12.3.2008 | 14:24
Málinu áfrýjað til Hæstaréttar
Þá er búið að taka ákvörðun um það að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Lögfræðingurinn minn hafði samband í gær, hann var búin að lesa allan dóminn og nokkri aðrir lögfræðingar líka og þeir voru allir sammála að þessum dómi ætti að áfrýja. Þannig að það var ekki bara mín óhlutslausa meining, svo að nú er allt komið á fullt aftur. Ég er búin að sækja fleirri teikningar og í fyrramálið ætla ég að mæta í viðtals tíma hjá Byggingarfulltrúa Reykjavíkur og fá það bara á hreint hvernig á að túlka og framkvæma byggingarreglugerðir og hvort leifilegt sé að fara á svig við þær á einhvern hátt.
Ég ætla bara að vona að byggingarstjórinn hafi ekki fagnað of mikið eftir að hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur, Hæstiréttur er eftir.
Í gær fór ég svo í sjúkraþjálfun, nú á að byrja að taka á því af alvöru, reyna að styrkja hnéið og lærvöðvan. Það var frekar sárt að taka á því, en sjúkraþjálfarinn hló ansi mikið þegar ég gerði æfingar með lærvöðvanum, það eru þvílíkir skjalftar að ég minnti hann á ný fætt folald Hann er að vonast til að geta náð upp smá krafti í fótinn, að fóturinn er ekki orðins svona rýr og máttlaus út af bakinu, því þá telur hann að það er lítið hægt að gera til styrkja fótinn almennilega. Það kemur bara í ljós með tímanum hvernig það gengur en ég get alla vega gengið þokkalega og það dugar í bili. Ég er of þrjósk til að gefast upp í neinni baráttu, þannig að ég held bara ótrauð áfram.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonum það besta þú ert baráttu kona knús inn í daginn
Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 14:47
Gangi þér vel elskan :) Kíki örugglega á þig á eftir! Verðurðu heima um fimm-sexleytið?
kær kveðja - Gísli Sigurður
Gísli Sigurður, 12.3.2008 kl. 15:12
Góðan bata vinan og láttu ekki borgarfígúrurnar valta yfir þig,gott mál að áfrýja.Kveðjur til þín
Magnús Paul Korntop, 12.3.2008 kl. 18:03
Baráttukveðjur
Solla Guðjóns, 12.3.2008 kl. 21:33
berstu baráttukveðjur
Ólafur fannberg, 12.3.2008 kl. 22:25
Þú tekur nú þessa sjúkraþjálfun bara í nefið, ferð létt með það. Verður farin að sparka í sjúkraþjálfann áður en hann veit af
Linda litla, 12.3.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.