera 90 cm breiðar. Ásamt því að í íbúð fyrir fatlaða mega þröskuldar ekki vera hærri en 25 mm. hér er þröskuldurinn við útidyrnar 60mm að innan og 90 mm að utan. Hvað brot á þessari reglugerð varðar var byggingarstjórinn sýknaður, hann taldi að nóg væri að pípulagnir inni á baðherbergi væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að breyta baðherberginu, það er að segja færa baðkar/ sturtuna frá einu horninu í annað. Þetta svar féllust dómararnir á. Þeir vilja sem sagt meina að það er nóg að fatlaður einstaklingur geti komist um fyrir utan eignina, en þurfi ekki að geta komist inn, né komist um íbúðina að neinu leit. Það er sem sagt nóg að það sé hægt að færa sturtuna, þótt að fatlaður einstaklingur muni aldrei komast að baðherbergiu vegn of lítilla hurðagata í íbúðinni.
Samkvæmt byggingarreglugerðum á að fara fram lokaúttekt, áður en húsnæði er tekið í notkun. Hún hefur ekki farið fram í húsinu hjá okkur, íbúðirnar voru afhentar í júní 2000.
Við sem sagt búum í húsnæði sem telst ekki lokið samkvæmt byggingarreglugerðum, samt er hægt að vera með heimilisfang skráð hér, allir í húsinu eru með lán á sínum íbúðum og allir eru að borga skatta og gjöld af íbúðum sínum, þrátt fyrir að húsið telst ekki lokið og ekki er leifilegt að flytja inn í það fyrr en lokaútekt hefur farið fram.
Til hvers er verið að segja lög og reglugerðir ef ekki þarf að fylgja þeim? Hvernig getur dómari sýknað byggingarstjóra sem fer á svig við þær byggangarreglugerðir sem eiga að gilda í landinu. Byggingarreglugerðir eru settar fram og samþykktar af ríkinu, dómarar vinna hjá ríkinu, en enginn þarf að framfylgja neinu. Ég á sem sagt að sætta mig við það að byggingarstjóri, dómari og aðrir fylgja ekki lögum og reglum, sem eiga að gilda í þessu landi.
Eitthvað verður að fara að gerast í þessum málum, það er fáránlegt að hlutirnir eru svona, og almenningur á bara að sætta sig við að svona er þetta bara. Ég setti aleiguna mína í þessa íbúð, hún er gölluð og ekki í samræmi við samþykktar teikningar og það er bara allt í lagi. Málið er að ef byggingarstjórinn hefði verið dæmdur fyrir brot á reglugerðunum, þá mundi hann missa starfsleifið, og það hefur aldrei fallið dómur á byggingarstjóra, heldur eingöngu á byggingarfyrirtækin. Þrátt fyrir að allir vita að byggingarstjórar brjóta oft reglugerðirnar.
Ég held þessu máli áfram, því ég tel að það beri að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda í landinu og sætti mig ekki við það að dómari og hans meðdómarar, telja það í lagi að fara á svig við reglugerðir, eins og skrifað er í dóminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 21:45
Til hvers eru Byggingarreglugerðir???
Ákvað að blogga ekki á meðan ég væri reið út af málinu, gæti sagt eitthvað eða skrifað eitthvað sem er ekki prenthæft, né þorandi að segja opinberlega.
Í gær sagði ég lögfræðingnum mínum að ég sætti mig alls ekki við niðurstöðuna í Héraðsdómi Reykjavíkur og sagði að ég vildi og ætla mér að fara lengra með málið, ég er allt of þrjósk til að taka þessari ölmussu og samþykkja þversagnakenndan dóm í málinu. Lögfræðingurinn sagði mér að taka mér nokkra daga til að hugsa málið, og að hann ætlar að láta sína samstarfsfélaga lesa yfir dóminn til að ákveða framhaldið.
Í dag er ég búin að lesa yfir dóminn almennilega og lesa allar byggingarreglugerðir fram og aftur. Ég er búin að velta því mikið fyrir mér og er orðin alveg samfærð um að fara með málið fyrir Hæstarétt.
Til hvers eru byggingarreglugerðir????? Eru þær ekki settar til að framfylgja þeim??? Þurfa byggingarfélög ekki að fylgja þeim eða vinna eftir þeim????? Hver á að sjá um að þeim er framfylgt????
Hvernig getur dómari sýkna byggingarstjóra, byggingarstjóra sem á að bera ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við byggingarreglugerðir, en gerir það ekki? Ef byggingarstjóri framfylgir ekki byggingarreglugerðum, eins og kemur fram í dóminum sem féll í gær, varðandi aðgengi fatlaðra fyrir utan húsið og á bílastæðinu, það er viðurkennt að það var ekki gert, mér voru dæmdar bætur vegna þess galla, en samt er byggingarstjórinn sýknaður og talinn hafa framfylgt byggingarreglugerðum. Þar af leiðandi á ég að greiða honum 600.000 krónur, út af því að hann var sýknaður. Dómarinn telur sem sagt allt í lagi að sá sem ber ábyrgðina á að þessum málum, fari ekki eftir byggingarreglugerðum.
Rakaskemmdirnar í íbúðinni, tel ég vera galli. Það eru allir sammála um það að rakaskemmdir teljast galli, en ég fæ ekki bætur út af þeim galla þar sem ég get ekki sagt né sannað hvaðan vatnið kemur. Það er mitt að sanna þann galla, hvers vegna vatnið kemur inn, það er víst ekki nóg að gallinn er í íbúðinni og hefur verið frá upphafi.
Ætli það sé vani hjá JB Byggingarfélaginu að setja mismunandi stærðir hurða í sömu íbúðina? Af hverju ætli það hafi verið gert? Voru ekki til nógu margar innihurðir í sömu stærð? Þetta er staðreyndin í minni íbúð, mismunandi stærðir hurða, þetta fæ ég ekki bætur fyrir, þetta telja dómararnir greinilega vera eðlilegt. Kannski er þetta í tísku?
Innréttignarnar í eldhúsinu og fataskápar eru ekki með þeim höldum sem við pöntuðum, við pöntuðum 15 cm höldur, en þeir setja 30 cm höldur á fyrir mistök. Þetta eiga þeir ekki heldur að borga okkur bætur fyrir, við eigum bara að sætta okkur við eitthvað annað en við pöntuðum.
Það er svipað og ég færi og pantaði mér Bláan Bens, en fengi afgreiddan gulan Skoda. Ætti ég bara að sætta mig við það???? Mundir þú sætta þig við það????? Það var smá dæld í bílnum mínum þegar ég keypti hann, það var sko ekkert vesen eða mál út af því, það var bara lagað, strax. En bílinn kostaði bara 10% af því sem íbúðin kostaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2008 | 15:19
DÓMUR: SÚR SIGUR Í GALLAMÁLINU GEGN BYGGINGARFÉLAGINU
Jæja, þá féll dómurinn í morgunn. Ég verð nú að segja það að mín tiltrú á dómskerfinu beið mikla hnekki í morgunn. Þetta var súr sigur og vægast sagt furðulegur dómur, þrátt fyrir að ég vann málið varðandi flest alla gallana í íbúðinni. Að mínu mati er dómsúrskurðurinn þversagnakendur. Mér voru dæmdar bætur vegna hinna ýmsu galla að upphæð 1.144.148 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 18.ágúst 2006, svo var byggingarfélagið dæmt til að greiða mér 800.000 krónur í málskostnað, en ég var dæmd til að greiða byggingarstjóranum 600.000 krónur í málskostnað þar sem hann var sýknaður af öllum kröfum. Þetta þýðir bætur og málskostnaður sem ég á að fá greitt nemur 1.944.148 og svo reiknast dráttarvextir á hluta kröfunnar, en frá þessu dregst svo málskostnaður sem mér ber að greiða byggingarstjóranu, þá eru 1.344.148 krónur eftir.
Matið á göllum á íbúðinni unnu 2 dómskvaddir matsmenn, það þýðir að Héraðsdómari skipar 2 menn til að meta gallana, þeim var sagt að gera ýtarlegt og faglegt mat. Sem þeir gerðu að mestu leiti. Sú matsgerð kostaði mig 737.040 krónur. Þeirra mat á göllunum hljóðaði upp á tæpar 2,2 milljónir, svo bættist við þá kröfu vegna þess að við fengum ekki réttar höldur á fataskápa og eldhúsinnréttingu, þannig að heildarkrafan hljóðaði upp á 2.646.947 krónur. Málskostnaður hjá mér vegna lögræðinga var komið rétt yfir 900.00 krónur,kostnaður vegna matsgerðar dómskvaddra matsmanna og annara aðila var komin í ásamt innheimtukostnaði sem ég greiddi, þegar þeir stefndu mér vegna lokagreiðslunnar var komin í tæpar 1.148.000 krónur. Heildarkostnaður hjá mér við málaferlið er því rúmar 2 milljónir. Alls hljómaði krafan mín upp á 4.438.667 krónur, það eru bætur ásamt kostnaði og svo bætast dráttarvextir við.
Þannig að mér eru dæmdar bætur sem eru rétt um 43% af matinu vegna gallana. Og svo er málskostnaðurinn sem ég mun sitja eftir með þegar ég hef greitt byggingarstjóranum, heilar 200.000 krónur, sem er rétt um 10% af útlögðum kostnaði hjá mér við þetta mál.
Samkvæmt byggingarreglugerðum ber byggingarsjóri ábyrgð á því að húsið er byggt samkvæmt reglugerðum og samþykktum teikningum. En hann var sýknaður af öllum kröfum.
Í dóminum stendur á bls.5
"Stefnandi kveðst telja byggingarstjórann samábyrgan seljanda þar sem hann beri ábyrgð á því samkvæmt 2. mgr. 32. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir."
Í lið 9. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða utanhús
" Samkvæmt byggingarreglugerð grein 203.1 skulu skábrautir fyrir umferð í hjólastól að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Matsmenn fundu út að kafli á bílastæði næst inngangi íbúðarinnar væri 1:8,7 og halli á gangstétt frá efri brún á kantsteini við götu og á móts við húshorn væri 1:9,8 en halli þaðan og á móts við útidyr íbúðar 1:27 eða minna"
" Að þessu virtu er það niðurstaða dómsins að við gerð bílastæðis og gangstétt að húsi hafi verið gengið á svig við fyrrgreint ákvæði byggingarreglugerðar og því sé fasteigninni ábótavant að þessu leyti"
Þarna kemur þversagnarkendi dómurinn inn í málið að minni meiningu, byggingarstjórinn sýknaður.
"Með hliðsjón af því sem að framan er rakið þykir ekki annað komið fram en að umrædd fasteign hafi verið byggð í samræmi við þessi ákvæði að því undandskyldu að því hefur verið slegið föstu að fasteigninni hafi verið áfátt að því leyti að halli á bílastæði og lóð hafi verið mun meiri en kröfur byggingarreglugerðar segja til um."
Íbúðin var í byggingu þegar við keyptum hana, og þær teikningar sem við fengum og er samþykktar hjá Byggingarfulltrúa Ríkisins, eru þær að íbúðin á að vera fyrir fatlaða, það þýðir hurðir skuli ekki vera minni en 90 cm, við erum með 3 þannig hurðar en allar hinar eru minni. Þeir eru sýknaðir af þessari kröfu þar sem dómarar segja það óumdeilt að íbúð stefnanda er hönnuð með þessar þarfi í huga og verður ekki af gögnum málsins annað ráðið en að hana megi innrétta samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra.
Þetta finnst mér vera í hæsta máta fáránlegt, ég kaupi íbúð og fæ teikningar sem búið er að stimpla og samþykkja að íbúðin sé fyrir fatlaða, þar af leiðandi þurfa hurðargöt að vera 90cm. Eins og ég segi, eru 3 hurðar 90 cm breiðar hinar hurðarnar eru 80 cm og ein þeirra er 60cm. Þannig að ég kaupi íbúð fyrir fatlaða og það er svo mitt vandamál að fara að brjóta og stækka hurðargötin til að íbúðin verði eins og ég taldi mig hafa keypt hana. Þröskuldar eða uppstig í aðalútidyrum húss fyrir fatlaða skulu ekki vera hærri en 25mm, þröskuldurinn í útidyrahurð hjá mér mældist 60mm inni en 90mm utan frá.
Hér er linkurinn á dómsúrskurðinn
Eins og ég segji, jú ég vann málið, en djöfulli er þetta súr sigur. Það er svo margt sem mig virkilega langar að segja, en það er ekki þorandi. Ég er alls ekki sátt við þennan dóm, sem er frekar illa lyktandi, að mínu mati. En ég er alls ekki hlutlaus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 23:17
Stóra stundin í fyrramálið
Jæja, þá er loks að koma að því, stóra stundin rennur upp klukkan 9 í fyrramálið. Dómsuppkvaðningin í málssókninni hjá mér gegn byggingarfélaginu, byggingarstjóranum og tryggingarfélaginu.
Ég er búin að sveiflast í allar áttir, vinn ég málið, tapa ég því, hvað gerist eiginlega í þessu öllu saman???????
Trúir maður á réttláta málsmeðferð og góðan og farsælan endi á þessu máli??????
Búin að standa í þessari baráttu í sjö og hálft ár, og henni verður lokið eftir 10 klukkutíma.... Smá stress, hækkaður blóðþrýstingur og hausverkur
Ef ég gæti lagst á hnéin, þá mundi ég gera það, en dómararnir eru ábyggilega búnir að ákveða hvernig þetta fer allt saman og eru líklegast að slappa af og undirbúa sig fyrir háttinn. Og ég er bara drullu stressuð
Jæja, hvernig sem allt fer, þá fáið þið að heyra um það á morgunn, er að hugsa um að taka smá rúnt á blogg vinina, fara að lesa smá og koma mér í rúmið. Treysti mér ekki til að sofa á kamrinum eins og prinsessan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 15:23
Þyrnirós og Óskarinn
Um kvöldamatarleitið í gær hvarf dóttir mín, við kölluðum stöðugt á hana og hún svaraði ekki. Hún á það til að gera þetta, fara eitthvað og fela sig og svara ekki þegar við köllum á hana. Þannig að þá var farið að leita að prinsessunni, og fannst hún á skemmtilegum stað, steinsofandi, sem útskýrði það að hún svaraði ekki þegar við kölluðum á hana. Ég ætla að láta myndirnar tala sínu máli
Þetta er ástæðan fyrir því að prinsessan svaraði okkur ekki í gær þegar við kölluðum á hana
Hún hafði greinilega þurft að fara á salernið, og þar sofnaði hún bara og hafði það ósköp huggulegt. Það eru bara börn sem geta sofna alls staðar
Nú eru búið að afhenda Óskarinn. Ég fékk einn í fyrra frá unglingnum mínum og er hann geymdur á hillu í stofunni, ég var að vísu ekki búin að skrifa neina ræðu, enda ferlega óvænt að fá einn Óskar upp úr þurru. En mikið ofboðslega er ég montin með ÓSKARINN MINN, frá elsta prinsinum
Ég varð orðlaus eins og stórsjörnurnar og bara táraðist, þegar unglingurinn minn gaf mér þennan Óskar í fyrra. Tekstinn á honum er bara æðislegur. Daniel minn, ég elska þig líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2008 | 16:23
Ég er að hressast og búin að fá staðfestingu á fávitaskap ráðherra
Ég er öll að hressast, sef eins og ungabarn, þarf ekki lengur að hjálpa fætinum þegar ég er að snúa mér. Fyrir aðgerðina leið mér alltaf eins og fóturinn snéri vitlaust og að hnéskelin væri aftan í hnésbótinni. Er farin að geta beygt hnéið mikið meira en ég gat áður, nota kælipokann á hnéið til að draga úr bólgum og deyfa og svo eru það bara æfingar og beygjur, hætti ekki fyrr en ég næ fullri beygju á hnéið aftur, svo byrja ég á fullu í sjúkraþjálfuninni á miðvikudaginn. Ég sleppi því stundum að nota hækjurnar hér heima, en þar sem það er mikil hálka úti og miðað við mína heppni, þori ég ekki annað en að nota hækjurnar þegar ég fer út. Svo fæ ég að vita meira hvað ég má og má ekki hjá doksa á fimmtudaginn.
Ég fór áðan á heilsugæslustöðina með yngri strákinn og þvílíkt frelsi að komast út og geta keyrt sjálf. Jæja, eins og ég sagði fór ég með yngri prinsinn til heimilislækninn áðan, hann er slæmur af vöðvabólgu í baki, hálsi og herðum, sem er náttúrlega afleiðingar af slysinu hjá honum í fyrra. Lækninum fannst réttast að gefa honum bólgueyðandi töflur og svo held ég áfram að nudda kútinn minn, það versta er að drengurinn kvartar svo lítið og segir ekki frá því þegar hann er slæmur, hann hvæsir bara á fjölskyldumeðlimina og þá veit ég hvernig honum líður.
Það var rólegt á heilsugæslunni þegar við vorum þar, þannig að læknirinn spjallaði þó nokkuð, ég lét hann hafa læknabréfið sem ég fékk í seinustu viku varðandi lesblinduna og vandamálin hjá prinsinum mínum. Ég spurði hann hvað það er sem heilsugæslann átti að geta gert varðandi lesblindu, eins og hópurinn sem hún Þorgerður Katrín Menntamálaráðherra,setti á laggirnar sem kom fram með þær snilldar tillögu um "VIRKJA HEILSUGÆSLUNA" Læknirinn vissi ekkert um það hvað heilsugæslan átti að geta gert annað en það að benda mér á að fara með drenginn í lesblindugreiningu. Ég sagði lækninum að það væri búið að greina hann með lesblindu, þá brosti hann bara og sagði að hann væri ekki með neina lausn né lyf sem virka á né lækna lesblindu. Þetta vissi ég náttúrlega, en langaði bara að athuga hvaða lausn heilsugæslan átti að veita í þessum málum. Við spjölluðum aðeins um nýju reglugerðina hjá Gunnlaugi Heilbrigðismálaráðherra, varðandi ókeypis læknishjálp fyrir öll börn, sem er að ganga frá heilsugælsunni og læknunum þar dauðum, því nú koma hýsterískir foreldrar í tonnatali með börnin um leið og einhver hnerraði í leikskólanum. Það veldur því að raunverulega veikt fólk þarf að bíða í marga daga og stundum í vikur eftir því að fá tíma á heilsugæslunni hjá lækni.
Þannig að það sem ég komast að í dag, eða réttara sagt fékk staðfest, er að ráðherrar hafa oft á tíðum ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera, þeir setja bara fram einhverjar fáránlegar tillögur, sem eru algerlega gagnslausar og valda bara meira veseni en lausnum.
Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín sagði:
VIRKJUM HEILSUGÆSLUNA. Það virkar ekkert fyrir lesblinda, það er engin læknisfræðinleg lausn til varðandi lesblindu.
Heilbrigðismálaráðherra Gunnlaugur Þór sagði:
Frítt fyrir börnin til læknis, veldur því að það er varla hægt að fá tíma hjá heimilislækni fyrir veikt fólk, þar sem foreldrar hlaupa með börnin þangað í hrönnum, því það er nú ókeypis að fara þangað með börnin.
Á morgunn er svo planið að hringja í menntamálaráðuneytið og leita lausna varðandi lesblindu sem virka, eða þá að ég sendi frúnni tölvupóst og bið um svör eða leiðbeiningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2008 | 11:49
Þetta er afleiðingin, Gunnlaugur minn
Ég var búin að segja að þetta mundi gerast. Þessi nýja reglugerð hjá honum Gunnlaugi Þór var algjörlega van hugsuð, hækka gjöldin á þá sem síst skyldi öryrkja og aldraða,og ókeypis fyrir börnin. Það segir sig sjálft að foreldrar munu hlaupa í tíma og ótíma með börnin til læknis, þar sem það er ókeypis. Þannig að nú er ástandið orðið þannig að maður fær varla tíma hjá heimilislækni lengur og að fara á vaktina sem er á heilsugæslustöðvunum milli klukkan 4 og 6 þá er margra klukkutíma bið og manni líður eins og maður sé staddur á leikskóla.
Kæri Heilbrigðisráðherra Gunnlaugur Þór, betra er að hugsa fyrst og framkvæma svo
Fleiri börn til læknis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar