Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
27.3.2008 | 18:29
Fallegur Föstudagurinn langi
Á Föstudeginum langa fórum við á Þorlákshöfn á listasýninguna hjá Zordís, svo keyrðum við meðfram ströndinni og fórum á Selfoss, en auðvita varð ég að stoppa og hleypa ungunum út að leika sér, og ég varð að komast aðeins út með myndavélina.
Hellisheiðis virkjunin
Öldugangur og rok
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2008 | 16:09
Skatturinn og TR
Búin að vera í einhverri blogg deyfð. En er komin aftur.
Kláraði að hjálpa fjölskyldunni með skattaskýrslurnar í gær, nú er búið að skila þeim öllum.
Systir mín og kærastinn hennar eru nú búin að vera saman í 2 ár, í fyrra ætluðu þau að láta samskatta sig, en fengu ekki leifi til þess þar sem þau áttu ekki barn saman. Fólk getur ekki fengið að gera sameiginlega skattaskýrlsu fyrr en það hefur búið saman í minnsta kosti eitt ár, nema að það eigi barn saman. Við hringdum í skattinn í fyrra og fengum þessi svör, svo hringdum við aftur í ár með sömu spurningu og fengum aftur þau svör að það væri ekki víst að þau fengu leifi fyrir samsköttun.
Ég er búin að hugsa mikið um þessi svör og reyna að skilja þennan mismunun á fólki, eftir því hvort barn er í spilinu eða ekki. Málið er náttúrulega bara peningaspursmál hjá ríkinu, þess vegna er þessi mismunun á fólki, hvort er ódýrara fyrir ríkið að vera með þessar mismunandi reglur.
Ef einstaklingur er með barn þá eru barnabæturnar hærri, það er að segja viðkomandi einstætt foreldri fengi 240.034 krónur í óskertar barnabætur, en ef um væri að ræða par sem er samskattað þá detta barnabæturnar niður í 144.116 krónur og því er hagkvæmara fyrir ríkið að leifa fólki sem á barn að láta skattleggja sig saman.
Ef einstaklingur á íbúð þá eru óskertar vaxtabætur 179.713 krónur, en ef par er samskattað með sömu íbúðina, þá hækka vaxtabæturnar upp í 297.194 og því er það óhagstæðara fyrir ríkið að leifa barnlausu pari með eigin íbúð að skattleggja sig saman.
Alltaf koma svon furðulegar reglur í ljós þegar maður fer að leita svara hjá ríkinu.
Svo kom í ljós við gerð skattaskýrslu mismunur á uppgefnum bótum frá TR á greiðsluseðli og staðgreiðsluskrá hjá RSK, uppgefnar bætur sem voru forskráðar voru þó nokkru hærri en greitt var í fyrra. Þá fór ég að leggjast yfir tölurnar til að leita skýringa á þessu klúðri hjá TR, það er nú ekki óvanalegt að það er klúður og vitleysa á þeim bænum. Nema núna er bara mikið erfiðara að finna út úr því þar sem þeir eru hættir að senda heim greiðsluseðla mánaðarlega. Ég kannaðist við töluna sem olli þessu ósamræmi, fyrir tveimur árum kom bréf um ofgreiddar bætur og því átti að endurgreiða þær til baka. En þetta var kært vegna mistaka hjá starfsmanni í TR sem hafði óvart fært lífeyrissjóðstekjur sem launatekjur og þar af leiðandi voru greidda hærri bætur, þar sem að launatekjur skerða minna en lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Þetta var fellt niður árið 2006, en svo kom formlega bréfið í ársbyrjun 2007 og þar að leiðandi varð þetta skráð sem tekjur í fyrra.
Ég var ekki lengi að skrifa bréf á þann sem sá um málið og benti honum á að hann væri enn eina ferðina að klúðra málunum, koma með sömu vitleysuna tvö ár í röð. Í fyrra tók það marga mánuði að fá rétta tölur frá TR til að hægt væri að leiðrétta skattaskýrsluna og enn og aftur byrjar sama helvítis vitleysan á þeim bænum, það er eins og liðið sem vinnur þarna viti ekkert hvað það er að gera.
Það sogar algjörlega úr manni orkuna að þurfa að standa í stappi og reyna að fá liðið sem vinnur hjá TR að skilja það klúður og mistök sem þeir eru sjálfir að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 12:53
Afmælisbörnin á Páskadag
Fyrir 27 árum fékk pabbi æðislega afmælisgjöf frá mömmu, þriðju dótturina.
Elsku pabbi og Eva Ruth, hjartanlega til hamingju með afmælin bæði tvö. Við elskum ykkur bæði tvö út af lífinu. Við munum reyna að gera afmælisdaginn ykkar eftirmynnileg og skemmtilegan.
Eldra afmælisbarnið
Yngra afmælisbarnið og afmælisgjöfin hans pabba
Elsku bloggvinir, GLEÐILEGA PÁSKA, MEGI ÞIÐ EIGA YNDISLEGAN DAG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.3.2008 | 17:44
Ekki taka áhættuna
Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.
Þar andaðist eiginkonan.
Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2008 | 13:39
Föstudagurinn langi
Föstudagurinn langi búin og komin laugardagur. Dagurinn í gær var það langur að hann var vel nýttur, öllu stóðinu troðið inn í bíl ásamt myndavél og svo var brunað af stað austur á Þorlákshöfn. Þar var Zordís bloggari með stórglæsilega listasýningu og fjöldi bloggara á svæðinu. Mikið ofboðslega var gaman að sjá netvinina, þeir eru allir þrælhressir og ansi skemmtilegt að hitta loksins fólkið og spjalla við þá. Vorum aðeins sein í því og misstum af nokkrum bloggvinum sem hefði verið gaman að hitta. Eftir sýninguna keyrðum við meðfram sjónum og hleyptum stóðinu út að leika sér, ekki voru grislingarnir lengi að hlaupa niður í fjöruna og bleyta sig, en þau voru sæl og kát með að hlaupa undan öldunum og fíflast aðeins úti. Svo var kíkt í kaffi til Ásdísar bloggvinkonu og húsbandsins hennar á Selfossi, börnin kolféllu fyrir Bóthildi, það er kötturinn þeirra.
Grislingarnir komnir í bílinn og stefnan tekin á Þorlákshöfn
Ég að spjalla við Zordísi, sem er æðisleg listakona.
Ég og Solla að spjalla, það tók smá tíma að kveðja bloggvinina
Börnin þurftu aðeins að fá að hlaupa og leika sér og bleyta.
Heima hjá Ásdísi og húsbandinu hennar, allir að horfa á Bóthildi.
Ásdís að hjálpa Anítu að halda á Bóthildi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2008 | 14:37
Prinsinn minn loksins farinn að hjóla
Þá er loks komið páskafrí í skólunum, að vísu ekki í leikskólanum hjá prinsessunni en henni tókst að suða og þrasa nægilega mikið um það hvað þetta er óréttlátt, að strákarnir fái lengra páskafrí en hún. Þannig að við leifðum henni að vera í fríi í dag, svo hún geti hangið heima í náttfötunum eins og strákarnir.
Stefán er loksins farin að hjóla aftur, hann hefur varla hjólað síðan hann lenti í slysinu í ágúst í fyrra. Þetta er greinilega mjög efitt andlega hjá honum að fara að hjóla aftur, stór ákvörðun hjá prinsinum, sem gleður mig ofboðslega mikið. Hjólið og hjálmurinn hans eyðilögðust í slysinu, hjálmurinn sem hann var með bjargaði alveg örugglega lífi hans, þetta var brettahjálmur sem nær mikið lengra niður á ennið heldur en venjulegur hjólahjálmur. Hagkaup gaf Stefáni nýtt hjól og nýjan hjálm í fyrra, þeir voru svo ánægðir að vita hvað hann slapp vel eftir mjög slæmt slys og fengu að skoða bæði hjólið og hjálminn, svo að þeir gátu séð hvað þarf að bæta og hvað ekki.
Hjólið sem þeir gáfu honum var alveg eins og það sem hann átti, en hjálmurinn var mjög svipaður að vísu ekki sama merki, hann prófaði hjólið tvisvar í fyrra og svo setti hann það inn í hjólageymsluna. Fyrir helgina fór hann svo loks og sótti hjólið sitt og við smurðum það og gerðum það klárt fyrir hann, svo var hann mjög lengi að vesenast inni í geymslu með hjálmana. Ég fór inn að athuga hvað hann væri að gera, þá var hann kominn með hjálminn sem bróðir hans á sem er alveg eins og sá sem hann var sjálfur með þegar hann lenti í slysinu,en ekki nýja hjálminn frá Hagkaup. Ég spurði hann hvað væri að, þá sagði hann mér að hann vill ekki nota hjálminn frá Hagkaup, ég spurði af hverju, þá tók hann hjálmana og mátaði þá báða og sýndi mér að nýji hjálmurinn fór ekki jafn langt niður á ennið og hjálmurinn sem bróðir hans á. Það sem hann er að miða við er að nýji hjálmurinn fer ekki niður fyrir örið á enninu á honum en hinn hjálmurinn gerir það. Honum finnst hann vera með mikið öruggari hjálm ef hann fer niður fyrir örið, þar sem að sá hjálmur bjargaði lífi hans, þannig að nú verð ég að fara að leita að hjálmi fyrir hann sem er nógu djúpur, annars fer hann ekki út að hjóla. Hann þarf greinilega á þessu andlega öryggi að halda, að hjálmurinn fari alveg yfir örið, þá er hann nógu góður ef eitthvað kemur fyrir. Þessir 2 cm finnst honum vera spurning upp á líf og dauða, þetta eru náttúrulega bara andlega afleiðingar eftir slysið og mjög rökétt hugsun hjá honum eftir þessa lífsreynslu.
Hjálmurinn sem Hagkaup gaf Stefáni í fyrra, sem honum finnst ekki ná nógu langt niður á augnbrúnir. Hann fer ekki yfir örin sem hann hlaut við slysið.
Þetta er hjálmur sem honum finnst vera nógu djúpur og ná nógu langt niður, rétt við augnbrúnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2008 | 14:06
Hvers vegna eru lög og reglur.
Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta. Ég kemst ekki yfir allt þetta fúsk og rugl, lög og reglur sem eru í gangi á Íslandi og enginn þarf að fara eftir neinu. Allir bera einhverja tilta og kjaftæði, sem fylgir ábyrgð, en allir benda á alla aðra þegar maður krefst svara og ábyrgðar á brotnum reglum og lögum. Svo er bara ætlast til að almenningur kunni og þekki allar reglur og lög í sambandi við alla skapaða hluti, en þeir sem vinna við þessi mál eru ekki að upplýsa almenning um neitt af því og svo situr maður bara í súpunni.
Í morgunn fórum við niður eftir til byggingarfultrúa Ríkisins, sem samkvæmt öllu á að vera löggan þegar kemur að byggingarmálum og reglugerðum. Ég vildi fá svör varðandi reglugerðir og fá það staðfest að ég er ekki svo vitlaus að ég skilji reglugerðirnar, eins og ég var farin að halda eftir dómsúrskurðinn.
Samkvæmt byggingarreglugerð 54. og 55. á að fara fram lokaúttekt á öllu húsnæði áður en það er tekið í notkun, þetta á að vera gert áður en leifilegt er að flytja inn. Byggingarstjórinn á að biðja um lokaúttektina, en á okkar húsi og mörg hundruð öðrum húsum hefur slík úttekt ekki farið fram. Það þýðir að allri sem hafa keypt sér íbúðir sem hafa ekki farið í gegnum lokaúttekt, búa í þeim ólöglega.
Hversu mörgum íbúðarkaupendum hefur verið sagt frá þessu?????? Hversu margir fasteignasalar útskýra það fyrir kaupendum að lokaúttekt á að fara fram áður en flutt er inn????? Eða segja þeir íbúðarkaupendum yfir höfuð frá því að það er verið að afhenda þér nýja íbúð en þú mátt ekki samkvæmt lögum flytja inn í hana. NEI, ÞAÐ GERA ÞEIR EKKI.
Byggingarstjórinn á húsinu sem við búum í hefur ekki enn, tæpum 8 árum eftir afhendingu beðið um þessa úttekt, þótt við höfum ítrekað það marg oft. Hann segist ekki þurfa að byðja um hana, það er að segja að hann telur sig ekki þurfa að fara að lögum. Byggingaraðilinn breytti næstum því öllum íbúðum í húsinu að einhverju leiti, það þýðir að enginn íbúð er eins og samþykktar teikningar eru og þar af leiðandi munum við aldrei fá lokaúttekt á húsið. Og samkvæmt Byggingarfulltrúanum þá erum við að brjóta lög ef við mundum selja íbúðina okkar, þar sem hún er ekki byggð samkvæmt samþykktum teikningum.
Bjöfulli er ég að verða reið á öllu þessu kjaftæði, það er til lög og reglur en enginn þarf eða fer eftir þeim. Niðurstaðan er sú að við megum ekki búa í húsinu fyrr en lokaúttekt hefur farið fram. En hvernig í helvítinu er þá hægt að senda okkur reikninga frá borginni á hverju ári fyrir fasteignasköttum, vatnsnotkun og ruslatunnum og fleirra, ef enginn á að flytja inn né búa í húsinu fyrr en eftir slíka úttekt. Hvernig er hægt að segja hvernig lög og reglugerðir eru, en þeir sem vinna við þetta þurfa ekki að fylgjast með neinu og enginn ber ábyrgð á neinu, nema almenningur sem fær engar upplýsingar um neitt nema að leita eftir þeim sjálfur.
Þetta er nú meira banana lýðveldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2008 | 14:24
Málinu áfrýjað til Hæstaréttar
Þá er búið að taka ákvörðun um það að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Lögfræðingurinn minn hafði samband í gær, hann var búin að lesa allan dóminn og nokkri aðrir lögfræðingar líka og þeir voru allir sammála að þessum dómi ætti að áfrýja. Þannig að það var ekki bara mín óhlutslausa meining, svo að nú er allt komið á fullt aftur. Ég er búin að sækja fleirri teikningar og í fyrramálið ætla ég að mæta í viðtals tíma hjá Byggingarfulltrúa Reykjavíkur og fá það bara á hreint hvernig á að túlka og framkvæma byggingarreglugerðir og hvort leifilegt sé að fara á svig við þær á einhvern hátt.
Ég ætla bara að vona að byggingarstjórinn hafi ekki fagnað of mikið eftir að hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur, Hæstiréttur er eftir.
Í gær fór ég svo í sjúkraþjálfun, nú á að byrja að taka á því af alvöru, reyna að styrkja hnéið og lærvöðvan. Það var frekar sárt að taka á því, en sjúkraþjálfarinn hló ansi mikið þegar ég gerði æfingar með lærvöðvanum, það eru þvílíkir skjalftar að ég minnti hann á ný fætt folald Hann er að vonast til að geta náð upp smá krafti í fótinn, að fóturinn er ekki orðins svona rýr og máttlaus út af bakinu, því þá telur hann að það er lítið hægt að gera til styrkja fótinn almennilega. Það kemur bara í ljós með tímanum hvernig það gengur en ég get alla vega gengið þokkalega og það dugar í bili. Ég er of þrjósk til að gefast upp í neinni baráttu, þannig að ég held bara ótrauð áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2008 | 13:51
Góð helgi, en pínu þreytt
Loksins tími til að blogga smá. Það var nóg að gera um helgina, strákarnir stóðu sig vel á handboltamótinu á föstudeginum á Selfossi. En mikið ofboðslega var erfitt að þurfa að keyra heiðina í svarta myrkri, þoku og hálku á föstudagskvöldinu. Svo á laugardagsmorgninum mættum við með prinsessuna á handboltamót í Garðabænum, mikið ofboðslega er krúttlegt að fylgjast með litlu krökkunum spila, það er þó nokkur aldursmunur á þeim, þau eru frá 5 ára og upp í 8 ára í sama flokki. Þau yngstu eru ansi mikið að horfa í kringum sig og jafnvel að taka nokkur dansspor inni á vellinum, ekki alveg að fylgjast með og fá svo boltann í hausinn En toppurinn á mótunum hjá þeim yngstu er náttúrulega að fá verðlaunapeninginn í lokinn, mörkin eru ekki talin í leikjunum hjá þeim, en það er á hreinu að það breytir engu, því börnin telja mörkin.
Á sunnudeginum var svo bara tekinn einn dagur í leti, öll orka var búin eftir mikil öskur og hvatningar garg á öllum leikjunum. Hnéið var að vísu orðið tvöfalt eftir tröppu hlaup á Sefossi, þannig að það var ágætt að geta hvílt það smá.
Svo er prinsessan bara að verða sjónvarpsstjarna, í Stundinni okkar á sunnudaginn var sýnt frá fjöruferð barnanna á leiksskólanum hjá henni, þau vinna mikið í verkefnum tengdum fjörunni og taka til og hreinsa hana. Svo var sýnt viðtal við hana og aðra krakka á leikskólanum í fréttunum í gærkvöldi, þannig að hún er búin að vera í sjónvarpinu tvo daga í röð.
Unglingurinn skemmti sér frábærlega á Samfés í Höllinni, enda hitti hann loks aftur stelpuna sem hann kynntist á Laugum, hún er frá Ólafsvík, þannig að loksins hittust þau aftur. Eru reyndar búin að vera stöðugt í msn sambandi, en það er ekki alveg það sama Erfitt að vera unglingur, með flotta stelpu sem býr úti á landi
Sara þjálfari að ræða við liðið fyrir leik.
Aníta Ósk með verðlaunapeninginn eftir mótið, ansi stolt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2008 | 11:42
Handboltahelgi
Hef verið í smá blogg leti. Er búin að vera í nóg að snúast með börnin, í fyrradag var skólaskemmtun hjá strákunum og þurfti ég að setjast niður og sauma búninga og hjálpa þeim að finna föt og dót fyrir þeirra atriði. Skutlan neitaði að koma með á skemmtunina, þannig að hún fékk bara að vera lengur í leikskólanum. Hún er svo ánægð á leikskólanum að hún væri til í að vera þar allan sólahringinn, á meðan hún er ánægð þá er ég ánægð.
Í dag erum við svo að fara á Selfoss, yngri prinsinn er að fara á handboltamót sem haldið er á Selfossi, það er búin að vera mikil tilhlökkun að fara út á land að keppa. Svo í fyrramálið er skutlan okkar að fara að keppa í Garðabæ. Þannig að það verður handboltahelgi hjá okkur, þau standa sig alveg örugglega betur en meistaraflokkur karla í Fram gerði um seinustu helgi
Unglingurinn ætlar ekki með á Selfoss, hann er að fara á Samfés skemmtunina í Laugardalshöllinni í kvöld, þar ætlar hann að hitta einhverjar stelpur sem þeir kynntust á Laugum, það er nú búið að liggja á MSN síðan þeir komu til baka og svo hverfur inneignin á gemsanum hjá þeim. Stelpurnar búa á Ólafsvík, þannig að loksins geta þau séð hvort anað aftur, eftir langa bið
Yngri strákurinn lék ungabarn í skólaleikritinu.
Unglingarnir tóku Blúsbræðra sveiflu og voru bara ferlega flottir.
Stefán Óli á fleygiferð á seinasta handboltamóti, hárið blátt og allt í stíl.
Prinsessan með verðlauna- peninginn sinn á Ákamótinu í seinasta mánuði.
Kæru blogg vinir óska ykkur góðrar helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar