Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2008 | 12:13
Nærgætinn Eiginmaður
Þegar konur eldast, grein eftir Jón Jónsson.
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.
Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína - hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni. Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í "Heiðursmannagrillinu" í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða. Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa. Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum. Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni. Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessari grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast - lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.
Kveðja,Jón Jónsson
Athugasemd ritstjóra:Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að
gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.2.2008 | 11:20
Björgvin VS Árni Matt
Björgvin stendur ennþá við þá meiningu að tollamálin og viðmiðunarmörkin eru ekki í samræmi við veruleikann. Eins og ég skrifaði í gær eftir að ég las um nýju hækkanirnar á tolli á vörum sem eru umfram 3 kíló eru bara það fáránlegasta sem ég hef lesið og er eingöngu til að þvinga Íslendinga til að versla hér heima á okurverði.
Eins og ég segi virðist Björgvin viðskiptamálaráðherra ætla að halda áfram að berjast fyrir leiðréttingu þessara mála, því þau eru skammarleg. En vandamálið við það er að þessar breytingar þurfa að fara í gegnum Árna Matt fjármálaráðherra og sá maður situr fast á sínu, telur sig vera einræðisráðherra sem ræður öllu, og ég efast stórlega að hann muni lækka tolla né að hann muni beyta upphæðinni sem leifilegt er að versla fyrir.
Árni Matt telur sig ekki þurfa að hlusta á neinn annan en sjálfan sig og telur að hann ræður næstum hverju sem er. Hann sem yfirmaður fjármálaráðuneytisins, er sko ekkert að flýta sér að hlýta dómi Hæstaréttar varðandi skattagreiðslur Impreglio og það kostar okkur skattgreiðendur rúmlega milljón á dag í vexti. Árni er sem sagt líka yfir Hæstarétt hafinn, hann þarf ekki að hlusta á nefndir og úrskurði þeirra varðandi ráðningu dómara. Hann er búin að fá spurningar frá umboðsmanni alþingis um áðningu dómara, sem hann segist muni svara. Fyrir mér viðrist Fjármálaráðherra vera að springa úr hroka og er haldin einræðisherra syndrome.
Telur tollafríðindin ekki í samræmi við veruleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 13:21
Á að vigta nærbuxnakaupin við heimkomu??????
Nýjar reglur Tollstjórans í Reykjavík sem tóku gildi 1.febrúar stór auka álögur á ferðamenn. Fram kemur í 24stundir í dag að ferðamenn mega koma með samtals heil 3 kíló af matvælum og fatnaði til landsins. Áður fyrr þurftu ferðamenn að greiða 125 krónur á hvert umfram kíló. Nú eru hins vegar komnar nýjar reglur, nú greiða ferðamenn minsmunandi háa tolla fyrir minsmunandi vöruflokka.
Gjaldið á kjötvörum er orðið 991 króna, eða áttfallt hærra en það var, fyrir hvert umfram kíló.
Gjaldið á osta er orðið 757 krónur, eða sexfallt hærra en það var, fyrir hvert umfram kíló.
Gjaldið á fatnað er 745 krónur, eða rúmlega sexfallt hærra en það var fyrir hvert umfram kíló, þ.m.t skór.
"Hugsunin á bak við þetta er að allir borgi sambærilegt verð. Þeir sem flytja inn matvæli, kúnnar þeirra og þeir sem geta keypt sér matvörur í útlöndum og tekið með sér heim," segir Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri Tollgæslunnar á Suðurnesjum.
Ætla tollverðir í Leifsstöð að fara að vigta nærbuxurnar sem maður kaupir sér erlendis og rukka svo 745 krónur fyrir hvert kíló af nærbuxum ?
Þvílíkt helvítis okur og skatta kjaftæði, þetta er eingöngu gert til að vernda okurverslunarverð á skerinu. Bölvaðir verslunareigendurnir eða ríkið mega ekki alls ekki tapa á því að Íslendingar fari erlendis og versla sér fatnað sem er fjórum til sex sinnum ódýrari hér heima. Nei, nú á að fara að vigta allt draslið og rukka fyrir það, það mun taka helvíti langan tíma að koamst í gegnum tollskoðunina á Leifsstöð héðan í frá.
Íslendingar mega ekki vera hagsýnir og spara með því að versla erlendis. Nei, það væri nú algjör glæpur.
Ég man ekki betur en að í viðtali við Björgvin Guðna Sigurðsson viðskiptaráðherra í haust, var hann að tala um að það þurfti nú að fara að skoða þessar tollareglur upp á nýtt, með tilliti til fjárhæðar sem Íslendingum er leifilegt að versla fyrir erlendis, það er að segja 46.000 króna markið. Hvernig væri það nú að hann færi nú að standa við þau orð sín og gera eitthvað í þessum málum, ekki bara tala heldur framkvæma. Er þetta kannski breytingarnar sem hann var að tala um, fara bara að borga kílóverð á allt sem er í ferðatöskunum.
Sem dæmi; hjón fara til Bandaríkjanna að versla föt á fjölskylduna, hvort um sig má hafa með sér tvær ferðatöskur, sem hver má vera 23 kíló það gerir 92 kíló, svo mega þau hafa flugfreyju tösku með sér um borð sem má vera 6 kíló, það gerir 12 kíló. Þannig að samtals mega hjónin hafa 104 kíló meðferðis, en samkvæmt reglum má hafa 3 kíló af fatnaði hvort þá getum við dregið 6 kíló frá, þá eru eftir 98 kíló, og samkvæmt þessum nýju reglum þá þurfa þau að borga 745 krónur x 98 kíló, sem gerir samtals 73.010 krónur í tolla.
Hvernig á svo að afgreiða það mál að það eru tvær mismunandi tollareglur í gildi, þú mátt versla tollfrjálst fyrir 46.000 krónur án þess að greiða tolla, en þú mátt bara hafa 3 kíló af fatnaði meðferðis tollfrjálst. Verður það bara geðþótta ákvörðun tollvarða hvorri reglunni verður farið eftir?
Svo spyr ég, getur Tollstjórinn í Reykjavík og Tollgæslan í Leifsstöð ákveðið að breyta tollareglum , án þess að það er samþykkt á Alþingi??????????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 11:00
Takk fyrir hækkun bóta um 3-4%
Núgerðir kjarasamningar munu hafa áhrif á bætur almannatrygginga til hækkunar. Hækkuninn mun vera um það bil 3-4% og samkvæmt fréttinni er verið að uppreikna bæturnar með tilliti til kjarasmaningana.
Í þessum kjarasamningum var samið um hækkun lægstu taxta um 18-21.000 kr og atvinnuleysisbætur hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Heildar hækkun launa á samningstímabilinu eru 32%.
Um áramótin hækkuðu bætur almannatrygginga um 3,5%, það þýðir í krónu tölum fyrir lífeyrisþega sem var ekki með neinar greiðslur annarsstaðar frá hækkun upp á heilar 5.013 krónur og hækkunin nú mun vera fyrir sama einstakling um það bil 6.201 krónur. Þannig að lífeyrisþeginn mun að öllum líkindum miðað við fréttina fá í heildina 11.214 króna hækkun frá áramótum.
Það sem lítið hefur verið rætt um hins vegar þegar kemur að lífeyrisþegum eru breytingar sem urðu á greiðslunum um áramótin í tengslum við þá lífeyrisþega sem eru með greiðslur frá lífeyrissjóði. Árið 2007 skertu greiðslur frá lífeyrissjóði tekjutrygginguna um 80%, en um áramótin hækkaði sú skerðing og nú skerða lífeyrissjóðsgreiðslurnar tekjutrygginguna um 100%, ef ég man rétt að þá var sú skerðing árið 2006, 60%. Þannig að þær breytingar sem hafa verið gerðar á bótum og útreikningi almannatrygginga er bara meiri skerðingar endalaust. Þessi loforð um breytingar og lagfæringar á þessum skerðingum sem búið er að mótmæla í mörg ár vegna þess hve óréttlátar þær eru, tilfæringarnar urðu í raun þær að laun og bætur maka skertu tekjurnar minna en einstaklingar sem eru aleinir fengu meiri skerðingu í hausinn í staðinn. Það var sem sagt á kostnað einstaklings sem býr einn að almannatryggingar gátu minnkað skerðingarhlutföll bóta og tekjur maka.
Lífeyrisþegar eru og verða alltaf fastir í fátæktinni, með bætur undir fátækramörkum.
Aðalsteinn Baldvinsson sagði: "Stjörnur ársins fyrir mér eru, láglaunafólkið, það eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem þrátt fyrir alla hagsældina sem verið hefur á Íslandi, búa við kjör sem eru fyrir neðan skilgreind fátækramörk, sem eru í kringum 130.000 krónur á mánuði. Ég vil meina að aðeins snillingar með mikið fjármálavit geti framfleytt sér á þessum tekjum, en reyndar á það ekki að vera hægt."
Bætur hækka um 3 til 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2008 | 14:13
Lesblinda
Var að lesa í morgunn grein í Fréttablaðinu, þar var talað við Guðrúnu Benediktsdóttur sem er Davis-leiðbeinandi. Hún talar um hvað henni finnist það vera æðislegt að geta hjálpað börnum með lesblindu og einnig fullorðnum að takast á við lesblinduna. Einnig talar hún um það hvað henni finnist frábært að fá góðar reynslusögur til baka þar sem Ron Davis aðferðin reynist mjög vel.
Síðar í viðtalinu við hana kemur fram að fullorðnir geti farið lesblindunámskeið hjá Mími og að það sé niðurgreitt af Menntamálaráðuneytinu.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á lesblindu og hef verið mikið að velta því fyrir mér varðandi lesblind börn, hvað þau fá lítinn skilning og næstum enga aðstoð í grunnskólum vegna les-skrif- og stærðfræði blindu, og ekki minnkaði áhugi minn á þessum málefnum nú eftir áramótinn þegar yngri sonur minn greinist með lesblindu eftir slæmt höfuðhögg í fyrra þegar keyrt var á hann.
Í haust setti Þorgerður Katrín nefnd á laggirnar sem átti að leita leiða til að hjálpa börnum með þessi vandamál. Niðurstaða nefndarinnar var FRÆÐASETUR, VEFSÍÐA OG VIRKJUN HEILSUGÆSLUNNAR. Mikið var talað um það á alþingi í haust að reyna að fá auka fjármagn til að senda lesblind börn í grunnskóla í lesblinduleiðréttingu, en það var ekki gert, slík leiðrétting og greining kostar um 250.000 krónur. Svo les ég í þessari grein í dag að menntamálaráðuneytið er að niðurgreiða slíka kennslu fyrir fullorðna hjá Mími, en það er ekki hægt að gera slíkt hið sama fyrir grunnskóla börn sem eru með skólaskyldu. Eiga börnin sem sagt að bíða þangað til þau verða fullorðin til að fá viðeigandi hjálp við lesblindu?????
Af hverju getur menntamálaráðuneytið niðurgreitt lesblindu kennslu fyrir fullorðna???
Getur menntamálaráðuneytið ekki niðurgreitt lesblindukennslu fyrir börn á skólaskyldu aldri????
Lögin segja það skírt að börn eigi rétt á kennslu við þeirra hæfi og getu, en svo þegar kemur að því að heimta slíka kennslu, þá eru ekki til peningar fyrir það. Er virkilega hægt að segja að börn eigi að fara í skóla og læra, en það sé ekki hægt að kenna þeim á viðeigandi hátt vegna peningaleysis eða réttara sagt vegna nísku stjórnvalda. Væri ekki betra að greiða niður slíka kennslu strax um leið og vandamálið kemur í ljós, frekar en að bíða þar til þau verði fullorðinn, niðurbrotnir einstaklingar með lélegt sjálfsmat???????
Virkjun Heilsugæslunnar vegna lesblindu??? Hvað þýðir það????? Hvaða gagn er í því???? Ég er að hugsa um að prófa að panta tíma á okkar heilsugæslu og fara með son minn til okkar heimilislæknis og athuga hvað hann getur gert fyrir hann, þar sem hann er nú greindur með lesblindu. Mig langar að sjá hvað virkjun heilsugæslunnar þýðir fyrir son minn með lesblindu.
Enn og aftur legg ég til að virðisaukaskattur sem lagður var á bækur á sínum tíma til að byggja Þjóðarbókhlöðuna, sem er full byggð í dag, að sá skattur verður lagður í kennslu barna vegna lesblindu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 12:57
Frestun, arrrrrggg
Ég er smá pirruð núna, fékk tölvupóst frá lögfræðingnum mínum um það að dómsuppkvaðningin sem átti að vera á föstudaginn í málinu varðandi íbúðina, verður frestað til miðvikudagsins 27.febrúar. Annar meðdómarinn er erlendis og því varð þessi frestun
Ég verð bara að segja það að ég er að verða ferlega þreytt á þessum endalausu töfum á þessu blessaða málaferli. En ég verð víst að draga andann djúpt og bíða í 5 daga í viðbót, ég lifi það ábyggilega af, er búin að standa í þessu stappi og baráttu í sjö og hálft ár og vill fara að ljúka þessu, en ég er samt pirruð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2008 | 17:00
Allt gekk mjög vel.
Kom heim rétt eftir hádegið og ákvað að vera stillt og fór beint í rúmið og náði að sofa aðeins. Karlinn farin með börnin á handboltaæfingar, þannig að nú er smá ró og næði, bara ég og unglingurinn heima að spjalla og hlusta á tónlist.
Aðgerðin gekk bara mjög vel, hnéið hreinsað af bólgum og flygsum frá rifnu liðþófunum, þannig að nú á allt að vera komið í lag. Svo framalega sem ég fari rólega næstu daga og noti hækjurnar og sleppi öllum leikfimisæfingum og hoppi
Mamma er búin að hringja tvisvar eftir hádegið til að athuga hvort ég er ekki örugglega að hvíla mig og taka því rólega. Reyndar er síminn búin að hringja ansi oft, fjölskyldan og vinir að athuga hvernig gekk, það versta er að maður á að reyna að hvíla sig eftir aðgerðina og sværfinguna, en það er bara frekar erfitt að hvíla sig og sofa þegar síminn hringir stöðugt
Jæja, held að ég fari að henda mér aðeins aftur upp í rúm, alla vega fram að kvöldmat. Vildi bara láta vita ykkur vita að allt gekk mjög vel.
Elsku bloggvinir, takk kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur, þið eruð öll æðisleg. Kíki á ykkur, þegar hausinn fer að virka betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2008 | 23:57
Aðgerð snemma í fyrramálið
Jæja, þá er víst tími til kominn að fara að henda sér í rúmið, það er að koma tími á að fasta. Svo þarf ég að fara snemma á fætur og í sturtu. Á að vera mætt niður í Orkuhús í aðgerðina klukkann 7:30, þá verður gerð önnur tilraun til viðgerðar á hnénu. Mikið ofboðslega verður gott þegar búið verður að laga það, þá losna ég við verkina og get farið að sofa almennilega á næturnar. Þarf þá ekki að vakna við slæma verki og halda við hnéið í hvert skipti sem ég sný mér En eftir þessa aðgerð ætla ég að sleppa öllu stökki og veseni, og engir bilaðir flugeldar eftir á heimilinu
Þannig að nú býð ég ykkur kæru bloggvinir Góða Nótt Kíki á ykkur á morgunn hress og kát og næstum í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2008 | 22:36
Pöddupartý á Heilsugæslunni ????
Þurfti að fara á Heilsugæsluna í Árbæ í dag á vaktina eftir klukkann 4, gleymdi að hringja í morgunn til að láta símsenda mér lyf. Það var allt fullt út úr dyrum og rúmlega klukkutíma bið, svei mér þá ég held bara að öll leikskólabörnin í Árbænum voru að fara til læknis. Það var ansi fróðlegt að standa þarna í heilan klukkutíma og fylgjast með.
Þar var einn lítill strákur þarna hann var rétt um tveggja ára, hann var vægast sagt að springa úr frekju, hann reif allt af hinum börnunum og svo gekk hann að manni og heimtaði sætið hans, ok, maðurinn sat við kubbaborðið við hliðina á dóttur sinni, en hann stóð upp fyrir frekjudósinni. Mamman sat bara og fylgdist með frekjunni í honum og sagði ekki neitt. Ég var að því komin að benda henni á að barnið hennar væri frekt og illa upp alið, en ég ákvað að skipta mér ekkert af því, þetta verður hennar höfuðverkur en ekki minn.
Það sem ég fór að pæla í á meðan ég stóð þarna og beið, það var að þarna var fullt af börnum hóstandi út í loftið og framan í næsta barn, foreldrarnir voru flestir að koma með börnin vegna hálsbólgu og grun um strepptokokka sýkingu í hálsi. Öll börnin voru að leika sér með sömu kubbana, sem hafa ábyggilega verið þarna í mörg ár, þau stungu þeim upp í sig og sleiktu þá og settu þá svo aftur ofan í og næsta barn tók svo sama kubbinn og gerði nákvæmlega það sama, sleikti og slefaði á kubbana. Ég horfði á þetta og mér fannst þetta ferlega ógeðslegt, ef börnin voru ekki alvarlega veik þegar þau komu inn á biðstofuna, þá verða þau það alveg örugglega eftir klukkutíma bið á biðstofunni og allir að slefa á og sleikja sömu kubbana og rétta svo næsta barni. Þarna í þessum kubbum sem eru á biðstofunni á heilsugæslustöðinni hlýtur að vera bara heilt pöddu og sýkingarpartý sem börnin skiptu bróðurlega á milli sín.
Þegar mín börn voru yngri og ég fór með þau til læknis, þá sat ég alltaf og fylgdist með þeim og stoppaði þau af og bannaði þeim að setja allt dótið á biðstofunni upp í sig. Hvað veit ég um það hvort dótið er þrifið, eða hver var búin að troða því í hvaða gat
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 11:18
Helgin búin og flottur titill hjá unglingnum.
Þá er helgin búin. Unglingurinn minn kom heim á föstudagin, eftir frábæra ferð að Laugum, þau voru þar í 5 daga og skemmtu sér æðislega. Mikið ofboðslega var gott að fá fjörkálfin heim, hann er svo mikill bangsi, alltaf að faðma og knúsa mann, og það hef ég saknað í alla þessa daga. Svo er hann svo mikill fjörkálfur og alltaf til í fíflalæti, það er ekki annað hægt en að elska hann út af lífinu. Hann er svo ófeiminn og tók þátt í Drag keppni og vann tiltilinn Dragqueen Lauga 2008
Prinsessan heimtaði að fá að gista hjá ömmu sinni og afa, og fékk það náttúrlega. Hún vill meina að þeim leiðist svo að vera bara tvö ein heima. Þannig að hún var sótt á laugardeginum og var hjá þeim í algjöru dekri og kom svo heim í gær.
Yngri prinsinn er búin að vera að hlaupa um allt hverfi og safna fyrir ABC börnin, þeir voru ekki lengi að fylla baukinn og ætla svo að sækja annan bauk í dag og halda svo áfram að safna.
Í gær var svo fjölskyldan og vinir hér í mat, smá afmælisveisla viku á eftir áætlun. Eftir að allir voru farnir þá varð ég að setjast niður, blessaða hnéið var orðið tvöfallt og því svaf ég frekar illa í nótt. En ég fer í viðgerðina á morgunn og þá fer ég að losna við bölvuðu verkina.
Hér er myndin af Daníel sem var tekin af honum í keppninni á Laugum. Hann er í miðjunni, ég á fötin sem hann er í, en ekki hann Úfff hvað hann er flottur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar