Færsluflokkur: Bloggar

Frumburðurinn minn fer að koma heim.

Þá fer loks að líða að því að unglingurinn fari að koma heim úr ferðinni að Laugum. Bölvanlega er ég nú búin að sakna hans mikiðHeart Yngri systkinin ekki heldur alveg sátt við að það sá elsti er búin að vera í burtu síðan á mánudag. Þau hafa farið inn í herbergið hans á hverjum degi, bara til að athuga hvort hann sé heima og af gömlum vana kalla þau alltaf "bless Daníel" þegar þau fara út.

Í morgunn fékk ég svo bréf frá Reykjarvíkurborg um að fara að innrita prinsessuna í skólann fyrir haustið. Úfff hvað tíminn líður fljótt, hún fæddidst bara fyrir nokkrum mánuðum og svo á ég að fara að innrita hana í skóla núna Shocking Ég er ekki alveg tilbúin til þess, hún er litla barnið mitt.

Svo kom bréf frá læknunum sem yngri prinsinn er búin að vera hjá vegna slyssins í fyrra, þetta bréf þarf ég að fara með í skólann. Þar kemur fram að slysið hafi haft mikil áhrif á einbeitingu, hegðun og sálarástand drengsins, ásamt því að hann greinist með lesblindu og talsverðan mislestur. Þetta er nýtilkomið og hugsanlega afleiðingar slyssins. Skólinn er vinsamlegast beðin um að taka tillit til þessa ástands hans.

Erum búin að tala mikið við kennarann hans um ástandið og hún sýnir honum mikinn skilning og vill að við leifum honum að vinna sem mest á tölvuna, þar sem hann er alveg ofboðslega lengi að skrifa, svo er hann örfhentur og þar af leiðandi er hann alltaf að nuddast yfir allt sem hann skrifar og bæði hann og blaðið verður svona frekar subbulegt, blý út um allt.  

Skrítið með þessar breytingar á drengnum, í fyrra kom hann heim með heimanámið á mánudegi fyrir alla vikuna, hann settist niður kláraði allt heimanám á klukkutíma og svo var hann rokinn út, en í dag erum við að berjast í marga klukkutíma með eitt fag. Óöryggið er greinilega þó nokkuð hjá honum, því hann fer varla út lengur. En þetta mun að öllum líkindum lagast með tímanum. 


Nei, matarútgjöld hafa hækkað

Andrés Magnússon framkvæmdarstjóri FÍS segir að matvöruverð muni hækka í fyrirsjáanlegri framtíð. Það rétta er að matvöruverð er búið að hækka all verulega síðan um áramótin, eða reyndar byrjuðu framleiðendur að hækka vörur sínar aðeins í fyrra rétt fyrir lækkun á virðisaukaskatts lækkunni og hafa svo haldið áfram að hækka síðan þá.

Nokkrum sinnum hef ég farið í Hagkaup að versla það sem ég fæ ekki í Bónus og undanteknngarlaust er verðið á sumum vörum hærra á kassa en í hillum. Það munar ekki bara 1-3 krónum, nei, það munar 20 krónum. Svo er Hagkaup stundum með lækkun á kjötvörum og oft hef ég lent í því að sú lækkun eða afsláttur kemur ekki fram þegar komið er á kassa og þá þarf misgáfaða starfsfólkið á kassanum að fara að rembast við að reikna út afsláttinn handvirkt með vasareikni til að endurgreiða mér mismuninn. Þetta ferli getur alveg tekið allt að 10 mínútum, þar sem eins og ég segi að um misgáfað starsfólk er að ræða. Oft þarf maður að fara á þjónustuborðið til að fá vöruverð leiðrétt, ég held svei mér þá að starfsfólkið sem er þar hafa ekki lesið eða skilji bara alls ekki það sem stendur á skiltinu fyrir aftan það ÞJÓNUSTUBORÐ.  

Það eru sumar vörur sem ég bara fæ ekki í Bónus og í gær ákvað ég að fara í Nettó í Mjóddinni þar sem ég veit að þar fæ ég þær vörur sem mig vantaði,  nennti bara engann vegin að fara í Hagkaup. Þar skoða ég náttúrulega verðið eins og alltaf og þar þurfti ég ekki að láta leiðrétta neitt, það verð sem stóð á hillunum var enn það sama þegar ég kom á kassann. Sem dæmi um vörur sem ég keypti þar í staðinn fyrir í Hagkaup, var Hunts tómatsósa í dós í Nettó kostaði dósin 99 kr. en í Hagkaup kostar hún 139 kr, munar sem sagt 40 krónum, svo keypti ég súkkulaði Cappuchino sem kostaði 318 kr í Nettó en hilluverðið í Hagkaup segir 339kr en á kassa kostar það 359 kr. 

Hagkaup mætti alveg taka sig á hvað varðar verðmerkingar. Ég er allavega alltaf á varðbergi þegar ég versla þar og fer alltaf yfir strimilinn, en hef tekið eftir því hvað það eru margir sem taka ekki einu sinni við strimlinum. Hvað ætli Hagkaup græði mikið á þeim viðskiptavinum. Það eru ansi margir 100 kallarnir sem þeir ná að stela af fólki með röngum verðmerkingum. 


mbl.is Matarútgjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur!!!

Jæja doksi hringdi í gær og sagði mér hvernig segulómunin af hnénu kom út. Mér sem sagt tókst að rífa báða liðþófa með þessu frábæra áramótastökki og flótta undan brjálaðri rakettu sem hvergi fórWink, ég var ekki einu sinni búin að fá mér neitt sterkara að drekka en coca cola.

Þannig að doksi ætlar að munda hnífinn á hnéið aftur á þriðjudaginn, og þar með er aftur smá hækjutími í vændumW00t En ég er ákveðin í því að fikta ekkert með flugeldana eftir þessa aðgerðLoL reyni að vera róleg og stillt í smá tíma, svo ég fari nú að komast aftur á flakk með myndavélina og jafnvel geti farið að taka aftur smá þátt í handboltanum með börnunum. 

Það þýðir víst ekkert að röfla yfir því að þurfa að fara aftur í aðgerð, svona atvinnusjúklingar eins og ég er orðin svo vön þessu að þetta er næstum bara eins og að skreppa í búðinaWhistling Skreppi bara í aðgerðina um morguninn og er líklegast kominn heim fyrir hádegið.

 


Ofbeldi í handboltaleik Fram og KA

Fórum í gærkvöldið á handboltaleikinn hjá Fram í Safamýrinni þar sem þeir tóku á móti KA. Auðvitað vann Fram 27-24 og eru því komnir í úrslitin um Eimskipsbikarinn, sá leikur verður í Laugardalnum 1. mars og spila þeir á móti Val.

Það var rosaleg stemmning í Safamýrinni. Leikurinn var grófur og stundum langaði manni inn á og tala við blessuðu dómarana, sem oft á tíðum sáu ekki virkilega ljót brot og stundum dæmdu þeir brot sem ekki  áttu sér stað.

Dómararnir gáfu Jankovich hjá KA rautt spjald fyrir að ýta og kýla Andra Berg undir lok síðari hálfleiks, en það skammarlegasta var að þeir dæmdu rautt spjald á Andra Berg líka. Ég skildi ekki þann dóm, að dæma rautt spjald á hann fyrir að vera kýldur.Angry

Dómarar; Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson.
Eftirlitsdómari:  Guðjón L. Sigurðsson.

Þetta eru dómararnir sem dæmdu leikinn í gær og reikna ég með því að Fram geri eitthvað mál út af þessum dómi. Það sem fer mest í mig er að fara með börnin mín á handboltaleik og þau þurfa að horfa upp á hreint og beint ofbeldi og óréttlæti á slíkum leik.  Þetta brot hjá Jankovich var það gróft að mitt álit er það að hann á ekki að fá að spila handbolta meir, alla vega ekki hér á landi og vona ég að HSÍ geri eitthvað varðandi þetta brot hans. Brotið hans var hreint og beint ofbeldi og árás, sem á alls ekki að sjást í handbolta,Devil nema að það á að fara að banna aðgang barna á slíka íþróttaleiki hér á Íslandi.

Hér er hægt að sjá videó af  brotinu hjá Jankovich, þar sem hann fær réttilega rauða spjaldið og svo fær Andri Bergs hjá Fram rautt spjald honum til samlætis. 


Ég á afmæli

Jæja, þá vaknaði ég einu árinu eldri en í gær. Ég var að plana að bjóða fjölskyldunni og nokkrum vinum  í mat í kvöld, en verð að fresta því. Erum búin að vera með yngri prinsinum á handboltamóti á föstudag og laugardag, elsku strákarnir mínir eru búnir að gera eitt jafntefli og vinna svo alla hina leikina, þannig að þeir eru komnir í úrslitin og eiga að keppa aftur í dag.Wizard

Svo er unglingurinn minn að fara að Laugum með skólanum á morgunn og kemur aftur til baka á föstudag, þannig að þá þurfum við að pakka niður fyrir hann og gera klárt fyrir ævintýrið hans. 

Þá verð ég bara að vera með veisluna um næstu helgi, en mamma og pabbi hringdu í gær og buðu okkur í mat í kvöld.  Þannig að elsku mamma og pabbi ætla að hafa smá afmæli fyrir litla barnið þeirraGrin  sem þau eignuðust fyrir nokkrum árum síðan. Ártalið segir 39 ár síðan en ég er en svo ung í anda að ég er bara 20 ára, þótt að líkamlega líður mér oft eins og ég sé mikið eldri en þaðW00t

Jæja, kallinn búin að baka pönnsur, er að fara að belgja mig út og svo þurfum við að fara að mæta niður í Fram og fylgjast með handbolta hetjunum okkar.  


Loksins búið!!!!

Þá er málsmeðferðinni varðandi íbúðina loksins lokiðW00t  Ég er búin að standa í sjö og hálfs árs baráttu við byggingarfélagið sem byggði íbúðina sem við keyptum okkur. Ég var alls ekki sátt við alla gallana sem komu í ljós í íbúðinni og sinnuleysi af hálfu byggingaraðilans og því fór ég í málaferli við þá. Þetta er búið að vera heljarinnar stapp og vesen, endalausir frestir og kjaftæði, en loksins í gærmorgunn komu dómarar og lögfræðingar hingað að skoða íbúðina og svo var farið beint niður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem aðalmeðferðin fór fram og henni lauk seinnipartinn í gærWizard Dómsuppkvaðning verður 22. febrúar, þannig að nú er bara verið að bíða eftir þeim degi. Það er ekkert meira sem ég get gert í þessu máli, nú er það komið alfarið í hendurnar á 3 dómurum. Ég vona bara að ég fái ástæðu til að opna Kampavínsflösku föstudaginn 22. febrúar.

Eftir að málinu lauk, þá varð að hendast heim sækja drengina og koma þeim í æfingar, og svo koma sjálfri mér í sjúkraþjálfun. Þjálfarinn heldur áfram með tilraunastarfsemi á hnénu á mér með því að líma það þvers og kruss, mér líður eins og pakka þegar hann hefur lokið sér af með teipiðWink

Ég ætlaði varla að nenna að fara af stað í gær eftir að við komum heim, það varð svo mikið spennu fall hjá mér eftir að málsmeðferðinni lauk, að ég hefði getað sofnað. Ég var svo tóm að ég var sofnuð fyrir miðnætti, það gerist bara aldrei hjá mér að ég sofna svo snemma.

En í dag er ég svo að fara í segulómunina til að athuga hvað mér tókst að skemma í hnénu á gamlárskvöldLoL með þessu stökki. Held að næsta gamlárskvöld þá kaupi ég bara enga flugelda, svo ég þurfi ekki að stökkva undan þeim.  Svo er það að sækja yngri  prinsinn og fara í hnykk, þeytast heim og sækja restina af börnunum og aftur niður í bæ. Yngri strákurinn er að fara á handboltamót í dag og á morgunn, svo eru úrslitaleikirnir á sunnudaginn. 

Þannig að það er alltaf nóg að gerast og mér leiðist aldreiLoL Svo er ég að plana að bjóða allri fjölskyldunni í mat á sunnudaginn í tilefni af því að eitt árið enn ræðst á mig þann daginn. Var með bollukaffi um seinustu helgi og bakaði þá 110 bollur sem hurfu ofan í fjölskylduna. 

Jæja, verð að hendast af stað, ég kíki á ykkur öll þegar róast hjá mérGrin Eigið þið æðislega helgiWhistling


Sól, snjór og Norðurljós

Prinsessan fór á sitt fyrsta handboltamót á föstudaginn, þurftum að sækja skutluna fyrr úr leikskólanum og sú var svo montin að segja öllum að hún væri að fara að keppa í handbolta. Hún keppti í Kársnesskóla og salurinn var á annari hæð, þannig að um kvöldið var hnéið orðið tvöfalt og fullt af vökva, tröppur greinilega ekki það besta fyrir mig í augnablikinu. Allir fengu medalíu eftir að mótinu lauk og það var sofið með hana.

En þrátt fyrir stærðina á hnénu þá lét mig hafa það að fara út um kvöldið til að taka myndir af norðurljósunum. Ég er komin í svo mikil fráhvörf að komast ekki út að taka myndir reglulega að ég er að bilastW00t Fór út í 17 stiga frosti og svei mér þá það fraus á hnénuLoL, mig sárlega vantaði frostlög á hnéið eftir að vera úti í þeim kulda, en hann fékkst hvergi. Hef smellt af nokkrum myndum fyrir utan hér heima og þegar ég hef farið á bílnum, en kemst ekki alveg straks í almennilega göngutúra og myndaferðir.

512_IMG_7278copy - Copy

 

 

 

 

 

Norðurljósin á föstudagskvöldið

 

 

 

 

 

 

512_IMG_6959

 

Sólarupprás og snjókoma við Úlfarsfellið í janúar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7086

 

 

Garðhúsgögnin á kafi í snjó í garðinum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7041

 

Sólsetur við Kringluna í Janúar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


4 ár fyrir 3 nauðganir, eða 5 ár fyrir eina.

Hvað er hægt að segja við svona dómi, þvílíkt og annað eins, 4 ár fyrir 3 nauðganir gegn þremur stúlkum og þjófnaðarbrot.

Tveir Litháar voru dæmdir í seinasta mánuði fyrir að nauðga einni konu og hlutu þeir 5 ár hvor. Eftir þann dóm fór ég að vona að nú færu dómarar loks að taka harðar á þessum hrottalegum brotum sem nauðgun er. En nú er maður dæmdur í 4 á fyrir að nauðga 3 STÚLKUM. Er líf og heilsa þriggja stúlkna minna virði en einnar konu eða liggur munurinn í þjóðerninu?????

Ég bara spyr. 


mbl.is Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fréttir af heimilinu

Fór í fyrsta tímann hjá sjúkraþjálfaranum í fyrradag, fyrsti tíminn er alltaf hræðilegur, því þá er verið að skoða, pota, snúa, fetta og bretta. Þannig að eftir fyrsta tímann er maður að drepast úr verkjum. Þjálfarinn vill meina að báðir liðþófar eru rifnir og að eitthvað mikið er að liðbandinu í utanverðu hnénu, því hnéið er svo laust og óstabílt, svo spurði hann mig hvað ég var eiginlega lengi í gifsi. Ég sagði honum að ég var ekkert í neinu gifsi, hann var hissa á því þar sem vöðvarnir í fætinum eru svo rýrir og slappir, að ég ætti varla að geta labbað. Ég brosti bara og sagði að ég hef labbað og komist áfram á þrjóskunni í mörg ár. Þetta er fóturinn sem hefur alltaf verið slappur og máttlaus út af bakvandamálunum eftir bílslysin, sem eru orðin 3 samtals. Það eina sem þjálfarinn getur gert er að reyna að minnka bólgurnar og draga úr verkjum.  Það gerðist alla vega ekki eftir þennan fyrsta tímaWink

Svo voru drengirnir að fá einkunnar blöðin afhent. Unglingurinn minn heldur áfram að brillera í skólanum. Hann er staðráðin í því að afsanna það sem kennararnir sögðu við hann og um hann fyrir nokkrum árum að hann mundi aldrei ná að klára skólann þar sem hann væri svo latur.Angry  Þetta voru skylningslausir kennarar sem gátu ekki móttekið eða skilið það að hann er með athyglisbrest. Við tókum okkur saman og fórum að vinna á fullu hér heima í náminu, bara til að sýna það og sanna að þessir kennarar voru bara svo lélegir að þeir gætu bara ekki kennt honum, hann væru hvorki vitlaus né latur. Það sannar unglingurinn minn svo tvisvar á ári með því að hækka alltaf í einkunn, meðaltalið hjá honum 8,6 og ætlar að taka nokkur samræmd próf núna í 9 bekk. Svo er hann að hjálpa kennurunum og nemendum í dönsku og ensku, hann er bara frábærInLove og æðislegur eins og hann er.

Yngri prinsinum gekk ágætlega, en vandamálin hjá honum eftir slysið eru þó nokkur, en við vinnum bara með það. Vorum að fá niðurstöðurnar hjá læknunum í gær, hann er með mikin einbeytingarskort, athyglisbrest og snert af lesblindu. Þannig að við höfum nóg að gera með að hjálpa honum í gegnum skólann og öllu sem því fylgir. En alla vega við vitum hvað er að og þá hjálpum við honum í samræmi við það.

Svo er litla prinsessan mín að plana brúðkaupið sitt, hún er 5 ára og var í gær að bjóða frændum og frænkum í brúðkaupið hjá henni og Tristan, sem er kærasti númmer 5 eða 6. Ég spurði hana hvort hún væri ekki til í að bíða aðeins áður en hún færi að gifta sig, hún er það ung. Hún var ekki lengi að svara mér " Nei, mamma, við Tristan erum svo ástfangin og skotinn í hvort öðru og ætlum að fara að gifta okkur"  HeartInLoveÉg sagði bara "OK" og er því byrjuð að spara fyrir brúðkaupinuGrin, var nú að vonast eftir því að ég fengi nú alla vega að ferma stelpuna fyrst, en nei, þau ætla að giftast núna bráðum.


Borgarmálin og Extreme makeover

Var að fá þetta sendandi frá vini og bara varð að setja þetta á bloggið. 

 

Borgarblús
 
Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
 
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
 
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.

!cid_C979E92BC5FC4C158400A737728572C9@kjarriPC


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband