Góð helgi, en pínu þreytt

Loksins tími til að blogga smá. Það var nóg að gera um helgina, strákarnir stóðu sig vel á handboltamótinu á föstudeginum á Selfossi. En mikið ofboðslega var erfitt að þurfa að keyra heiðina í svarta myrkri, þoku og hálku á föstudagskvöldinu. Svo á laugardagsmorgninum mættum við með prinsessuna á handboltamót í Garðabænum, mikið ofboðslega er krúttlegt að fylgjast með litlu krökkunum spila, það er þó nokkur aldursmunur á þeim, þau eru frá 5 ára og upp í 8 ára í sama flokki. Þau yngstu eru ansi mikið að horfa í kringum sig og jafnvel að taka nokkur dansspor inni á vellinum, ekki alveg að fylgjast með og fá svo boltann í hausinnGrin En toppurinn á mótunum hjá þeim yngstu er náttúrulega að fá verðlaunapeninginn í lokinn, mörkin eru ekki talin í leikjunum hjá þeim, en það er á hreinu að það breytir engu, því börnin telja mörkin.

Á sunnudeginum var svo bara tekinn einn dagur í leti, öll orka var búin eftir mikil öskur og hvatningar garg á öllum leikjunum. Hnéið var að vísu orðið tvöfalt eftir tröppu hlaup á Sefossi, þannig að það var ágætt að geta hvílt það smá.

Svo er prinsessan bara að verða sjónvarpsstjarna, í Stundinni okkar á sunnudaginn var sýnt frá fjöruferð barnanna á leiksskólanum hjá henni, þau vinna mikið í verkefnum tengdum fjörunni og taka til og hreinsa hana. Svo var sýnt viðtal við hana og aðra krakka á leikskólanum í fréttunum í gærkvöldi, þannig að hún er búin að vera í sjónvarpinu tvo daga í röð.InLove

Unglingurinn skemmti sér frábærlega á Samfés í Höllinni, enda hitti hann loks aftur stelpuna sem hann kynntist á Laugum, hún er frá Ólafsvík, þannig að loksins  hittust þau aftur. Eru reyndar búin að vera stöðugt í msn sambandi, en það er ekki alveg það samaHeart Erfitt að vera unglingur, með flotta stelpu sem býr úti á landiWhistling

512_IMG_8082

 

 

Sara þjálfari að ræða við liðið fyrir leik. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_8342

 

 

 

 

Aníta Ósk með verðlaunapeninginn eftir mótið, ansi stolt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er svo gaman að því þegar krakkar eru svona dugleg í íþróttum! ég sá einmitt í sjónvarpinu frá fjöruferð leikskólakrakkanna, vildi að ég hefði vitað að þetta var dóttir þín

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu mín kæra, þú hefðir átt að hringja í mig, ég hefði sko kíkt á þig.  Mundu það næst þegar þú ert á ferð.  Hef ekki heyrt frá Gauta ennþá, er að verða jafnslæm aftur. Farðu vel með hnéið þitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Ólafur fannberg

til lukku með börnin

Ólafur fannberg, 11.3.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Linda litla

Farðu varlega Ingunn mín og notaðu tröppur og stiga eins lítið og hægt er.

Góða nótt.

Linda litla, 12.3.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Linda litla

Fann þessa mynd, ert þetta kannski þú ??  Crutches

Linda litla, 12.3.2008 kl. 01:03

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með sjónvarpsstjörnuna.Leiðinlegt að ég sá hvorugt.Það er ekkert eins gaman og filgja börnunum sínum eftir í leik og starfi og mér sýnist þú vera ansi dugleg við það og mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar.

Guð hvað ég kannast við þessa msn-ást og langt Til Húsavíkureða þannig.

Farðu svo varlega með þig elskan

Solla Guðjóns, 12.3.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband