11.3.2008 | 13:51
Góð helgi, en pínu þreytt
Loksins tími til að blogga smá. Það var nóg að gera um helgina, strákarnir stóðu sig vel á handboltamótinu á föstudeginum á Selfossi. En mikið ofboðslega var erfitt að þurfa að keyra heiðina í svarta myrkri, þoku og hálku á föstudagskvöldinu. Svo á laugardagsmorgninum mættum við með prinsessuna á handboltamót í Garðabænum, mikið ofboðslega er krúttlegt að fylgjast með litlu krökkunum spila, það er þó nokkur aldursmunur á þeim, þau eru frá 5 ára og upp í 8 ára í sama flokki. Þau yngstu eru ansi mikið að horfa í kringum sig og jafnvel að taka nokkur dansspor inni á vellinum, ekki alveg að fylgjast með og fá svo boltann í hausinn En toppurinn á mótunum hjá þeim yngstu er náttúrulega að fá verðlaunapeninginn í lokinn, mörkin eru ekki talin í leikjunum hjá þeim, en það er á hreinu að það breytir engu, því börnin telja mörkin.
Á sunnudeginum var svo bara tekinn einn dagur í leti, öll orka var búin eftir mikil öskur og hvatningar garg á öllum leikjunum. Hnéið var að vísu orðið tvöfalt eftir tröppu hlaup á Sefossi, þannig að það var ágætt að geta hvílt það smá.
Svo er prinsessan bara að verða sjónvarpsstjarna, í Stundinni okkar á sunnudaginn var sýnt frá fjöruferð barnanna á leiksskólanum hjá henni, þau vinna mikið í verkefnum tengdum fjörunni og taka til og hreinsa hana. Svo var sýnt viðtal við hana og aðra krakka á leikskólanum í fréttunum í gærkvöldi, þannig að hún er búin að vera í sjónvarpinu tvo daga í röð.
Unglingurinn skemmti sér frábærlega á Samfés í Höllinni, enda hitti hann loks aftur stelpuna sem hann kynntist á Laugum, hún er frá Ólafsvík, þannig að loksins hittust þau aftur. Eru reyndar búin að vera stöðugt í msn sambandi, en það er ekki alveg það sama Erfitt að vera unglingur, með flotta stelpu sem býr úti á landi
Sara þjálfari að ræða við liðið fyrir leik.
Aníta Ósk með verðlaunapeninginn eftir mótið, ansi stolt.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo gaman að því þegar krakkar eru svona dugleg í íþróttum! ég sá einmitt í sjónvarpinu frá fjöruferð leikskólakrakkanna, vildi að ég hefði vitað að þetta var dóttir þín
Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 20:12
Heyrðu mín kæra, þú hefðir átt að hringja í mig, ég hefði sko kíkt á þig. Mundu það næst þegar þú ert á ferð. Hef ekki heyrt frá Gauta ennþá, er að verða jafnslæm aftur. Farðu vel með hnéið þitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 20:48
til lukku með börnin
Ólafur fannberg, 11.3.2008 kl. 23:35
Farðu varlega Ingunn mín og notaðu tröppur og stiga eins lítið og hægt er.
Góða nótt.
Linda litla, 12.3.2008 kl. 00:48
Fann þessa mynd, ert þetta kannski þú ??
Linda litla, 12.3.2008 kl. 01:03
Til hamingju með sjónvarpsstjörnuna.Leiðinlegt að ég sá hvorugt.Það er ekkert eins gaman og filgja börnunum sínum eftir í leik og starfi og mér sýnist þú vera ansi dugleg við það og mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar.
Guð hvað ég kannast við þessa msn-ást
og langt Til Húsavíkur
eða þannig.
Farðu svo varlega með þig elskan
Solla Guðjóns, 12.3.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.