7.3.2008 | 11:42
Handboltahelgi
Hef verið í smá blogg leti. Er búin að vera í nóg að snúast með börnin, í fyrradag var skólaskemmtun hjá strákunum og þurfti ég að setjast niður og sauma búninga og hjálpa þeim að finna föt og dót fyrir þeirra atriði. Skutlan neitaði að koma með á skemmtunina, þannig að hún fékk bara að vera lengur í leikskólanum. Hún er svo ánægð á leikskólanum að hún væri til í að vera þar allan sólahringinn, á meðan hún er ánægð þá er ég ánægð.
Í dag erum við svo að fara á Selfoss, yngri prinsinn er að fara á handboltamót sem haldið er á Selfossi, það er búin að vera mikil tilhlökkun að fara út á land að keppa. Svo í fyrramálið er skutlan okkar að fara að keppa í Garðabæ. Þannig að það verður handboltahelgi hjá okkur, þau standa sig alveg örugglega betur en meistaraflokkur karla í Fram gerði um seinustu helgi
Unglingurinn ætlar ekki með á Selfoss, hann er að fara á Samfés skemmtunina í Laugardalshöllinni í kvöld, þar ætlar hann að hitta einhverjar stelpur sem þeir kynntust á Laugum, það er nú búið að liggja á MSN síðan þeir komu til baka og svo hverfur inneignin á gemsanum hjá þeim. Stelpurnar búa á Ólafsvík, þannig að loksins geta þau séð hvort anað aftur, eftir langa bið
Yngri strákurinn lék ungabarn í skólaleikritinu.
Unglingarnir tóku Blúsbræðra sveiflu og voru bara ferlega flottir.
Stefán Óli á fleygiferð á seinasta handboltamóti, hárið blátt og allt í stíl.
Prinsessan með verðlauna- peninginn sinn á Ákamótinu í seinasta mánuði.
Kæru blogg vinir óska ykkur góðrar helgi.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf nóg að gera hjá þér Ingunn, eða þér og þínum.
Eigðu góða helgi, og reyndu líka að slaka aðeins á.
Linda litla, 7.3.2008 kl. 12:09
góða helgi
Ólafur fannberg, 7.3.2008 kl. 14:51
Fullt að gera á þínum bæ! Yndisleg börnin þín, það leynir sér ekki.
Hafðu góða helgi Ingunn mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:21
Eigðu góða helgi Ingunn mín
Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 21:53
Flottir krakkar sem þú átt. Ertu ekki að fara vel með þig. ?? Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 22:13
FLOTTIR KRAKKAR!!!!!!
Já þetta er sko helgi unglinganna...SAMFÉS......Einn ógó sætur frá Siglufirði
Eigðu góða helgi
Solla Guðjóns, 8.3.2008 kl. 13:49
hafðu ljúfan og góðan sunnudag mín kæra
Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.